Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 36, 1950
11
—------Framhaldssaga: ------------------------—
FJÖLSKYLDAN FRÁ GREENLANE COTTAGE
Eftir NINA BRADSHAW
Eða hafði hún aðeins látið sem svo? Jæja, hvað
sem öðru viðvék, var hún yndislegasta konan,
sem hann hafði kynnzt hingað til. Mundu þau
sjást oftar? Nú gat hann ekki komizt hjá því
að heilsa honum, er þau sæjust á förnum vegi
eftirleiðis.
Esmé sat ein inni í setustofunni. Hún var í
þungum þönkum. Hún var að hugsa um hvemig
hún ætti að umgangast Larry Kestonville í fram-
tíðinni, og hvað mikið hún ætti að segja móður
sinni af þessu ævintýri. Eða kannske að það
væri hyggilegast að segja sem minnst! Henni
fannst hún hafa hegðað sér óskynsamlega. „En
þetta hefur verið reglulega skemmtilegur dag-
ur,‘‘ sagði hún við sjálfa sig og brosti. „Mér
geðjast vel að honum, og ég sé alls ekki eftir
því sem ég gerði.“
16. KAFLI.
„Jæja, er nokkuð að frétta, Kitty?“ spurði
Alison, sem var komin til Greenlane til þess að
vera þar um helgina. Frank var ekki með henni
að þessu sinni.
Þegar Kitty var hugsað til þess hálfa mánað-
ar, sem var liðinn, síðan Alison kom síðast í
heimsókn, undraðist hún yfir því, hvað mikið
hafði skeð. Og hún, sem hafði haldið, að það
væri þreytandi og einmanalegt í sveitinni.
„Segðu mér frá nýju atvinnunni þinni,“ sagði
Alison og leit rannsakandi á systur sína.
Hún gat ekki að sér gert að vera dálítið öfund-
sjuk. Til þessa hafði það alltaf verið hún, sem
hafði verið heppin, sem hafði verið duglegust
af þeim systrunum, þó að hún væri ófríðust af
þeim. En nú hafði Kitty fengið vellaunaða at-
vinnu hjá ríkasta piparsveininum í sveitinni, og
það var ekki erfitt að geta sér til, hvað hlytist
af því. Alison var það fyllilega ljóst að systir
hennar var aðlaðandi og fremur fríð. Frank var
góður og hún elskaði hann, en hann var ekki vel
stæður. Henni fannst það næsta óréttlátt, ef
Kitty giftist nú Piers Lockingham og yrði vel-
metin frú hér í sveitinni, auk þess, að hún hafði
erft Greenlane, en systir hennar yrði aftur á móti
að vinna í sveita síns andlitis og hefði þó enga
von um að hún gæti nokkurntíma gifzt þeim
manni, sem hún var trúlofuð.
Kitty sagði henni frá atvinnu sinni og kunn-
ingsskap sínum við Piers Lockingham. Það var
ekkert hægt að lesa úr svip hennar, en Alison
áleit, að þessi sakleyslssvipur væri aðeins til
þess að villa á sér heimildir. Hún mundi vel eftir
Piers Lockingham, sem hún hafði séð í kirkj-
unni fyrir hálfum mánuði. Hann var bæði lag--
legur og myndarlegur maður, svo að það var
hrein f jarstæða að láta sér detta í hug, að hann
hefði engin áhrif á unga og draumlynda stúlku
eins og Kitty.
„Við verðum að fara að senda Willie í skóla,“
sagði Alison ákveðið, þegar Kitty sagði henni
hlæjandi frá uppátækjum barnanna. „Fyrst og
fremst hans vegna, og svo hefur hann einnig svo
slæm áhrif á óþekktarangann hana Joy. Hún
hefði án efa bezt af því að vera laus við hann.“
„Við sjáum nú til,“ svaraði Kitty og leit á-
hyggjufull á Alison. „Það væri kannske bezt,
að þú talaðir við mömmu um það.“
„Það skal ég svo sannarlega gera," sagði Ali-
son. „En hvernig 'er það með letidýrið hana Kósu
Veronicu ?“
Systurnar tvær sátu saman undir linditréjnu
að afloknum' morgunverði. Rósa Veronica hafði
verið þögul við borðið eins og venjulega, og
þegar máltiðin var á enda, hafði hún farið út í
garðinn með bók til að lesa.
