Vikan


Vikan - 17.11.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 17.11.1949, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 46, 1949 FELUMYND Finnið þið aðra konu á myndinni? en hún skyldi eftir bréf til yðar, og annað til mín. Ég faldi yðar bréf.“ En hvað þetta líktist Denny! Enda þótt hún væri alveg utan við sig, hugsaði hún samt um að vernda þá fjölskyldu, sem hún svo dyggilega hafði þjónað. Og innst inni vissi Garth, að það hafði einmitt verið þetta, sem hann hafði vænzt, allt frá síma- hringingunni. En honum hafði virzt Lissa miklu rólegri, þegar hann fór frá henni, og bréfið, sem hún hafði skrifað honum seinna, og þar sem hún sagði honum frá áformum sínum að fara af landi burt eins fljótt og hægt væri, hafði full- vissað hann um, að hún að lokum hafði lært að taka lífinu rólega. En svo hafði hún talað víð Tony. Og í dag hafði Tony verið hjá Nödu. Hann hafði vogað sér------Ægileg reiði gagntók hann. ,,fig gerði allt, sem ég gat fyrir hana,“ sagði Denny, er hún sá svip hans. „Guð blessi hana, mig dreymdi ekki augnablik um, að hún hefði í huga að gera eitthvað þessháttar. Það er hræði- legt, herra Garth. Og ég er hrædd um, að það verði mikil vandræði í sambandi við þetta — réttarhöld og þess háttar." ,,Mér þykir mjög fyrir því að hafa leitt allt þetta yfir yður, Denny,“ sagði Garth. „Ég hefði aldrei átt að koma með hana hingað." „Þannig megið þér alls ekki tala.“ Denny var nú aftur orðin hún sjálf. ,,Þér bjuggust aldrei við, að þetta kæmi fyrir — og betra er, að það kom fyrir hjá einhverjum, sem þér þekkið. Ég hef losað mig við alla, sem hafa komið til að skipta. sér af því, sem þeim kom ekki við.“ Garth settist og strauk hendinni þreytulega yfir ennið. Aðeins, ef hann gæti verið viss um, að blöðin legðu það ekki út á verri veg. „Segið mér nú nákvæmlega frá þvi, sem kom fyrir," sagði hann. Það var ekki mikið að segja. Lissa hafði farið 1 gönguferð eins og hún gerði á hverjum degi, og er hún kom ekki heim til morgunverðar, fór Denny að verða hrædd. Og svo — seint um miðjan daginn — hafði drengur nokkur komið hlaupandi og sagt henni, að „unga konan" hefði fundizt í fljótinu og verið væri að koma með hana heim. Þegar Denny hafði búið um rúmið — hafði hún fundið þessi bréf. Henni fannst hún vera neydd til að sína lækninum bréf sitt, en hann hafði látið lögregluna fá það — mjög stutt bréf, þar sem Lissa bað um fyrirgefningu fyrir þá fyrirhöfn, sem hún hafi bakað henni, en sagði, að henni fyndist ekki ómaksins vert að lifa leng- ur. Gamla konan hafði geymt bréf Garths. Hún rétti honum það nú — þykkt bréf. Hann stakk því í vasann. Frú Dennyson tók lakið af líflausu verunni í rúminu, og Garth stóð lengi kyrr og starði, og bitur reiði fyllti hjarta hans. Veslings stúlkan! Og þó var erfitt að finna tli meðaumkunar með henni. Ólýsanlegur friður hvíldi yfir andliti henn- ar. Stuttu síðar fór hann niður aftur, og, þegar ið upp úr vasanum og tók bréfið upp. Eins og hann hafði búizt við, var þar einnig bréf til Tonys. Hann lagði það til hliðar og fór að lesa síðustu orð Lissu til hans sjálfs: „Ég bið yður — fyrirgefið viér! Þér hafið verið dásamlegur við mig, en ég get ekki lifað áfram. Ég get heldur ekki vœnzt þess, að þér haldið áfram — ég vil ekki vera yður til ama, og þér hafið einnig aðra til að hugsa um. Ég hef hugsað og hugsað, þangað til allt liring- snerist fyrir augunum á mér, og ég get nú séð, að allt það, sem komið hefur fyrir, er mér að kenna. Ég veit nú, að allt er vonlaust. Ef til vill er ég bleyða, en ég get ekki byrjað að lifa ein míns liðs. Guð blessi yður — ef guð er til. Ég lield að ég muni brátt fá að vita það.