Vikan - 17.11.1949, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 46, 1949
7
Eufemía Waage
Framhald af bls. 3.
Tíicrkilegar frá þcssu í endur-
ninningum sínum.
Þegar sungið var í leikritum
þeirra daga, var alltaf sungið á
dönsku. En þegar þegar Jónas
Helgason fór að hafa söngfélög
og gefa út söngbækur, fékk
hann Steingrím skáld Thor-
.steinsson í samvinnu við sig.
Hafði Steingrímur yndi af söng
og voru þeir aldavinir, Jónas
Helgason og hann.
Einu sinni man ég eftir, að
ég fór með foreldrum mínum á
leiksýningu í Glasgow. Þá hefi
ég líklega verið svona á þriðja
■eða fjórða ári. Ekkert man ég,
hvað vár leikið, enda mun ég
lítið hafa séð af því. Mér fannst
ég sitja þar í djúpri gryf ju milli
foreldra minna og ná varla
andanum. Svo byrjuðu þarfir
líkamans að gera vart við sig
og fór ég þá að kalla hástöf-
um á móður mína. Man ég það
seinast af þeirri skemmtun, að
einhver greip mig á háaloft og
fór með mig út. Þetta var nú
fyrsta skemmtun mín af því
tagi.
Næstu sjónleikir, sem ég man
eftir, voru skólakómedíur.
Bauð Vilhelm Knudsen, frændi
minn, mér þangað, því að hann
var einn af leikendunum. Lítið
man ég eftir þeirri sýningu,
nema að þá var leikinn „Eras-
mus Montanus“ eftir Holberg.
Nokkru síðar sá ég „Andbýling-
ana“ eftir Hostrup í Latínuskól-
anum. Þetta cru fyrstu endur-
riinningar mínar um leiklistina
og eru þær hvorki glöggar né
greinilegar, en af því að hún
gengur eins og rauðv.r þráðm
gegnum allt mitt líf, varð cg
víst að minnast á hana cvt og
mörgum sinnum á næstu blað-
síðum. . . .“.
Til þess að sýna lauslega
fjölbreytni þess, sem fjallað er
um í bókinni „Lifað og leikið“,
skulu hér taldar upp fyrirsagn-
ir kaflanna í henni: Litast um.
Bernskuár. Embættismenn og
aðrir þekktir menn. Skólaganga.
Skemmtanir Reykvíkinga fyrir
aldamótin. Bolludagurinn og
bræður hans. Góðir gestir.
Stjórnmálin á fyrstu árum mín-
um. Störf pabba í þágu leiklist-
ar og bindindis. Fréttir og blöð.
— umræðuefni almennings.
Aldamótin og atburðir um það
leyti. Stjórnarskrármálið —
ráðherra fyrir Island í Reykja-
vík. Fyrstu hjúskaparárin og
leikstarfsemin. Skemmtiferð
skömmu éftir aldamótin. Upp-
haf Islandsbanka. ,— Fyrstu
skref spíritismans. Minningar
um Gröndal. — Bíll Thomsens.
— Mannskaði. Konungskoman
1907. — Þingvallaför. — Til
Skagafjarðar um kosningar.
Ráðherraskipti. — Landsbanka-
mál. — Málaferli. Eldsvoði. —
Gcman og alvara. Leikstarf-
seni’. og greinir með mönnum.
Húsakaup og húsnæðishrak. Að
tjaldabaki í Leikfélaginu. Síð-
ustu afskipti mannsins míns
af leikstarfinu. Frostaveturinn
1918. — Kötlugosið. — Spænska
veikin. Að skilnaði.
Nýlega er komin út bók, sem flest-
ir munu hafa gaman af að hafa und-
ir höndum. í>að er „Galdrabókin,
skemmtilegar gátur, þrautir og
furðulegar sjónhverfingar. Valið af
Houdini, mesta töframanni heimsins".
