Vikan


Vikan - 17.11.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 17.11.1949, Blaðsíða 3
■yiKAN, nr. 46, 1949 3 EUFEMÍA WAAGE Framhald af forsíðu. <ég megi segja, að Helgi Helgason, barnaskólastjóri, hafi verið leiðbeinandi við sjónleiki hér á næstu árum. En ,,skólakómedíurnar“ voru þar fyrir utan. Þær voru alltaf leiknar í jólafríi skólapilta, en ekki veit ég, hvern þeir höfðu til að leiðbeina sér. Þegar pabbi kom í bæinn, var hann strax tekinn til þessa starfa. Var þá fyrst leikið á „klúbbnum", þar sem Kerinn er nú, svo sem fyrr er getið, síðan í Glas- gow, en þá tók templarahúsið við, þegar búið var að byggja það. Fyrst held ég, að þeir hafi verið í félagi um leikina Jón Ólafsson ritstjóri og pabbi, en sá félags- skapur mun snemma hafa liðið undir lok. Sá háttur var á leikstarfinu um þessar mundir, að þeir, sem tekið höfðu þátt í leikjunum veturinn áður, hóuðu sig saman um haustið. Var Kristján Þorgríms- son bóksali oft framarlega í því. Var síðan fyllt upp með stúdentum og stúlkum í bænum. Ekki munu menn hafa borið mikið úr býtum fyrir þessa starfsemi. Var Fjölskylda Péturs Guðjohnsens. Fremsta röð (frá v.): Magnús (fóstursonur), frú Guðrún (amma Eufemíu), heldur á Emilíu, Theodóra, Pétur, heldur á Kristjönu, Anna. önnur röð: Kristín, Guðrún, Lára, Magnea, Marta (móðir Eufemíu). Þriðja röð: Einar, Pétur, Þórður. Hús Indriða Einarssonar, föður Eufemíu Waage (nú Tjarnargata 3 C) fremst fyrir miðju með hjalli við. Tjörn- in frosin fyrir framan. Myndin er tekin laust eftir alda- mót. Eufemia og Jens Waage 1901-. Marta Pétursdóttir og Indriði Einarsson með börnum sínum árið 1919. Þau eru, talin írá vinstri: Ingibjörg, gift Ölafi Thors alþingismanni; Emilía, dó ógift; Gunnar, kvænt. ur Guðrúnu Helgadóttur; Eufemía, var gift Jens heitnum Waage; Lára, gift Pétri Bogasyni, yfirlækni við Söllerödheilsuhæli í Danmörku; Einar, dáinn, var kvæntur Katr- inu Norðmann; Marta, dáin, var gift Birni P. Kalman; Guðrún, var gift Páli heitnum Steingrímssyni ritstjóra. aðgangseyrir afskaplega lágur. Minnir rnig að hann væri einhvern tímann sextíu aurar, en eftir að Leikfélag Reykjavíkur tók til starfa held ég, að hann hafi fljótt komizt upp í krónu. Held ég, að ég megi segja, að menn hafi skipt arðinum á vor- in. Mun hann aldrei hafa verið meiri en kannske nokkrir tugir króna. Það helzta, sem pabbi bar úr býtum, var það að við krakkarnir fengum að horfa á sjónleikina ókeypis, sérstaklega þegar lítið var selt. Samt var þetta okkur hin mesta ánægja. Oftast voru leiknir danskir sjónleikir og eins var í Lærða skólanum. Gekk Holberg ákaflega mikið þá, en samt var alltaf leikið á íslenzku eft- ir að ég man eftir. Framan af árunum mun þó hafa verið leikið á dönsku. Fóru leikirnir víst líka fram þá í stiftamtmannshúsinu og mun stiftamt- maður sjálfur hafa staðið fyrir þeim. Lét hann víst mála einhver leiktjöld og gaf þau síðar í sjóð, sem kallaður var „Kulissusjóður“, en síðan mun Jón Guðmundsson ritstjóri hafa bætt þar nokkru við og var þetta alltaf notað fyrstu ár ævi minn- ar. Þessi „Kulissusjóður“ var geymdur uppi í Hegningarhúsi. Annars segir pabbi betur og skil- Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.