Vikan


Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 55

Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 55
skrárinnar..." Hann þagnaði, augun galopin. „Hvað ertu ... ? Heyrðu!" Greg lét eins og hann heyrði þetta ekki og kveikti í bol stráksins. Hann brann reyndar bara vel. Strákurinn stökk í átt að Greg, enn með Peþsi- flöskuna í höndunum. Höfuðverkur Gregs versn- aði. Hann yrði að gæta sín. „Láttu mig fá þetta!" öskraði strákurinn. Greg hélt í hálsmálið á bolnum með tveimur fingrum, til- búinn að sleppa honum þegar hann yrði of heitur. „Láttu mig fá þetta, fávitinn þinn!“ Greg setti höndina á miðja bera bringu stráks- ins og hrinti honum eins fast og hann gat. Strákur- inn flaug yfir herbergið, reiðin varð að algeru áfalli og - loksins - því sem Greg vildi sjá: ótta. Hann lét bolinn falla á flísagólfið, tók upþ Pepsi- flöskuna og hellti því sem eftir var í henni á rjúk- andi bolinn. Strákurinn vætti varirnar, virtist ætla að segja eitthvað og æþti síðan: „Hjálp!" „Já, þú þarfnast sannarlega hjálpar," sagði Greg. „Ég ætla líka að hjálpa þér." „Þú ert brjálaður," sagði frændi George Harveys og æpti síðan aftur, hærra: „HJÁLP!“ „Það má vel vera,“ sagði Greg. „En við þurfum að komast að því hver er fávitinn hérna. Skilurðu mig?“ Hann leit niður á Pepsiflöskuna í hendi sér og sveiflaði henni skyndilega grimmdarlega í hornið á skjalaskápnum. Hún brotnaði og þegar strákur- inn sá skörðóttan hálsinn í hendi Gregs beinast að sér öskraði hann. Klofið á gallabuxunum hans, sem orðið var nærri hvítt, dökknaði skyndilega. Hann náfölnaði. „Þegar ég fer út á götu er ég í hvítri skyrtu," sagði Greg. „Þegar þú ferð út ertu í einhverri druslu með sóðaorðbragði. Hver er þá fávitinn?" „Ég stend hérna hreinn og strokinn,“ bætti Greg við og kom örlítið nær, „og það rennur piss niður báða fætur þína ofan í skó. Svo hver er fá- vitinn?“ Hann otaði flöskuhálsinum í átt að berum rifjum stráksins og frændi George Harveys fór að gráta. „Ég hljóma eins og mannvera,'1 sagði Greg, „og þú hljómar eins og svín í leðju, drengur. Svo hver er fávitinn?" Hann beindi flöskunni að honum aftur; einn oddurinn rakst í húðina fyrir neðan hægri geir- vörtu stráksins og framkallaði örsmáan blóð- droþa. Strákurinn háorgaði. „Ég er að tala við þig,“ sagði Greg. „Hver er fá- vitinn?“ Hann gat ekki horft beint á blóðdropann; hann myndi tryllast ef hann gerði það, hvort sem þetta var frændi George Harveys eða ekki. „Hver er fávitinn?" „Ég,“ sagði strákurinn og fór að kjökra eins og lítið barn. Greg brosti. „Þetta er byrjun. En ekki alveg nógu gott. Ég vil að þú segir „Ég er fáviti." “ „Ég er fáviti," sagði strákurinn, enn kjökrandi. Horinn flæddi úr nefinu. Hann þurrkaði það með handarbakinu. „Segðu nú bara eitt í viðbót. Segðu „Þakka þér fyrir að brenna þennan dónabol, Stillson borgar- stjóri.