Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 36, 1950
7
* Úr ýmsum áttum —
Karldýr mýflugunnar er ekki hinn
litli, þögli náungi, sem menn hafa
lengi álitið hann vera. Hann suðar
. . . en í tónhæð, sem mannlegt eyra
getur ekki heyrt. Dr. M. C. Kahn
New York hefur tekið upp á plötu
suð karlflugunnar. Þegar hún er
leikin hægt, geta menn heyrt þetta
suð.
! ! !
Bíllinn, sem Ferdinand erkihertogi
og kona hans óku í, þegar þau voru
myrt árið 1914 var mikill óhamingju-
bíll. Þangað til hann gjöreyðilagð-
ist í árekstri árið 1926, lenti hann
í sex slysum, þar sem sex manns
létu lífið og yfir tuttugu særðust.
Bíllinn skipti um eiganda sextán
sinnum.
Hjá mörgum hálfvilltum þjóðum t.
d. hjá fornaztekum og mörgum mú-
hameðstrúarmönnum borða konumar
aldrei með karlmönnunum. Hjá
Betsjúönum, þjóðflokk í Afriku,
hefur enginn séð konunginn matast.
Drottningar hans bera fyrir hann
matinn, en þær verða að snúa sér
undan, á meðan hans hátign neytir
fæðunnar.
i i t
•e • •
Fornmenn notuðu sand og vatn
eða viðarösku og vatn í stað sápu.
1 gamlatestamentinu er talað um
,,sápu“, en það er ekki vitað, við hvað
er átt. Sumir halda því fram að það
sé átt við jurt, sem hafi verið notuð
til þvotta.
! ! !
Dýpsti hellir, sem fundzt hefur, er
í ölpunum — undir Dent des Crolles.
Franskir fjallgöngumenn komust
árið 1947 um 720 metra niður í
hellinn.
Páskasólin dansar, eins og allir
vita; en fyrr á öldum álitu menn, að
hún dansaði af gleði vegna upprisu
Krists.
! ! !
Lady Gough skrifaði bók um siða-
venjur um 1861. Henni fannst það
óviðeigandi, að verk karl- og kven-
rithöfvmda stæðu hlið við hlið í
bókaskápnum. Henni fannst það þó
afsakanlegt, ef rithöfundarnir voru
hjón, en það var tiltölulega sjald-
gæft.
! ! !
Meðan á áfengisbanninu í Banda-
ríkjunum stóð (1920—33) stóð, voru
þekktar tvennskonar tegundir af
whisky á leynimarkaðinum. Annað
var nefnt ,,Kanína“, sem kom mönn-
um til að stökkva og hlaupa eftir
nokkur glös, en hitt var nefnt
„Ikorni", sem kom mönnum, sem
þess höfðu neytt, til að klifra upp
í tré og símastaura.
Á 19 öld, gáfu enskir herragarðs-
eigendur, sem fóru í veiðiferðir
þrisvar eða fjórum sinnum í viku,
oft hestum sínum whisky og vatn.
Þeir áiitu það góða hressingu eftir
erfiða veiðiferð.
! ! i
Eitt af hreinlegustu dýrum heims-
ins er . . . rottan. Eftir hverja mál-
tið hreinsar hún sig mjög vel, á lík-
an hátt og kötturinn gerir.
! ! !
Orðið „páskar" er komið af
hebreska orðinu ,,passah“, en það
þýðir ,,vægð“, og á það rót sina að
rekja til þess, að frumburðum
Israelsmanna var hlíft við að vera
drepnir, meðan á dvöl þeirra í
Egypta-landi stóð. Gyðingar flýðu
land, eins og kunnugt er.
; ; ;
Margar frumstæðar þjóðir trúa því,
að hellar séu inngangarnir í annan
heim.
B
IJ
F
F
\
L
O
B
I
L
L
1 einum af sölunum í Piney víginu.
Hickock: Hvernig komumst við
héðan úr víginu?
Jóhanna: Við erum umkringd.
Custer herforingi: Það er ekki um
annað að ræða, vinir mínir--------
Custer herforingi:
Bíðið, það er kannske
möguleiki á að komast
burt. Komið með mér!
Hickock: Það verður hættu- Og þeir fylla lofttaelginn af
legt. lofti.
Custer herforingi: Hugsaðu
þér, ef hann heldur ekki.
Buffalo Bill: Verið óhræddir.
Þeir fara inn í herbergi, sem
þeir finna loftbelg i.
Hermaðurinn: Hér er matarforði til
ferðalagsins.
Buffalo Bill: Það er okkur ánægja
að hjálpa yður.
Custer herforingi: Og svo fljúgið þið
til Leavenworth.
Custer herforingi: Buffalo Bill: Við Custer herfor-
Verið þið sælir, vinir komum bráðum aftur. ingi: Gangi
mínir! _ ykkur allt að
óskum!
Gulhandi ráðgast við
menn sína uppi á fjöllun-
um.
Loítbelgurinn svlfur yf- Gulhandi og Jói Latimer hafa Jói: Við verðum að skjóta Indiáninn: Látið þá ekki komast
ir tjaldbúð Indiánanna. veitt loftbelgnum athýgli. þá niður. undan.
Gulhandi: Hvitir menn eru Jói: Flýtið ykkur!
djöflar.
Jói: Þeir fljúga suður á bóginn.