Vikan


Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 23

Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 23
þó aö finna evrópskar myndir eða textaðar myndir. Fólki finnst skelfileg tilhugsun að þurfa að lesa texta með mynd! Ekki er vafamál að mikið er horft á imbann enda sjón- varpsstöðvarnar aðeins tvær (4-5 í borgunum) og sjaldan nokkuð bitastætt nema helst fréttir og fréttaskýringaþættir. Þó má nefna þætti eins og Austurbæingana og Hello, hello, sem eru vinsælir, auk áströlsku sápuframhaldsþátt- anna sem sýndir eru síðdegis. Af og til koma ferðaleikhóp- ar, hljómlisarmenn og söngv- arar til bæjarins og þá er um að gera að grípa gæsina því að oftast er eingöngu um eina sýningu eða skemmtun að ræða. ÖLANGANDI HEIMUR KARLMANNSINS Sennilega er best að telja krárnar hér með. Þær eru ein- ar þrjár. Krárnar í Ástralíu eru heimur karlmannsins. Þær eru ekki eins notalegar eða falleg- ar og margar enskar krár en bjórinn þykir góður og það eitt að horfa á þessa skeggjuðu karla í stuttbuxum með hatta drekka ölið sitt er atriði út af fyrir sig. „Schooner" er stórt ölglas sem tekur næstum hálfan lítra af öli, kostar 1,50 A$ en „middies" (285 ml) kostar 1,00 A$. (Drottningarfylki (Queens- land) er framleiddur bjór með heitinu XXXX. Gárungarnir segja að það sé vegna þess að Drottningarlandsbúar kunni ekki að stafa oröiö bjór. Oft er hent gaman að íbúum Queenslands - ekki ósvipað og Hafnfirðingunum heima. Áströlum utan stórborganna kemur yfirleitt ekki til hugar aö taka konu sína meö á krá. Ferðalangar geta gert það en ekki þeir. Konum er reyndar ekki lengur óheimill aðgangur að opinberum börum en sums- staðar er salernið aðeins fyrir karlmenn! Föstudagskvöldin eru vin- sælust. Önnur kvöld sitja þarna næstum eingöngu karl- menn eftir vinnu og koma þeir sér heim þegar búast má við að konan sé búin að elda og helst koma krökkunum í rúmið. [ Narrabri eru starfandi að minnsta kosti þrír klúbbar, golfklúbbur, keilu-klúbbur og RSL-(Returned Servicemen Leaguejklúbbur. Allir hafa þeir ágætishúsnæði, rúmgóða sali og bari. Þarna eru haldnar veislur, kvöldverðir og dans- leikir. Auk þess hefur RSL- klúbburinn tugi spilakassa þar sem auðvelt er að eyða sparifénu á einu kvöldi. Spilafíkn er mikil meðal Ástrala. Lottóin blómstra og óspart er veðjað á hesta. Sagt er að landsmenn eyði þelmingi meiru í fjárhættuspil og veð- reiðar heldur en til landvarna eða um þremur billjónum dala á ári. KURTEISI KOSTAR EKKI PENINGA Fólk er ákaflega kurteist og vinsamlegt. Fólk er formlega kynnt fyrir öllum viðstöddum og ærinn höfuðverkur að reyna að muna öll nöfnin. Þyk- ir sjálfsagt að heilsa síðan öll- um með nafni, hittist fólk síðar, til þess að sýna aö þú hafi nú getað lært nafn viökomandi. Karlmenn heilsast með handabandi en konur yfirleitt ekki. Rétti kona fram höndina, þegar hún er kynnt fyrir karl- manni, kemur furðusvipur á manninn! Allir spyrja hvernig þér líði eða hvernig gangi, þegar þeir heilsa. Ætlast er til svars og verður þú að spyrja hins sama. Tekur þetta ævinlega drykklanga stund. Viðkomandi manneskju er samt ekki svona umhugað um heilsu þína og ekki er ráðlegt aö fara út í langar lýsingar á heislufari eöa ööru. Það er ekki tilgangurinn. Þetta er siðvenja sem venst en ekki er laust við að þetta vefjist fyrir útlengindum. Hins vergar er tískan ekki eins snúin eða margbrotin. Peningarnir eru notaðir í aðra hluti en fatnað sem reyndar oftast er stuttbuxur, bolur og hattur ásamt hinum ómissandi sólgleraugum. í sól og hita er einfalt að bjóða til grillveislu í hádegi eða að kvöldlagi og klæðnað- ur allur óformlegur. Segir manni hugur um að tískudömur Reykjavíkur myndu finna fátt eitt við sitt hæfi og telja Ástralina langt á eftir í tískukapphlaupinu. Þeim stendur líka hjartanlega á sama um það. LITLIR KASSAR. . . Flestir vilja búa í einbýlishús- um með rúmgóðri lóö. Húsin eru þó af öllum stærðum og gerðum. Afborgun húsnæðis- lána er erfiður baggi á mörg- um fjölskyldum. Er það sama sagan og heima. Fjörutíu prósent af vinnuafl- inu eru konur en aðeins helm- ingur þessara útivinnandi kvenna er giftur. Meðalfjöl- skyldan á tvö til þrjú börn og þrjátíu prósent fjölskyldna eiga tvo bíla. Ekki er lagt eins mikið upp úr húsnæði og húsgögnum og á íslandi því að mestan hluta ársins er hægt að vera úti. Þá eru hús yfirleitt alls ekki hituð nema þá með rafmagnsofnum að vetri til. Veturinn er í júní, Börn í skólabúningi fara fylktu liði um Narrabri. Takið eftir höttunum. ■ Veturinn er í júnl, júlí og ágúst. ■ Áströlum utan stórborganna kemur yf irleitt ekki til hugar að taka konu sína með á krá. ■ Allir spyrja hvernig þér líði eða hvernig gangi, þegar þeir heilsa. Ætlast er til svars. ■ Margir þorpsbúar fara norður til næstu borgar, Tamworth, sem er í tveggja klukkustunda aksturs fjarlægð, til þess að versla. júlí og ágúst. Kvarta þá margir um kulda, einkum þó eldra fólk og enga gjöf veit ég hafa kom- ið sér betur en íslenska ullar- sokka og íslensk ullarnærföt. Þá er algengt að í húsum sé arinn. í sveitinni er auðvelt aö verða sér úti um eldivið og fer öll fjölskyldan oft út í skóg um helgar til þess að safna eldi- viði. Sérhver á sér sitt sæti við eldinn og hafi einhver verið svo skynsamur að slökkva á sjónvarpinu má vera að sögð sé áströlsk gamansaga. Frh. á næstu ODnu 13. TBL. 1991 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.