Vikan


Vikan - 11.05.1950, Qupperneq 11

Vikan - 11.05.1950, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 19, 1950 11 •iiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiaMma Framhaldssaga: ||■ll||■MIIMMIMIMI■l■lll■IIIMIIIII■■M■ll■■MIIIM■IIIIMIIMIMIIIM■IIIMIIMMIIIIMIMIM■■lltMMIMIMIMMIIMMII EIRÐARLA UST LÍF 30 Eftir ANN DUFFIELD „Við að missa stöðu mina," sagði hann. „Missa stöðu þína, — þú?" Andlit hans var harðneskjulegt og augun köld — hann leit rölega á hana. „Já, ég, Beatrice! Ég hef þegar misst stöðu mína við að kvænast enskri konu. Og ef þessi enska kona fær að umgangast sina kunningja, mun ég mis'sa meira — traust húsbónda míns og félaga." Hún skildi hann ekki enn. „Þú — Þú hefur tapað á að “kvænast mér! Hún starði vantrúuð á hann.“ Aftur brosti Mustapha. en það var ekki fallegt bros. „Það undrar þig, er það ekki? Þér fannst 'pú lítillækka þig við að giftast Mustapha Aziz, ég hef engu gleymt, Beatrice, þú sýndir mér það við mörg tækifæri — eða reyndir að gera það — með þvi að fyrirlíta þjóðerni mitt. Heldurðu, að ég hafi ekki tekið eftir þvi? Ekkert fór fram hjá mér. Þú hélzt, að þú gætir sært mig með þvi að minna mig á, að ég er Tyrki! Jæja," hann leit á hana — „ég er Tyrki — og Allah veri lofaður fyrir það! Og þú góða mín, ert tyrknesk eigin- kona. Og þú munt haga þér samkvæmt þvi." „Þú — þú meinar . \ .“ „Eg meína það, sem ég segi. Þú munt haga þér samkvæmt mínum óskum. Og þú munt betur og betur ge'ta skilið, að ég í raun og veru er Tyrki." Skyndilega varð rödd hans blíðari: „Ég vildi ekki særa þig Beatrice. Ég skil þig, hvernig þú litur á málið, en mikilvægari mál eru í veði en per- ‘ sónuleg þægindi þín. Ég hef gefið skipanir min- ar, og þeim verður að hlýða!" „Og hver hefur gefið þér þessar skipanir?" Spurningin kom sem byssuskot. Mustapha Aziz bretti brúnir. ,,Það kemur þér ekki við!" ,,En ég veit, hver það er!" hrópaði Beatrice, „og ég vil ekki láta undan þeim. Ég vil það ekki!" „Ekki? Áttu annars úrkosta?" Hann hélt henni i hendi sér. því að hún átti ekki annars úrkosta — hvernig gat hún átt það ? Terry — búgarðurinn — ef hún færi frá Must- apha nú, hvað n undi þá verða með Terry og starf hans? Hún var veidd i giidru, sem hún sjálf hafði sett upp, og Mustanha Aziz vissi það. Þetta var verðið - og hafði hún ekki vitað, að hún yrði að greiða verðið? En þá hafði hún aðeins litla hugmynd um, hve hátt þetta verð gæti orðið. Hún leit nú aftur á úngu stúlkuna, sem hafði verið áfjáð í að koma fram með boð sitt, og það var sem hún sæi barn! Og samt hikaði hún ekki. Hún vildi borga nú og halda áfram að borga — fyrir Terry. „Ég hef spillzt þessa fyrstu mánuði," hugsaði hún, „ég var hamingjusöm . . .