1 þessari bók er f jöldi mynda af töfra-
brögðum og göldrum og allskonar-
brellum ýmissa sjónhverfingamanna.
1 formála segir um „mesta töframann
heimsins": . . . Það stendur mikill
ljómi af nafni Harry Houdini, hins
mikla töframanns, og sögurnar, sem
af honum ganga eru svo furðulegar,
að með ólíkindum er. Hann gat leyst
sig úr hvaða fjötrum, sem hann
reyndi við, losað lögregluhandjárn af
sér með því einu að „snerta þau á
réttum stað“, losnað úr fangelsis-
klefa á styttri tima en það tók að
loka hann inni. Hann var grafinn í
innsigluðum kistum, saumaður inn í
segldúkspoka, stungið ofan í mjólk-
urbrúsa og bjórtunnur, og jafnvel
lokaður inni í kötlum, sem voru log-
soðnir aftur. En hann slapp alltaf
einhvernveginn. . . .“
Greftrunardansar voru algengir
meðal Forn-Egyptum. Ættingjar hins
framliðna reyndu að lýsa mannkost-
um hans með dansi og klæddust þá
gjarnan fötum hans og settu á sig
grímu, sem tákna átti svip hans.
|
1
Í
X
o
í
I
'V'
I
&
NY BDK:
Ævisaga U^eiðfirðings'
Endurminningar Jóns Kr. Lárussonar
»rá Arnarbæil
1 þessari ævisögu kennir margra grasa, því höfurn; -,rinn hefur frá
mörgu að segja, og kann manna bezt að klæða frásögn .a iit og lífi.
Margar þær myndir, sem hann dregur upp af mörr.um og viðburð-
um, eru svo glöggar, að seint líður úr minni.
Kaflar í bókinni heita: Bernskuárin. 1 Arney. Fyrstu sjóferðir.
Á þilskipi, Háseti á Fram, Stýrimaður á „Portlandi", Friðrik, Stýri-
mannaskólinn, Skipstjóri hjá Thorsteinsson, 1 Sellóni, Skipstjóri á Álft-
inni, Ég flyt frá Sellóni, Á „Gunnari", Þrír útgerðarmenr., Tveir Jón-
ar, Búskapur i Arney, 1 Arnarbæli, Erfið ár, Stykkishólmsferðir, Me.-in
og málefni, Ég flyt frá Amarbæli, Keflavíkurþáttur, Ég gerist Reyk
víkingur. — 1 viðbæti er sagt frá kofnafari við Breiðafjörð og nokkr-
ar sagnir, sem hann kallar: Margt býr í sjónum.
Jón Kr. Lárusson var farinn að líkamskröftum síðustu árin og löng-
um rúmfastur. En hann var mjög vel hress andlega, minnið trútt og
með öllu óbilað. Á síðastliðnum vetri hóf hann að rita endurminn-
ingar sínar, þótt aðstaða væri með fádæmum erfið: Hann lá á
sjúkrabeði — oft sárþjáður -— gat engra hjálpargagna notið við rit-
störfin, og varð hvað eftir annað að leggja frá sér blað og penna,
þegar þrautirnar voru sem mestar. En honum miðaði ótrúlega vel
áfram. Hann vissi, að vist sinni hérna megin grafar væri þá og þeg-
jar lokið. Og réttum fjórum mánuðum eftir að hann hóf starfið, hafði
hann lokið við að rita bókina. Það reyndist rétt, að ekki væri lang-
'ur tími til stefnu, því að 16. september síðastliðinn, um það leyti
sem verið var að ljúka við prentun bókarinnar, andaðist Jón Kr.
Lárusson.
Þetta er að mörgu leyti merkileg bók, sannorð og berorð lýsing á
vi og kjörum alþýðumanns.
Upplag bókarinnar er lítið og ættu bókamenn að hafa það í huga.
Bókaverslun ísafoldar.
1
I
i
1
\
$
0-
$