“ Strákurinn var ákafur núna, hann sá undan- komuleið. „Þakka þér fyrir að brer.na þennan dónabol." Eins og elding renndi Greg einum oddinum yfir mjúkan maga stráksins, svo blæddi undan. Þetta var grunnt sár en strákurinn öskraði eins og allir drýslar helvítis væru á eftir honum. „Þú gleymdir að segja Stillson borgarstjóri," sagði Greg og við það hvarf höfuðverkurinn. Hann leit fánalega á flöskuhálsinn í hendi sér og mundi varla hvernig hann hafði komist þangað. Hann hafði næstum kastað öllu á glæ vegna eins strák- bjálfa. „Stillson borgarstjóri!" Strákurinn öskraði. Skelfingin var fullkomin og alger. „Stillson borgar- stjóri! Stillson borgarstjóri!" „Þetta nægir," sagði Greg. ....stjóri! Stillson borgarstjóri! Stillson ..." Greg gaf honum bylmingshögg í andlitið og strákurinn rak höfuðið í vegginn. Hann þagnaði, augun tóm og starandi. Greg kom þétt upp að honum og tók um bæði eyru hans. Hann dró andlit stráksins að sínu þar til nef þeirra snertust. „Frændi þinn hefur völd hérna," sagði hann mjúklega. „Ég hef líka völd hérna - en ég er eng- inn George Harvey. Hann er fæddur hér og upp- alinn. Og ef þú segðir honum hvað hér gekk á gæti honum dottið í hug að stöðva mig af í Ridge- way. (hugaðu því þetta. Ef þú segir honum þetta og hann bolar mér burt mun ég líklega drepa þig. Trúirðu því?“ „Já,“ hvíslaði strákurinn. Kinnarnar voru votar. „Já, Stillson borgarstjóri." „Já, Stillson borgarstjóri." Greg sleppti takinu á eyrunum. „Já,“ sagði hann. „Ég dræpi þig en fyrst myndi ég segja öllum sem heyra vildu að þú hefðir pissað á þig og stað- ■ Greg setti höndina á miðja bera bringu stráksins og hrinti hon- um eins fast og hann gat. Strákurinn flaug yfir herbergið, reiðin varð að algeru áfalli og — loksins — því sem Greg vildi sjá: ótta. ið hérna skælandi með horinn rennandi úr nef- inu.“ Hann sneri sér snöggt frá stráknum eins og væri vond lykt af honum, náði í plástur úr hillu og þeytti honum í strákinn. Greg benti. „Baðherbergið erþarna. Þrífðu þig. Ég ætla að lána þér bol. Ég vil fá hann hreinan til baka, enga blóðbletti. Skilurðu það?“ „Já,“ hvíslaði strákurinn. „Ég ætla bara að gefa þér eitt gott ráð að lokum,“ sagði Greg. „Ekki fara að imynda þér að þú getir tekið þetta mál upp aftur. Það yrðu verstu mistök lífs þins. Og hugsanlega síðustu." Við það fór Greg eftir að hafa litiö á strákinn með fyrirlitningarsvip í síðasta sinn. Greg veðjaði við sjálfan sig í huganum að hann myndi aldrei sjá né heyra frá þessum strák aftur og vann veðmál- ið. Síðar í vikunni hitti hann George Harvey og hann þakkaði honum fyrir að „koma vitinu fyrir“ systurson sinn. „Þú hefur góð áhrif á þessa krakka, Greg,“ sagði hann. „Ég veit það ekki... þeir virðast bera virðingu fyrir þér.“ Greg sagði honum að minnast ekki á það. * 2 * Meðan Greg Stillson var að brenna bol í New Hampshire voru Walt og Sara Hazlett að borða síðbúinn morgunmat í Bangor í Maine. Walt var með dagblaðið. Hann lagði frá sér kaffibollann. „Gamli kærast- inn þinn komst í blöðin, Sara.“ Sara var að mata Denny. Hún var í sloþpnum, hárið úfið og áttatíu prósent hugans voru enn sof- andi. Þau höfðu verið í veislu kvöldið áðurtil heið- urs Harrison Fisher fulltrúadeildarþingmanni. Walt hafði drukkið miklu meira en hún. Samt var hann fullklæddur og virtist hress meðan henni fannst hún á kafi í krapi. Þetta var óréttlátt. „Ertu að tala um Johnny Smith?" spurði Sara. „Þann eina sanna.