Vikan


Vikan - 17.11.1949, Blaðsíða 1

Vikan - 17.11.1949, Blaðsíða 1
„LIFAÐ OG LEIKIÐ66 Minningar Eufemíu Waage. ::: : ' Vikumii er það ánægjuefni að geta flutt á forsíðu nýja mynd af þessari virðulegu reykvísku konu, í tilefni af því, að nýlega eru komn- ar út minningar hennar, á vegum Bókfellsútgáfunnar, færðar í letur af Hersteini Pálssyni ritstjóra. Blaðið lét taka þessa mynd af henni fyrir nokkrum dögum og þykir mikill fengur í að birta hana. Eufemía Waage er dóttir Indriða Einarssonar, hins þjóðkunna leik- listarfrömuðar, Jens B. Waage, maður hennar, var stoð og stytta leikstarfseminnar um áratugi, son- ur hennar, Indriði Waage, er nú einn bezti leikari og leikstjóri landsins og sjálf lék hún 39 hlut- verk hjá Leikfélagi Reykjavíkur á árunum 1905—1920. Eufemía Waage fer ekki mörgum orð- um um sína eigin leikstarfsemi í bókinni, en víða kemur hún inn á þau mál og segir m. a.: „Þá kem ég að sjónleikjunum, sem hafa elt mig eins og syndin alla mína ævi. Þegar faðir minn kom hingað til lands 1878 eftir sex ára útivist, var hann strax fenginn til að stjórna sjónleikjun- um í bænum. Áður hafði Sigurður Guð- mundsson málari haft leikstjórnina á hendi. Hafði hann jöfnum höndum verið leiðbeinandi og málað tjöldin, en hann andaðist árið 1874 eða 1875. Held ég, að Framhald á bls. S. EUFEMIA WAAGE. (Öskar Gíslason ljósmyndari tók myndina).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.