Vikan


Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 26

Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 26
vanur. Og segir aö ég geti al- veg gert þetta fyrir systur mína að fara. Nú ég fór, ákveðin í að láta mér leiðast. Þá er það saga mannsins míns. Hann er fæddur og upp- alinn í Keflavík og var orðinn 25 ára þegar þetta gerðist. Hans tími ( Ungó var liðinn. Hann haföi ekki komið þangað lengi og ætlaði ekki í bráð. En vinur hans þrábiður hann um að koma með sér þetta kvöld. Hann (vinurinn) var að sverma fyrir stelpu sem ætlaði að vera þarna um kvöldið (systir mín, frétti ég seinna). Hann lætur tilleiðast. Ég sit þarna við borð ásamt vinum systur minnar og var ákveðin í að skemmta mér ekki á þessum hallærisstað. Nú, þá var verið að bjóða sígarettur. Nei takk. Ég reyki ekki. Reykir þú ekki? segir ein- hver. Nei. Má bjóða þér upp í dans? Nú, ég gat svo sem alveg eins dansað eins og að húka við þetta borð þarna úti í horni. Þetta var í maí 74 og við höf- um dansað saman síðan. ■ Ég kynntist honum þannig. Það var hringt í mig og ég var beðin um að skutla manni til Sandgerðis sem ég og gerði. Og viti menn, ást við fyrstu sýn. í dag erum við hamingju- samlega gift. ■ Við höfðum reyndar þekkst í fjölda ára eða alveg frá æsku en þá hittumst við fyrst þegar við vorum 11 og 9 ára. Þá ákvað hann að þessi stúlka skyldi verða konan hans. ■ Við kynntumst á dansleik í Þórscafé. Hann bauð henni í dans. Hún sagöi nei, en skipti stuttu seinna um skoðun og bauð honum í dans. Hann sagði já. ■ Við hittumst í júlí 73. Ég beið í biðröð fyrir framan skemmtistað á leið á ball. Þá kom ungur maður aðvífandi með lúður og blés upp í eyrað á mér og spurði hvort ég elsk- aði sig ekki enn. Ég var að vonum öskureið með hellu fyr- ir eyrunum. En þetta er nú maðurinn minn í dag. ■ Okkar fyrstu kynni voru eins og happdrætti. Við lentum saman sem par á menntaskóla- balli á Laugarvatni. Það var með þeim hætti að þegar mætt var á ballið var hver og einn látinn draga sér vísupart (fyrri eða seinni hluta). Þeir sem drógu sömu vísu döns- uðu saman. Ég man nú ekki vísuna í augnablikinu en hún endaði svona: ... við skulum hátta, elskan min! PÓSTURINN f VIKUNNI KEMUR TIL HJÁLPAR Árið 1980, um haustið, leit ég í Vikuna og sá að ungur strákur var að óska eftir pennavinkonu. Þar sem mér leist vel á piltinn dreif ég mig í að skrifa honum. Sið- an skrifuðumst við á fram að jólum og í janúar 1981 bauð hann mér í bíó. Síðan giftum við okkur í maí 1982 og skírðum elstu dóttur okkar um leið. ■ Við kynntumst heima hjá eiginmanninum í kynningar- partii fyrir bróður eiginkonunn- ar og systur eiginmannsins. ■ Foreldrar mínir kynntust á Atlavíkurhátið, ég held 2-3 árum áður en þau giftu sig, og segja sjálf að þau hafi verið óaðskiljanleg síðan. Sem dæmi um það kom pabbi á puttanum frá Snæfellsnesi (en hann er þaðan úr sveit) hingað til Austfjarða til að stoppa í fáeina daga og lenti í því að labba nærri heila nótt á Möðrudalsöræfum. ■ Ég sá hann fyrst í apríl 1978. Vá hvað ég varð skotin og vá hvað ég var feimin. Það var æðislegt þegar ég komst að því að hann var líka skotinn og líka feiminn. Sumardegin- um fyrsta það árið gleymum við ekki