„Rósa Veronica? Það er verið að mála af henni
mynd, sem mun verða til sýnis á listaháskólan-
um næsta ár,“ sagði Kitty hlæjandi.
„Hvað segir þú?“
„Þetta er satt,“ og Kitty sagði Alison frá kynn-
um Rósu Veronicu við Alec Shirston og málverk-
inu, sem hann var að mála af henni.
„Hann er verulega viðfelldinn rnaður," sagði
Kitty hlýlega. „Hann hefur tvisvar borðað hér
hádegisverð, og við höfum öll komið í heimsókn
til hans í íbúðarvagninn. 1 vikunni, sem leið,
bauð hann allri fjölskyldunni í kvikmyndahús,
og á eftir drukku þau te hjá honum. Ég fór ekki
með, af því að ég hafði svo mikinn höfuðverk."
Alison varð óánægjuleg á svip.
„Er hann kvæntur?" spurði hún.
„Nei, og hann er vel efnaður — á miklar eign-
ir og vinnur sér auk þess heilmikið inn með mál-
verkunum, sem hann málar og selur," svaraði
Kitty og glettnisglampa brá fyrir í augum henn-
ar, af því að hún þekkti öfundsýki Alison gagn-
vart Rósu Veronicu.
„Hm,“ sagði Alison. „Þú verður að hafa auga
með telpunni. Maður veit aldrei upp á hverju
hún getur fundið. Og listamenn eru flestir svo
léttúðugir eins og þú veizt.“
„Hvers konar rugl er þetta eiginlega, Alison.
Þú ert verulega ósanngjörn i garð Rósu Vero-
nicu. Hún hefur heilbrigða skynsemi og dóm-
greind til þess að velja og hafna. Og Shirston
er ekki eins og þú heldur. En þú færð sjálf
tækifæri til að kynnast honum, af þvi að hann
hefur boðið okkur öllum að koma og drekka te
i vagninum hjá sér í dag.“
Þar sem Alison var ólundarleg á svip fór
Kitty að tala um Larry Kestonville og kynni sín
af honum.
„Eins og þú sérð, þá erum við farin að þekkja
fjölda fólks hér,“ sagði hún að lokum.
„Já, en er það almennilegt fólk?“ spurði Ali-
son.
En nú missti Kitty þolinmæðina.
„Það er í það minnsta fólk, sem okkur geðjast
vel að,“ sagði hún æst. „Við kærum okkur ekkert
um að eltast við að kynnast fólki, sem telst til
fyrirfólksins. Og þú getur ekkert fundið að Piers
Lockingham."
„En hann telst þó tæplega til vina ykkar —
eða hvað?" spurði Alison smeðjulega. „Þú ert
ekki annað en einkaritari hans.“
„En hann umgengst mig að minnsta kosti
eins og góðan vin,“ svaraði Kitty og roðnaði.
„Um daginn bauð hann mér í kvikmyndahús og á
eftir drukkum við saman te í Aylesbury. Og hann
bað um að fá að koma og drekka te með okkur
mæðgunum á þriðjudaginn. Móðir hans og Emma
frænka voru góðar vinkonur, og hann er vel
kunnugur hér í Greenlane Cottage."
,,Einmitt!“ sagði Alison þurrlega og leit at-
hugul á hana.
Þetta var í fyrsta skipti, sem Kitty minntist á
það, að Piers Lockingham hafði boðið henni út.
Hver vissi nema að þarna væri alvara á ferð-
inni! Og Rósa Veronica virtist hafa gott tæki-
færi til þess að giftast auðugum listamanni!
Alison fannst sér vera misboðið.
„En hvað með Joan ? Hefur enginn karlmaður
bitið á öngulinn hjá henni ennþá?“ spurði hún
hæðnislega.
Kitty roðnaði af reiði. „Nei, Joan er svo hlé-
dræg. En henni liður að vísu miklu betur, síðan
við fluttum hingað."
