Vikan - 11.05.1950, Síða 7
VIKAN, nr. 19, 1950
7
Mesta peningafölsun mannkyns-
sögunnar. Framhald af bls. 4.
Nachtstern og aðrir nýkomnir fangar,
fengu tilsögn hjá þeim, sem vanari voru
verkinu. Þeim voru kennd að þekkja öll
leynimerki og tákn, sem Bank of England,
prýðir með seðla sína. Þeim var sagt
margt viðvíkjandi peningafölsun.
Nachtstern vann fyrst um þriggja mán-
aða skeið við aðgerðir á seðlamótunum,
jafn óðum og ‘þau slitnuðu. Hin hárfínu
strik, sem eru t. d. á fimm punda seðlun-
um, urðu alltaf að vera skýr og greini-
leg. Og þessi fínu strik eru mörg.
Svo þurfti að eftirlíta eða aðgæta alla
seðlana. Nachtstern var, innan skamms
látinn vinna við það. Þótti honum það létt
og gott verk.
Eftir að seðlarnir höfðu verið prentað-
i'r, voru þeir tvisvar athugaðir. Fyrst voru
þeir gegnumlýstir með afarmikilli ná-
kvæmni. Ef nokkur galli kom í ljós, var
seðlinum fleygt. Hverjum eftirlitsmanni
voru fengnir 500 seðlar, er hann skyldi
athuga yfir daginn.
í fyrstu fengu eftirlitsmennirnir ekta
seðla til samanburðar. En að nokkrum
tíma liðnum voru þeir orðnir svo leiknir
í starfinu, að þeir þurftu ekki á ófölsuð-
um seðlum að halda. Allir seðlar, sem ó-
gallaðir reyndust, voru skrásettir og
færðir á spjaldskrá.
Þá voru seðlarnir látnir í bindi og sett-
ir í birgðageymsluna. Það var stórt her-
bergi, en alltaf fullt með falsa seðla.
Stöðugt voru sendar birgðir af þessum
seðlum til Berlínar. Þar voru þeir skoð-
aðir mjög nákvæmlega. Það var sjaldgæft
að seðlar væru sendir aftur til Sachsen-
hausen, vegna galla. Það kom eitt sinn fyr-
ir, að það vantaði númer á seðil. En það
orsakaðist af því að prentvélin, eða mót-
ið, hafði lítilsháttar skemmzt. Og hafði
þessu ekki verið veitt athygli í Sachsen-
hausen. Þessi seðill var sendur til baka frá
Berlín, og var rautt blýantsstryk um-
hverfis gallann.
í spjaldskránni fannst nafn fangans,
sem ábyrgur var fyrir þessum annmarka
á seðlinum. Og fékk hann auðvitað refs-
ingu fyrir gáleysið.
Allar tilraunir til skemmdarverka voru
kveðnar niður með harðri hendi.
Eitt sinn hurfu tuttugu og einn af
fimm punda seðlunum. Stormsveitar-
mennirnir urðu ofsalega reiðir. Leit mik-
il var hafin. Allt dót fanganna rannsak-
að, og kroppaskoðun framkvæmd. En ekki
fundust seðlarnir.
Grunur féll á vissan fanga, sem ekki
þótti góður verkamaður. Hann neitaði því
að hafa tekið seðlana. Var hann þá pínd-
ur til sagna. Játaði hann að hafa tekið
seðlana og brennt. Sagðist haún með því
hafa ætlað að koma illu á félaga þá, er
höfðu ákært hann fyrir slóðaskap. Mað-
ur þessi var hengdur.
Samanborið við venjulega meðferð á
Gyðingur í þýzkum fangabúðum, má
segja að föngunum í „Blokk 19“ hafi liðið
vel. Maturinn var auðvitað lélegur og
refsingum var beitt við og við. En þarna
var hlýtt og notalegt. Fangar, í öðrum
,,blokkum“, þjáðust af kulda. Þeir voru
látnir vinna úti illa klæddir, hvernig sem
viðraði.
Framliald á bls. 14.
Heitkona Errols Flynn.
Þetta er tilvonandi eiginkona
Krrols Plynn, sem lengi hefur kunn-
ur verið fyrir kvennafar, og er hún
rúmensk prinsessa, búsett ásamt
móður sinni í París. Heitir hún Irene
Chica.
B
IJ
F
F
A
L
O
B
I
L
L
Buffalo Bill: Halló, þið þarna! Dreyfið ykkur ekki! Buffalo Bill: Þeir heyra ekki til vegna orustugnýsins. mín Hermaður: Það er úti um okkur. Þeir Indíánarnir gera enn sinni áhlaup. einu
Hermaður: Sjáðu Bill! Þarna er einn hópur Indíána, þeir hafa falið þangað til núna. enn sig hafa brotið alla vörn okkar á bak aftur. Indíáni: Niður með hundana. hvítu
Indíánarnir ráðast á Hermaður: Við verðum að Indíánarnir hafa brotið niður Buffalo Bill: Við skulum fylgja
þá fáu menn úr hópi hjálpa þeim Bill! alla mótspyrnu og flytja nú burt þeim eftir, óséðir!
Buffalo Bills, sem Buffalo Bill: Það er of seint. fangana.
berjast enn. — Buff- Þeir eru búnir að tapa.
alo Bill og tveir af
mönnum hans standa
skammt frá og fylgj-
ast með bardaganum.