Vikan


Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 49

Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 49
kosti fjörutíu blaðamenn, flest- ir frá Bandaríkjunum og Bret- landi, að spyrja tónlistarmenn- ina spjörunum úr á göngum og í skúmaskotum hingað og þangað. Andrúmsloftið „bak- sviðs" var að öðru leyti af- slappað og menn voru ekkert að bíða eftir því að klukkan yrði tólf svo að þeir gætu nú komið sér í almennileg sukk- partí í þessu sérkennilega landi. Flestir hljóðfæraleikar- anna fóru beint heim að sofa að hljómleikunum loknum, enda flugu þeir úr landi eld- snemma daginn eftir þar sem þeirra biðu önnur verkefni í öðrum löndum. Það var glampandi sólskin allan daginn meðan hljóm- leikarnir fóru fram og allar stór- stjörnurnar voru sammála um að það væri sérstök upplifun að koma hingað. Þetta sögðu þeir ekki bara við mig og aðra fslendinga. Þeir sögðu þetta líka við Vanesu - og hún var ekki að taka viðtöl fyrir ís- lenska sjónvarpið eða Stöð 2. Eiríkur Hauksson var fyrstur á sviðið og kom áhorfendunum samstundis í urrandi stuð ... ARTCH Margt amerískara hér en í Noregi Þegar klukkan var að ganga þrjú steig fyrsta hljómsveitin inn í hvelfinguna miklu; Artch frá Noregi með Eirík Hauks- son í broddi fylkingar. Hann hefur ekki komið fram hér á landi síðastliðin tvö ár en það var engum blöðum um það að fletta að hann var í essinu sínu, enda hefur hann greini- lega fengið að þróa sig I þeirri músík sem hann hefur mestan áhuga á; þungarokki. Hann æddi um sviðið með rauðan makkann sem nær niður fyrir herðar og naut hverrar mínútu enda var engu líkara en hann vildi faðma að sér allan áhorf- endaskarann og hann hafði orð á því á milli laga hvað hann væri feginn að vera kom- inn heim. Vanesa Warwick stóð skammt frá mér og ég sá það á henni, þegar ég laumaðist til að gjóa augunum til hennar stöku sinnum, að henni fannst töluvert til um piltinn. Eftir að Artch hafði lokið leik sínum tók hún Eirík líka tali og sagði mér seinna að henni fyndist hann lofa góðu, enda hefði hún vit- að af honum áður en hún kom til Islands. Ég náöi hins vegar tali af nokkrum af strákunum í hljómsveitinni og spurði hvern- ig þeim hefði fundist að spila fyrir landa Eiríks. „Hann hefur nú sagt okkur frá fólkinu hérna,“ sagði Brent Jansen bassaleikari, „þannig að við bjuggumst við fjörugum áhorfendum, sem við fengum líka. En það sem hefur komið okkur mest á óvart hérna er að ísland er óllkt öðrum Evrópu- löndum. Mér finnst margt ein- hvern veginn amerískara hér heldur en heima f Noregi og við urðum að koma hingað til að trúa því hvað þið eruð framarlega á mörgum sviðum, eins fámenn og þið eruð.“ Norsku strákarnir sátu lengi vel saman við eitt borð í mót- tökuherberginu en það var erf- iðara að ná í Eirík. Hann var á þönum út um allt og hafði mörgum hnöppum að hneppa. BULLET BOYS FJOLDISKIPTIR ENGUMÁLI Fyrsta platan frá Artch hefur selst í meira en fimmtíu þús- und eintökum og útlit er fyrir að nýjasta platan seljist í tvö- falt stærra upplagi. Bullet- Boys, sem voru næstir á dagskrá, hafa selt mun fleiri plötur, enda eru þeir eldri í hettunni eins og sjá mátti á sviðsframkomunni. Hljóm- sveitin var samt ekki eins góð og Artch og fátt eftirminnilegt af henni nema blaðrið í söngv- aranum á milli laga. Hann minnti mig á langdrukkinn smáborgara sem nýtur þess að tala og virðast elskulegur en veltir því þó ekkert fyrir sér hvort einhver er að hlusta á hann eða ekki. Samt var hann að sjálfsögðu allsgáður og fátt torkennilegt við hann annað en mikill andlitsfarðinn. Áhorf- endurtóku virkan þátt í músík- inni eins og reyndar hjá Artch og öllum hinum hljómsveitun- um og fyrir bragðið náðu þeir sér vel á strik. Af og til rottuðu þeir sig saman skammt frá trommunni, eins og þeir væru að tala saman um eitthvað sem enginn mátti vita um, og spruttu svo tvíefldir upp þegar minnst varði. Þeim fannst greinilega ægilega gaman þarna. Þegar ég náði tali af þeim „á bakvið" á eftir spurði ég Mick Sweda gítarleikara hvernig honum hefðu líkað móttökurn- ar. Mick: Við vorum einmitt að tala um þetta áðan. Viö vorum alveg undrandi yfir því hvað fólkið tekur virkan þátt í músíkinni. Það öskrar með, veifar höndunum og fílar þetta í botn. Vikan: En nú eru þetta mun færri áhorfendur en þið eigið að venjast á stórum hljómleik- um erlendis. Mick: Það er ekki fjöldinn sem skiptir máli. Ég hef spilað á tífalt fjölmennari hljómleikum [ Los Angeles og þar gerist ekkert. Fólk bara gónir á okkur og gapir eins og við séum ein- hverjir vitleysingar. Hérna eru ósvikin viðbrögð. 13. TBL.1991 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.