Alison ætlaði að benda henni á að reyna að
koma Joan í kynni við Larry Kestonville, en þeg-
ar hún sá augnaráð Kittyar, ákvað hún að gera
það ekki.
Alison hlakkið mikið til að sjá Alec Shirston.
Hún hafði farið með Frank á málverkasýningu í
listháskólasafninu árinu áður, af því að Frank
hafði áhuga á málaralist og hefði gjaman viljað
læra meðferð lérefts og lita, ef haim hefði haft
ráð á því. Frank hafði orðið mjög hrifinn af
„konumynd" eftir Alec Shirston, og það hafði
einnig verið álitin fegursta mynd ársins. Ef
stelpufíflið hún Rósa Veronica yrði svo heppin
að veiða Alec Shirston í net sitt! — Nei, Alison
fannst, að það myndi ríða sér að fullu. Að Rósa
Veronica yrði hærra sett í þjóðfélaginu en hún,
og. myndi umgangast hana með lítilsvirðingu!
Ef Alison hefði þekkt systur sína dálítið betur,
hefði hún vitað, að Rósa Veronica gæti aldrei
sýnt öðru fólki fyrirlitningu. En Alison hafði
alltaf öfundað þessa fögru systur sína, og nú
fannst henni hún einnig hata hana. «
Þegar tími var kominn til að fara af stað, kom
Rósa Veronica fram í ljósbláa, slitna léreftskjóln-
um sinum, sem hún hafði verið í allan morgun-
inn. Hún átti ekki annan kjól, og hún var of
stolt til þess að biðja Kitty um peninga fyrir nýj-
um fötum, þó að hún hefði margsinnis boðizt
til þess að gefa henni þá. Hún vildi ekki ganga
í fötum Kittyar, vegna þess að þau voru alltof
lítil henni, en hún vonaði, að Alec veitti því
ekki athygli, hve fátæklega hún var klædd sam-
an borið við systur sínar. Alison var mjög glæsi-
leg i rósótta silkikjólnum sínum, sem var svo
fínn að manni fannst það tilgerðarlegt að vera
í honum við þetta tækifæri. Frú Shelgreave,
Kitty og Joan voru allar í snotrum sumarkjól-
um. Þegar þær voru börn hafði frú Shelgreave
alltaf gefið eldri telpunum fallegri kjóla en Rósu
Veronicu, því að henni fannst minni þörf á að
hún væri vel til fara, af því að fegurð hennar
var betri en allir fínir kjólar, og nú hafði engri
þeirra dottið í hug, að það gæti einmitt verið
nauðsynlegt að hún væri í fallegri flík í dag,
og í raun og veru gerði það heldur ekkert til.
Því að Alec Shirston dáðist of mikið af falleg-
um vexti hennar og fríðu andlitinu til þess að
veita klæðaburðinum nokkra athygli. Það eina
sem hann veitti athygli var, að ljósblátt fór
einkar vel við bjartan hörundslit hennar.
Alec hafði borið út borðið og látið á það föt
hlaðin ávöxtum, kökum og sætindum, sem hefði
verið nóg fyrir heila hersveit. Willie og Joy
rálcu upp stór augu, þegar þau sáu krásimar,
og þegar Alec sagði þeim, að hann væri að búa
til is var gleði þeirra fullkomin.
Alison veitti honum nána athygli þessar tvær
stundir, sem þau dvöldust þar, og hún varð að
játa það fyrir sjálfri sér, að hann væri mjög
aðlaðandi og skemmtilegur, og virtist alveg ó
snortinn af frægð sinni. Hún gat ekki að sér
gert að skammast sín dálítið fyrir það, sem
hún hafði sagt við Kitty um morguninn. En
hún gat heldur ekki séð, að nokkuð benti til
þess, að hann væri hrifinn af Rósu Veronicu,
og það róaði hana dálítið. Það var augsýnilegt,
að hann dáðist af fegurð systur hennar og hafði
mála af henni, en að því er Alison áleit, þá leit
fullan áhuga á málverkinu, sem hann var að