“ Mustapha horfði íhugandi á hana. „Jæja?" spurði hann. ,,Ég á ekki annars úrkosta!" sagði hún. „Allt í lagi — Þá er það ágætt. Vertu ekki svona sorgmædd á, svipinn, barn! Ég ætla ekki að múra þig inhi. Við förum út eins og vana- lega — saman. Jæja, og nú bið ég þig um að fara — ég hef svo mikiö að gera." Hún sagði Veru frá örvæntingu sinni og á- kvörðun, eins og hún nú segði henni allt. „Mustapha er ósveigjanlegur! Ég er fangi hans." \ „Dæmdu ekki of hart, Beatrice. Mustapha Aziz hefur mikilli stöðu að gegna, og að halda stöðu sinni og stjórna hér i Tyrklandi nú á dögum, er erfiðara en að dansa á slappri línu." „Ert þú á hans bandi?" Beatrice Jeit undr- andi á Veru. ,,1'þessu tilfelli þarf hann enga vörn," svaraði Vera rólega. „Hann velur einu leiðina, sem hægt er.“ „Já, það sagði hann!" Beatrice kastaði sér á stóran gólfpúða, sem var viö hliðina á stól Veru. „Og það virðist, sem ég, stjórnmálalega séð, sé fótakefli fyrir hann!" hélt hún áfram. „Hann sagðist hafa misst félaga sina við að kvænast mér." Vera lagði höndina á dökkt hár hennar og strauk það blíðlega. „Það er erfitt fyrir ykkur Englendinga að skilja skoðanir Austuriandabúa," sagði hún. „Þér fannst þú gera honum heiður með því að gift- ast honum. Og það gerðirðu einnig, jafnvel Mustapha fann þetta. En hinir — Stambul í heild — Tyrkland í heild — voru reiðir. Það er stolt- ur kynflokkur, og þeir líta- ekki bliðari augum á þessi biönduðu hjónabönd en þið sjálf. Við það bætist svo, áð stjórnmálunum nú sem stendur er mjög beitt gegn Englandi — England er hatað, og menn óttast það, með eða án ástæðu. Þú getur þá áreiðanlega skilið, að það að eiga enska konu, og það konu, sem hefur sambönd, er — til að nota vægt orð — mjög vandasamt ástand fyrir Mustapha, sem er hægri hönd hans hátignar." „En, hversvegna r kvæntist hann þá enskri konu?" hrópaði Beatrice. „Hversvegna var hann á eftir mér, neyddi mig til að giftast sér . . .“ „Veiztu ekki hversvegna, barn?“ „Ég liélt, að ég vissi það. Ég hélt — að hann e'lskaði mig . . .“ „Það gerði hann líka!“ sagði Vqra fljótt. ,,Það hefur ekki varað lengi," sagði Beatrice hægt og biturlega. „Ást hans var aum — einskis vírði. Og samt, í París — var hann . . .“ ..Þannig er hann," sagði Vera. „Og þannig eru þeir allir, held ég. Alltof sterkur logi, sem eyð- ist af sjálfu sér, en stundum glæðist hann aft- ur.“ „Aldrei! Ekki í þessu tilfelli." „Er þin ást þá einnig dauð?" spurði Vera blið- lega. „Hún hefur aldrei verið til — ég var ástfaHgin," sagði Beatrice. Ofsalega — heilluð af honum! En það var ekki ást. Svo langt komst það aldrei! Ó, annað nafn er til yfir þetta — nafn, sem ég skammast min fyrir að nefna . . .“ Vera fann, að kinnar Beatrice voru logandi heitar, og hún hugsaði: En hvað þær eru ein- kennilegar þessar norrænu konur — þær skamm- ast sín fyrir sínar eigin ástriður, taugar og til- finningar — sem við erum stoltar af. Vera brosti yfir drúpandi höfðinu og hélt áfram að strjúka dökka hárið. „Ást getur orðið til af því, sem þú vilt ekki nefna!" sagði hún. ,,Hjá sumum konum. ef til vill. Ekki hjá mér!" svaraði Beatrice. „Heldurðu, að ég geti elskað mann, sem tekur mig upp og kastar mér frá sér eftir geðþótta sínum? Sem leitar ekki annars hjá mér en . . . sem