“ Henni brá við að sjá hve stór fyrirsögnin var. MAÐUR SEM VAR ( DAUÐADÁI FÆRIR SÖNN- UR Á DULRÆNA HÆFILEIKA Á ÁTAKAMIKLUM BLAÐAMANNAFUNDI. David Bright var skrifaður fyrir fréttinni. Meðfylgjandi mynd sýndi Johnny, horaðan og ringlaðan, standa yfir Roger nokkrum Dussault, blaðamanni í Lewiston. Blaðamaður fellur íyfirlið eftiropinberun, stóð undir myndinni. Sara sökk niður á stólinn við hliðina á Walt og hóf lestur greinarinnar. Þegar hún var búin að lesa hana las hún hana aftur. Augu hennar hvörfluðu aftur og aftur að myndinni, að ringluðu andliti Johnnys með hryllinginn uppmálaðan í svipnum. Fólkið í kringum hinn liggjandi Dussault horfði á Johnny allt að því með hræðslusvip. Það skildi hún vei. Hún mundi eftir kossinum og skrltna svipnum sem hafði komið á hann þá. Og þegar hann sagði henni hvar týnda hringinn væri að finna hafði hún verið hrædd. En Sara, það sem þú óttaðist var ekki alveg það sama, varþað? „Ha?“ Sara leit upþ þegar Walt nálgaðist. „Ég sagði að þetta væri fjandi góð brella fyrir mann sem hlýtur að skulda sjúkrahúsinu næstum hálfa milljón dollara." „Um hvað ertu að fa/a? Hvað áttu við, brella?" „Nú, vitanlega," sagði hann og virtist ekki taka eftir að hún var reið. „Hann fengi sjö, kannski tíu þúsund dollara fyrir bók um slysið og dauðadáið. En hafi hann vaknað skyggn úr dáinu eru engin takmörk fyrir hvað hann gæti þénað." „Þetta er engin smávegis ásökun,“ sagði Sara. Hún var mjóróma af reiði. Hann sneri sér að henni, fyrst undrandi og síð- an skilningsríkur á svip. Skilningsríki svipurinn gerði hana ennþá reiðari. Ef hún ætti fimmeyring fyrir öll þau skipti sem Walt Hazlett hafði haldið sig skilja hana gætu þau flogið til Jamaica á fyrsta farrými. „Fyrirgefðu að ég skyldi nefna þetta," sagði hann. „Johnny færi ekki að Ijúga frekar en páfinn færi að ... færi að ... þú veist.“ Hann skellihló og minnstu munaði að hún tæki upp kaffibollann hans og fleygði honum í hann. Þess í stað fléttaði hún fingur sína þétt saman undir borðinu og kreisti. „Ég hef ekkert á móti honum, elskan," sagði Walt. „Ég virði hann raunar fyrir þetta. Ef Fisher, þessi feiti afturhaldsseggur, getur orðið milljóna- mæringur á fimmtán árum með setu á löggjafar- þinginu þá á þessi náungi fullan rétt á því að næla sér í eins mikið og hann getur með því að þykjast vera skyggn ..." „Johnny lýgur ekki,“ endurtók hún lágróma. „Jæja þá,“ sagði Walt, „hann lýgur ekki. En ég trúi bara ekki...” Sara sagði lágt: „Sjáðu fólkið fyrir aftan hann, Walt. Sjáðu sviþinn á því. Það trúir honum." Walt rétt leit á myndina. „Já, á sama hátt og krakki trúir á töframann - meðan á brellunni stendur.11 „Heldurðu að þessi Dussault hafi verið leppur? Þeir Johnny höfðu aldrei hist áður, eftir því sem fréttin segir." „Annars virkar blekkingin ekki, Sara,“ sagði Walt þolinmóður. „Annaðhvort vissi Johnny Smith eitthvað eða hann var heþþinn með ágiskun þyggða á hegðun Dussaults. En ég endurtek að ég virði hann fyrir það. Hann fékk heilmikið út úr því. Og ef hann getur þénað á því, þá verði hon- um að góðu.“ Á þessu andartaki hataði hún hann, fyrirleit hann, þennan góða mann sem hún hafði gifst. Það var í rauninni ekkert hryllilegt á bak við góð- mennsku hans og stöðugleikann - nema sú trú sem virtist grópuð í sál hans að allir væru að skaraeld aðsinni köku, hverog einn í sínu braski. 13. TBL. 1991 VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.