því þá byrjaði allt. Við fórum á ball í Sigtúni og þá loksins skildum við að við vildum vera saman og erum búin að vera saman síðan. ■ Tildrög þessarar atburða- rásar voru þau að eins og margir unglingar sótti ég sveitaböllin af kappi. Á einu slíku kynntist ég strák og var að dillast með honum þetta ballið. Daginn eftir kom hann síðan að heimsækja mig og mæltist eftir frekari kynnum. Besti vinur hans var með hon- um - og kolféll ég fyrir „vinin- um“. Er ekki að orðlengja það að síðan höfum við verið gift í nítján yndisleg ár. ■ Við kynntumst við ákaflega rómantískar kringumstæður, f skíðaskála fyrir framan log- andi arin á síðkvöldi. ■ Kynntumst í útilegu í Laug- ardalnum í Reykjavík. Við vor- um nokkrar stelpur sem höfð- um ekki efni á að fara á dýrt mót um verslunarmannahelg- ina sumarið 1973. Hann og vinir hans höfðu frétt af því að einhverjar stelp- ur ætluöu í Laugardalinn og þar sem þeir höfðu ekki farið neitt skelltu þeir sér bara þangað líka. ■ Kynni okkar hófust inni í ís- helli undir Vatnajökli - í Kverk- fjöllum 1989. Upp úr því fóru hjólin að snúast og það endaði í hnappheldunni sem er alveg yndislegt. ■ Við kynntumst á bílaþvotta- plani á Höfn í Hornafirði. Ég spurði nokkrar stelpur hver vildi kyssa mig. Ein steig þá fram og kyssti mig. Síðan héldu okkur engin bönd. SPENNANDI SÆNGUR- ÞJÓFNAÐUR ■ Hér kemur lýsing á% því hvernig ég kynntist mínum manni. Það var í október 1982. Ég sá hann fyrst í bíó og hugsaði: „En hvað þessi strákur er myndarlegur," um leið og hann gekk framhjá. Svo féllust mér hendur. Hann var í stór- um gallabuxum og þær voru svo síðar um rassinn. Það hefði sennilega veriö hægt að setja púða inn í buxurnar. Þaö hittist þannig á að við sátum nálægt hvort öðru. Eftir á, þegar við kynntumst, sagöi hann að honum hefði litist svo vel á mig í bíóinu. Þetta var á (safirði. Ég er þaðan en hann var að vinna þar tímabundið við borun fyrir Hafna- og vita- mál. Næstu vikur eftir bíóið sá ég honum stundum bregða fyrir á Landróver sem var vinnubíll og alltaf leist mér betur og bet- ur á hann. Ég var orðin ást- fangin af honum án þess að þekkja hann nokkuð. Á laugardagskvöldi fórum við vinkonurnar á ball. Þegar við komum inn var hann þar. Ég varð mjög ánægð og von- aðist til þess að við næðum saman. Ég þorði ekki að reyna við hann svo ég var að vona að hann myndi reyna við mig. Þegar leið á ballið horfðum við voða mikið hvort á annað en þorðum ekki að reyna neitt. Það endaði þannig að vinkona mín náði í hann. Ég hafði ekki sagt neinum að ég væri hrifin af honum. Mér var það því kappsmál að koma í veg fyrir að þau næðu saman. Strákarnir buðu okkur samt í partí sem við þáðum. I' partíinu var mjög gaman. Meðal annars fórum við í vatnsslag. Mértókst að koma í veg fyrir að þau yrðu saman. Þegar komið var undir morgun fór ég heim og tók sængina hans með mér. Ég var að stríöa honum. Hann hafði sagt að ég myndi ekki þora það. Á leiðinni heim átti ég alltaf von á því að hann kæmi á eftir mér til að sækja sængina. En hann var með aðra svo hann notaði hana bara og hugsaði með sér að ég kæmi og skilaði hinni. Þegar ég kom heim var 26 VIKAN 13. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.