Vikan - 17.11.1949, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 46, 1949
HEIMILSÐ
o
»iiiiniiiiiiiiniiii»imiiiiiiiimnmnnmiiiiiiinnmiiHiiiiiinniiinniiiiii»iiiiininiimiiwnniiimHiiiniiiH»iMMOHiinnnmi>,
Prófaðu skapgerð þína!
Matseðillinn
Dagmarsúpa.
2 1. kjötsoð, 60 gr. svínakjöt, 1
lítill laukur, 1 sneið seljurót, 80
gr. smjör, 50 gr. hveiti, 1 kg.
tómatar, Salt. Pipar, 1 matskeið
brytjuð péturselja.
Svínakjötið er skorið niður og soð-
ið með lauknum, seljurótinni og 40
gr. af smjöri í 10 mínútur. Tómat-
arnir eru skornir sundur, látnir út
í og síað í 20 mínútur. Þá er það
siað. Það, sem eftir er af smjörinu,
er brætt, hveitinu hrært út í og
þynnt með kjötsoðinu og tómatsós-
unni og' látið sjóða í 5 mínútur. Pét-
urseljunni er bætt út í og salti og
pipar eftir smekk. Litlar eggjaboll-
ur eru bornar fram í súpunni.
Saltfiskréttur
með tómötum.
1 kg. saltfiskur, 150 gr. smjör,
1 matsk. niðurskorin péturselja.
1 laukur, y2 1. tómatsósa, % 1,
vatn, % 1. fisksoð, pipar.
Saltfiskurinn er afvatnaður og roð-
ið og beinið tekið úr honum. Þá er
hann skorinn niður í smástykki (um
það bil 5 cm. á hvern veg). Smjörinu,
niðurskornum lauknum, tómatsós-
unní, soðinu og vatninu er hrært
saman og síðan látin koma upp á
I>ví. Saltfiskstykkjunum er bætt út
í og allt soðið í lokuðum potti við
hægan hita í 20 mínútur.
*
HÚ5RÁÐ
Þegar þér gefið börnum mat, skul-
ið þið skammta lítið, því auðveldara
er þá að fá börnin til að borða. Ef
þau langar i meira, geta þau beðið
um það, en hinsvegar kostar það oft
mikið stjapp að fá þau til þess að
borða ef mjög mikið er borið fram.
Tízkumynd
Svartur kvöldkjóll.
Ameríska kvikmyndaleikkonan Eliza-
beth Taylor. (Frá Metro Goldwyn-
Mayer)
Amerískur sálfrœðingur, að nafni dr. Donald A. Laird, hefur útbúið „próf‘c
til þess að rannsaka, hvernig skapgerð manna sé farið. Hér eru sýnishom:
1. próf.
Eruð þér tortryggin(n) ?
Já Nei
1. Aðhafast vinir yðar oft það, sem fær yður til þess
að líða illa? ..............
2. Finnið þér oft til .þess, að þér séuð einmana í fjöl-
mennum hópi ? ..............
3. Finnst yður lífið stundum svo dauflegt, að þér hugsið
um aðra hluti ? ...... .:.....
4. Er fólk oft óheiðarlegt við yður? ....,.........
5. Hafið þér stundum lagt árar í bát, af því að fólk
hefur verið óheiðarlegt gagnvart yður? * ..............
6. Er fólk stundum svo vont við yður, að þér séuð niður-
dreginn og sálpíndur af því? ..............
7. Þekkið þér fólk, sem er svo niskt, að þér hatið það? ................
8. Hugsið þér oft um hættulega hluti? ...............
9. Hugsið þér oft um, að þér munið ef til vill missa
eitthvað, sem er yður mikils virði, s. s. stöðu yðar,
peninga eða ástvini? ..v...........
10. Eruð þér oft hugsandi út af vinum yðar og atvinnu? ....................
11. Reynir fólk oft til þess að koma verkum yfir á yður? ..................
12. Finnst yður atvinna yðar oft svo erfið, að yður langi
til þess að segjá henni upp? ..... ........
Meðaltalið er 4 svör játandi. Ef þau verða fleiri táknar það, að yður er
hætt til tortryggni.
2. próf.
Hafið þér sjálfstraust ?
1. Segið þér, hvað yður býr í brjósti, ef menn ætla að
leika á yður?
2. Viljið þér sjálfir ráða fram úr málum yðar, eða viljið
þér aðstoð annarra?
3. Getið þér unnið verk yðar ótruflaður, þótt menn áfell-
. ist yður fyrir það ?
4. Eruð þér kaldur og rólegur, þótt illa gangi fyrir yður?
5. Leitið þér sjaldan álits manna hvað þér ættuð að gera,
hvert þér ætlið o. s. frv. ?
6. Ef þér verðið þess var, að þér hafið gert skyssu biðj-
ist þér afsökunar á því? t .
7. Eigið þér létt með að tala við menn?
8. Eruð þér hrifinn af því að kynnast nýju fólki?
9. Farið þér úr mannfagnaði og af fundum á skynsamleg-
um tíma, án þess að aðrir sýni á sér fararsnið?
10. Borðið þér þann mat, sem þér teljið hollan, þótt yður
finnist hann ekki bragðgóður eða lystugur?
11. Vinnið þér verk yðar timanlega 4n þess að þér séuð
minntir á það?
3 2. Vinnið þér að starfa yðar þangað til honum er lokið?
Já Nei
Meðaltalið er 8 jákvæð svör. Ef svörin eru færri, bendir það til þess, að
þér hafið fremur lítið sjálfstraust.
Það er ekki hættulegt að drekka •
vatn eftir að hafa borðað ávexti. En
helzt ætti maður ekki að drekka
vatn eftir venjulegar máltíðir, við það
þynnist magasafinn.
! ! !
Flugfreyjur eru núorðið í öllum
farþegaflugvélum. 1 Bandaríkjunum
giftast 22% flugfreyja sig far-
þégum, sem þær kynnast á leiðunum.
SAS (norska, danska og sænska
flugsambandið) hefur nú yfir 100
flugfreyjur í þjónustu sinni um allan
heim.
; | i
1 Hong-Kong á hver húseigandi
eða leigjandi að hafa kött. I stórum
húsum verða að minnsta kosti að
vera þrír kettir, eða svo mæla lögin
fyrir.
1 meðalstórum karlmannsfötum
eru 57,6 km. af tvinna.
! ! !
•
Brúðkaupsferðir geta verið margs-
konar. Þegar John Allen og Gladys
Moore giftu sig, gaf faðir brúðgum-
ans þeim kafbát í brúðargjöf og
eyddu þau hveitibrauðsdögunum
niðri á botni á Karabiskahafi.
Kona ein í Suður-Afríku lá veik.
Hún veðjaði við lækninn, að hún
gæti ungað út eggjum og eftir þrjár
vikur tókst henni það.
! ! !
Marie af Medici notaði einu sirmi
32,000 prelur á einum kjól. Svo
skrautlega búin var hún þegar hún
lét skýra son sinn og Hinriks IV
árið 1601.