lítur aðeins á mig sem . . ." „Austurlenzk kona gæti það," svaraði Vera, og Mustapha Aziz er sjálfur Austurlandamaður. Hann hefur ekki sært þig vísvitandi. Hann fvigir aðeins eðli sínu." „Ef til vill —“ Beatrice hreyfði sig órólega á stóinum. „En ég — ég get ekki elskað þannig piann." „Er það satt?" spurði Vera. „Það er satt!" „Ást þín er dauð?" „Hún hefur aldrei lifað — hún hefur aldrei getað fæðzt." Drykklanga stund sátu þær þegjandi, svo leit Beatrice á Veru og sagði: „1 dag talar þú máli Mustapha. Og samt varstu um daginn ósammála honum og studdir migf" „Ég vissi ekki þá, það sem ég veit nú," svaraði Vera. „Hann hefur talað við Ghaziann eftir það," sagði Beatrice. „Er það það, sem þú átt við?" „Já!" „Ég hélt það." Beatrice hikaði. „Hversvegna varðir þú mig eiginlega um daginn? Hversvegna fannst þér ég þá hafa rétt fyrir mér?" „Ég þekkti ekki allar aðstæður. Ég hélt, að Mustapha væri grimmúðlegur að ófyrirsynju, og ég óttaðist, að þú — ég var hrædd um að þú mundir vilja — fara burt — valda bæði þér sjólfri og honum óhamingju." „Það mun ég aldrei gera!" „Er það ekki, Beatrice?" „Ég gœti gert það," svaraði Beatrice með harð- gerðu brosi, „en það er dálítið, sem bindur mig hér." „Faðir þinn?" „Já, faðir minn!" ‘ Vera lagði hendurnar um unga andlitið og at- hugsaði það alvarlega. „Beatrice," sagði hún, „þetta er erfitt fyrir þig. Ef þú ættir barn —- —“ „Guði sé lof, að ég á ekkert barn — — og mun ekki eignast neitt barn!" Orðin sluppu út úr henni og hrollur fór um hana. Vera sá og heyrði og vissi nú fyrir vist, að Beatrice hafði talað sannleikann — hún elskaði ekki Mtistapha Aziz! 25. KAFLI Sólin fékk yfirhöndina og komst hærra og hærra á loft með hverjum deginum, sem leið. Veturinn fór og vorið kom frá Asíu, blítt og mik- ið. Tyrkland kastaði vetrardvalanum af sér og sneri sér að vorinu. Frá Angora komu nýjar skipanir, nýjir úrskurð- ir. Menn Ghazíans sögðu, að ógjömingur væri að framkvæma sumar þeirra, en orðabók Ghazí- ans innihélt engin slik orð. Embættismenn voru skyndilega hækkaðir í tign og jafn skyndilega sviptir tignarstöðum sinum —- menn töluðu um handtökur og eitthvað enn verra. Og mitt í allri ringulreiðinni, orðrómnum og slúðrinu gekk Mustapha Aziz, strangur og alvar- legur, teinréttur, stöðugt að koma fram með skip^ anir sínar. Fleira en eitt enskt andlit, sem voru vel þekkt í Pera, hurfu skyndilega, og sáust ekki meir. „Mustapha Aziz sýnir vígtennurnar," sagði Pera eftirvæntingarfull yfir, hver sá næsti yrði Og fólk íhugaði hvort Beatrice vissi, hvað var að gerast, og hvemig hún liti á þetta allt. Allan veturinn höfðu menn athugað Beatrice, eins og þeir höfðu gert frá giftingu hennar, $g að lokum gaf hún ástæðu til umtals og orðróms ög hina vafasömu ánægju, sem er i því að segja: „Við sögðum það alltaf!" Lengi höfðu menn ekkí getað orðið þessarar ánægju aðnjótandi, en nú var stundin komin! Nú var það, að hinir gáfuðu

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.