Vikan


Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 3

Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 3
YIKAN, nr. 36, 1950 3 þær, sem við birtum nú, eru ekki þær sömu og komu þá hér í blað- inu, en þessar eru úr hinni nýju listaverka- bók. Bókin er prentuð í Víkingsprenti og bund- in í Bókfelli, Ásgeir Júlíusson teiknaði titil- síðuna. Mestan hluta litmyndanna, en þær eru 22, prentuðu Bern- hard Middelboe, Kaup- mannahöfn og J. H. Schultz, Kaupmanna- höfn, tvær þeirra voru prentaðar í Víkings- prenti og ein hjá Wat- erlow & Sons í Lon- don,myndamótin gerðu Bernhard Middelboe, Waterlow & Sons og Prentmyndir. I formálanum segir m. a.: „ . . . Hann er fæddur 22. febrúar 1881 á Sauðár- króki, þar sem Stefán fað- ir hans, sonur Jóns Halls- sonar prófasts, var kaup- maður. Formóðir Jóns x föðurætt var skilin ung- barn eftir af hollenzku skipi, er hafði orðið svo síðbúið, að ekki þótti henta að taka hana með undir veturinn. Var látið í veðri vaka, að skipið mundi koma við næsta sumar og vitja hennar, en úr því varð aldrei. Móðir Jóns Stefánssonar var Ólöf Hallgrímsdóttir, gullsmiðs á Akureyri og náfi'ænda Jónasar Hall- grímssonar skálds. Móður- J amma hans var af Thorla- * ‘ cíus-ættinni, en þar er ii margt presta og andlegrar 'f- stéttar manna, svo sem lxunnugt er. Strax í bernsku hafði Jón Stefánsson mikinn á- huga fyrir myndum og fékkst snemma við að teikna. Hann fann myndir í útlendum blöðum, svo sem „Illustreret Tidende" og „Nordstjernen", og móð- ir hans hvatti hann til þess að teikna, ekki af þvi, að henni kæmi til hugar, að hann yrði listamaður, held- ur einfaldlega vegna þess, að hún hafði gaman af því. En það tók þó skjótlega fyrir þessar fyrstu tilraun- ir. Þegar Jón var um það bil þrettán ára gamall, varð hann fyrir því að meiða sig á hægri hendi; komust berklar í brotið, svo hann varð að ganga með höndina í umbúðum, og þessi veikindi háðu hon- um allt fram undir það, að hann varð stúdent . . .“ (árið 1900). Glœsileg listaverkabók (Framhald af forsíðu) 1930 . Máltíð Báðar myndirnar á þessari síðu eru úr hinni glæsilegu listaverkabók, sem Helgafell hefur nýlega gefið út með verkum eftir Jón Stefánsson. (Sjá einnig forsíðu). 1939 Útreiðarfólk

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.