“ Lissa. Garth álasaði sér fyrir það, sem komið hafði fyrir. Hversvegna hafði honum ekki þegar i byrjun verið ljóst, að taugar hennar gætu ekki staðizt þessa raun? Og hann hugsaði: Ef ég hefði getað sagt Nödu það, hefði .hún getað hjálpað. Lissa þurfti að tala við aðra konu, sem þekkti sögu hennar. Nú yrði Nada að fá að vita það. Það hefði ef til vill verið betra, ef hann hefði sagt henni það strax. Eða hversvegna hafði hann ekki farið til Shirley? Ó, guð, hugsaði hann óhamingjusamur og bit- ur. Hann hringdi til vinar síns, sjúkrahússlæknis- ins, sem þegar hafði verið tilkynnt, hvað komið hafði fyrir. „Það er mjög slæmt að vera viðriðinn slíkt mál, vinur," sagði Dr. Harvey Walton. „En ekkert er hægt að gera við þvi nú. Ekki er annað hægt, en að taka þvi vel. Komið hingað, þá getið þér sofið hér í nótt.“ „Já, þakka yður fyrir!" Garth tók tilboðinu með gleði. Hann og Walton höfðu tekið próf um leið. Og Walton var duglegur og skynsamur mað- ur. Það var heiman frá honum, sem Garth hringdi til London. Það leið stutt stund áður en hann fékk sam- band. Svo heyrðist syfjuleg rödd Tonys í sím- anum: „Það er Garth — —“ „Hamingjan góða — á þessum tima nætur!“ sagði Tony. „Ef við þurfum að tala saman, eig- um við þá ekki að gera það á öðrum tíma?“ ,,Ég hef ekkert persónulegt að tala við þig um,“ svaraði Garth, „en ég hef dálítið að segja þér. Lissa Grey er dáin — hún drekkti sér í dag.“ „Hvað ertu að segja? Guð minn góður!" Tony var glaðvakandi. „Hún skildi eftir bréf til þín,“ sagði Garth. „Það mun eflaust koma þér í vandræði.1 „Meinarðu, að það muni verða líkskoðun og yfirheyrslur ? Og, að það muni koma í blöðun- um? Hver veit, að hún skildi eftir bréf til mín?“ Tony var utan við sig af hræðslu. „Enginn!" Tony andvarpaði af feginleik. „1 al'máttugs bænum segðu þá engum frá þvi. Heyrðu Garth, ef þessi saga verður sögð, er ég búinn að vera. Allt er komið undir þessu flugi. Og þú þekkir Bulverton gamla — —“ Já,Garth þekkti alltof vel Bulverton. Hann var stjórnarmeðlimur í sjúkrahúsi Garths. , „Ég er hræddur um, að þú krefjist of mikils af mér, Tony,“ svaraði Garth. „Heyrðu nú,“ sagði Tony. „Ég veit, að þér finnst ég bölvaður þorpari, og ef þú ert mann- legur, geturðu ekki annað en glaðzt yfir að hefna þín á mér, en-------" „Það er ekkert í sambandi við-------“ „Jæja — ég vil ekki ræða um það, en ég þarf að segja þér svolítið viðvíkjandi heimsókn minni til Nödu, sem er mikils virði fyrir framtíðar- hamingju þína.“ Það var líkt Tony að hika, og augljóst var, að erfitt var fyrir hann að segja það, sem hann var að segja. „Það eina, sem ég MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Maggi: Hvað sagðirðu að það héti, Palli? Palli: Lirfa, það er að segja silkifiðrildi á vissu þroskastigi. 2. Maggi: Er þá silkifiðrildi þarna inni? Palli: Þetta eru vetrarheimkynni silkifiðrild- anna. 3. Palli: Jæja, setjum nú svo, að þú komir hingað næsta vor, athugaðir þennan stað, sæir fallegt fiðrildi spretta upp. Hvað mundir þú álíta um það? 4. Maggi: Ég mundi segja, að það væri vitlaus lirfa!!!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.