Vikan


Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 22

Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 22
Horft yfir Byron Bay við austurstrond Queensland. þeim eru um hundraö og fjöru- tíu mismunandi tegundir í Ástralíu. Þær eru þó fljótar aö hafa sig á brott verði þær varar mannaferða. Litlar eölur (15-20 cm) skjót- ast til og frá og gera mönnum hverft við en þær eru mein- lausar. Spáð er löngu og heitu sumri. Vonandi verður þurrk- urinn ekki of mikill. Ástralía er land andstæðn- anna. Þurrkur eða flóð. Hvor- ugt gott. Það verður aö muna að fara sparlega með vatnið. ( þorpum og bæjum eru víða vatnstankar við húsin þar sem safnað er regnvatni til drykkjar og heimilishalds. Að láta vatn renna er hin mesta óráðsía og bruðl. Slíkt gerir enginn viti borinn hér. í þorpinu Narrabri er ein löng og breið aðalgata og við hana standa allar helstu versl- anir, bankar og pósthús. Þarna eru tveir stórmarkaðir, þrír kjötkaupmenn, bakarí, ein þrjú apótek ásamt tiskuversl- unum staðarins. Fjölmargir veitingastaðir og sjoppur, hótel, krár og mótel. Einu sinni í viku kemur fisk- söluvagn og þar eru skrítnir fiskar á ferli! Galdurinn við að elda þá er að krydda rétt. Helst eitthvað annað og meira en eingöngu pipar og salt. ( rauninni er best, sé þess nokkur kostur, að versla á stóra fiskmarkaðnum í Sydn- ey. Aðalsælgætið þar er risa- rækjan („king prawn“) og laxinn. Ástralskir utanbæjar- menn taka með sér „eskið" sitt (sem er kælitaska), fylla af fiski og ís og setja í frystinn þegar heim er komið. ■ Einu sinni í viku kemur fisksölu- vagn og þar eru skrítnir fiskar á ferli! ■ Gífurlegur áhugi er fyrir íþróttum. Sjónvarpið helgar allan laugardag- inn íþróttum, hvort sem það er nú ástralskur fótbolti, rugby, krikket eða annað. ■ Sérstök stemmning fylgir því að sjá kvikmyndir á risastóru tjaldi úti. Margir taka með sér garðstóla og sitja fyrir framan bílinn sinn. ■ Rétti kona fram höndina, þegar hún er kynnt fyrir karlmanni, kemur furðusvipur á manninn! Ekki er laust við að ódýrara sé að kaupa í matinn hér en heima. Tveir pottar af mjólk kosta 1,72 A$, (ástralski doll- arinn er tæpar 50 krónur ís- lenskar), bakki með tólf stórum, góðum eggjum 1,79 A$, niðursneitt fjölkorna- brauð 1,25 A$, stór kjúklingur 4,00 A$, eitt kíló af kartöflum 1,00 A$, helgarblað „The Australian" kostar 70 cent og fylgir því litmyndablað með fróðlegum greinum. Dugir það oftast til lestrar alla vikuna. Kaupi maður fleiri blöð finnst manni að hægt sé að sjá trén í skóginum falla eitt af öðru. Hvítvínsflaska er á verðinu 2,99-20,00 A$. Afar gott hvít- vín kostar 8,00-10,00 A$. Áströlsk vín eru mörg hver fræg og býsna góð. Margir þorpsbúar fara norð- ur til næstu borgar, Tamworth, sem er í tveggja klukkustundu aksturs fjarlægð, til þess að versla. Þetta er um þrjátíu þúsund manna borg, umlukin skógi vöxnum hæðum. Þareru stærri markaðir, meira úrval og margir sækja líka þangað ýmiss konar þjónustu. - Gras- ið er alltaf grænna hinum meg- in við lækinn. Við matargerð og bakstur er auðfundið aö hveitið og eggin eru betri en heima enda er þetta eitt besta landbúnaðar- hérað álfunnar. Ekki er laust við að það hvarfli að manni að auðvelt sé að selja (slending- um lélegt hveiti. Kartöflurnar þurfa lengri suðu því að þæreru mjölmeiri. Kindakjötið er miklu grófara en það íslenska, þarf mikið krydd og lengri suðu. Þegar mjög heitt er í veðri laðar ilmurinn allar flugur sveitarinnar að svo það er betra að elda lamba- kjötið að vetri til en hafa léttari fæðu á sumrin. íslenska lambakjötið er sælkeramatur miðað við það ástralska. Hér er lífsnauðsyn að kunna að aka. Konur hér eru hinir bestu bílstjórar ekki síður en annars staðar. Sveitakona þarf að versla, aka börnunum til og frá (þrátt fyrir skólabílinn) þvf að þau taka flest þátt í ein- hverjum keppnisíþróttum. Slíkar keppnir fara fram í þorpunum í kring um helgar. Gífurlegur áhugi er fyrir íþrótt- um. Sjónvarpið helgar allan laugardaginn íþróttum, hvort sem það er nú ástralskur fót- bolti, rugby, krikket eða annað. Aki bóndakonan ekki býður hún einangruninni heim. Ekki er þó hættulaust að aka. Risastórir trukkar og flutningabílar af öllum stærð- um og gerðum eiga leið um allan sólarhringinn. Þeir aka með minnst 100 km hraða á klst. Að mæta þeim að kvöld- lagi á þjóðveginum er eins og að sjá risastórt uppljómað jóla- tré koma æðandi á móti sér. Stundum finnst þér að þeir hljóti að sópa bílnum þfnum út af veginum líkt og pappa- kassa. Tekur umferðin sinn miskunnarlausa toll af manns- lífum hér sem annars staðar. Einn þessara trukka ók yfir einn eða tvo hjólreiðamenn án þess að verða þess var. Bíl- stjórinn var stöðvaður á næsta áfangastað og sögð tíðindin. Nokkuð er hér um innlenda ferðamenn á leið norður á bóginn í hitann þegar kólna tekur í Sydney og þar um kring. Margir gefa sér þó tíma til þess að skoða þjóðgarðinn Mt. Kaputar sem er í aðeins 70 km fjarlægð. Þessi skógi vöxnu fjöll gefa staönum svip- mikinn blæ og litbrigðin um sólarlagsbil eru mikilfengleg. MARGT ER SÉR TIL GAMANS GERT Hér er ekkert kvikmyndahús en bílabíó sem er ákaflega vinsælt. Miðinn kostar 10,00 A$ fyrir bílinn. Sérstök stemmning fylgir því að sjá kvikmyndir á risastóru tjaldi úti. Margir taka með sér garð- stóla og sitja fyrir framan bílinn sinn. Hafa jafnvel með sér nesti, svo sem eins og eina pitsu og eitthvað gott að drekka. Þegar kólnar í veðri er nóg að hafa með sér teppi og sitja inni í bílnum. ( Narrabri er ein stærsta myndbandaleiga í Nýja Suður- Wales. Hvorki meira né minna en tíu þúsund spólur sem þú getur valið á milli! Nýjar kvik- myndir kosta 5,00 A$ í sól- arhring en aðrar eru á 2,00 A$ og lánstíminn ein vika. Ekki er 22 VIKAN 13. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.