Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 36, 1950
hann aSeins á hana sem fallegt og yndislegt
barn. Hann talaði vingjarnlega til hennar og
stundum brá fyrir stríðni í málrómnum, en Rósa
Veronica svaraði honum, eins og venjulega, altaf
með daufu brosi. Hún hafði alltaf verið kyrr-
lát, þegar þau voru innan um fólk, og Alison
fannst hún ekkert þögulli nú en venjulega. En
í sannleika sagt lá ósköp illa á Rósu Veronicu,
vegna þess að þessi yndislegu kynni hennar við
Alec voru næstum eyðilögð með þvi að fjölskyld-
an var nú einnig búin að kynnast honum. Þegar
þau voru öll viðstödd, vildi hún miklu fremur
vera hvergi nálæg — hún vildi heldur sitja á
stól úti í garði og láta sig dreyma um hann
og framtíðina, og hvemig hún gæti aftur kom-
izt til London, þar sem hún gæti haft tækifæri
til að hitta hann.
Alison var mjög hrifin af íbúðarvagninum hans,
þó að hún hefði alls ekki viljað búa þar einn
einasta dag, því að hann var ekki nærri nógu
fínn handa jafn „siðmenntaðri" stúlku og Ali-
son.
Daginn eftir var sunnudagur, og fór Alison
með Kitty og Joan til kirkju. Það gladdi Kitty
mikið að sjá Larry Kestonville í kirkjunni, og
ræddi hún við hann dálitla stund að guðsþjón-
ustunni lokinni. Á meðan þau stóðu þarna og
töluðu saman, gekk Piers Lockingham framhjá.
Hann tók virðulega ofan fyrir ungu stúlkunum
þrem, en lét eins og hann sæi ekki Larry Keston-
ville.
Larry leit glettnislega á Kitty og gretti sig.
„Hvemig líður hundinum? Er hann búinn að
jafna sig?“ spurði hann.
„Honum líður miklu betur nú, en hann mun
víst alltaf verða dálítið haltur," svaraði Kitty.
„Ég hélt að hann hlyti að vera steindauður
eftir augnaráðinu að dæma, sem Loekingham
sendi mér,“ svaraði Larry hlæjandi.
Innst inni var hann mjög vonsvikinn af því
að Esmé Kestonville skyldi ekki vera í kirkjunni.
Hann hafði ekki séð hana frá því er hún kom til
hans síðdaginn eftirminnilega, og hann gat ekki
skilið, hversvegna hann sá hana aldrei.
„Komið og drekkið hjá okkur te eftir hádegið,
ef yður langar til,“ sagði Kitty glaðlega. „Alec
Shirston kemur einnig. Þið þekkist, er það ekki?“
„Jú, hann er fyrirtaks náungi. Allt i lagi.
Ég kem áreiðanlega. Ég hef einnig fréttir að
færa,“ sagði hann að lokum og varð alvarlegur
á svip.
„Komið þá sem allra fyrst," hrópaði Kitty,
um leið og hún hljóp af stað til þess að verða
samferða hinum.
Hún gat ekki ímyndað sér, hvaða fréttir hann
hefði, en það var áreiðanlega eitthvað um Esmé
Kestonville. Höfðu þau hitzt aftur og va'r það
Esmé, sem hafði átt upptökin að því?
Alec Shirston kom fyrstur. Frú Shelgreave og
Joan voru ennþá að þvo upp eftir hádegisverðinn,
þegar hann kom. Þegar honum var sagt það,
vildi hann ólmur og uppvægur fá að hjálpa
þeim. Það var einmitt þessi hjálpfýsi hans, sem
gerði hann svo aðlaðandi. Hann hafði eitthvað
svo skemmtilega gott lag á því að samlagast um-
hverfinu. Hann gæti hvort sem heldur væri átt
heima í hreysi eða höll, hugsaði Kitty, sem
geðjaðist stöðugt betur og betur að honum. Hún
og Alison sátu í hægindastólum undir linditréinu
og hann glettist við þær í gegnum gluggann á
meðan hann þurrkaði leirinn.
Alec var rétt að ljúka við að þurrka þegar
Larry opnaði hliðið. Kitty veifaði til hans og
benti honum að koma til sín. Hún veitti því
athygli, hve mikið hann hafði breytzt á þessum
skamma tíma. Hann var i nýjum fötum, og öll
framkoma hans var örugg og ákveðin, allur
þrjózkusvipurinn var horfinn af andliti hans.
Það hlaut eitthvað að hafa skeð, sem olli þessari
breytingu. Kitty var stöðugt forvitnari.
Það var ekki fyrr en eftir te, sem hún fékk
tækifæri til að tala við hann undir fjögur augu.
Rósa Veronica hafði farið ein á göngu og Alec
var sárgramur við hana, að hún skyldi ekki koma
heim að drekka.
„Hún er undarlegt barn,“ sagði Alison og yppti
öxlum. „Hún vill alltaf vera ein. Hún er ein-
hver sú leiðinlegasta manneskja, sem ég hef á ævi
minni kynnzt."
Alec leit á hana ihugull. Hann hafði oft veitt
því athygli, að Rósa Veronica væri lítið hrifin
af Alison, þó að hún hefði aldrei sagt neitt illt
um hana. En nú fór honum að skiljast hvers-
vegna svo var.
Eftir te bað Kitty Larry um að koma með
sér út í ávaxtagarðinn til þess að skoða eplin
og perurnar, og hann spratt samstundis á fætur
og brosti glaðlega til hennar. Alison leit hæðnis-
lega á eftir þeim; hún velti því fyrir sér, hvort
Kitty hefði Larry fyrir varaskeifu, ef henni skyldi
ekki takast að ná í Piers Lockingham. Hún vissi
ekkert um áhuga Larry fyrir Esmé Kestonville,
því að Kitty hafði varðveitt leyndarmál hans með
sjálfri sér.
„Jæja, hvað er þá að frétta?“ spurði Kitty.
Og meðan þau reikuðu um í garðinum, sagði
hann henni frá óhappinu, sem varð til þess, að
Esmé kom og heimsótti hann fyrir nokkrum
dögum. Kitty leit undan til þess að leyna brosi,
sem kom fram á varir hennar. Henni skildist
nefnilega samstundis, að „óhappið“ sem kom fyr-
ir Esmé, hafði skeð að yfirlögðu ráði. Esmé hafði
þá þegar fengið áhuga á Larry, eins og hún
hafði vonað.
„Ég hef ekki séð hana frá því að þetta skeði,“
lauk Larry máli sínu. „Hún var ekki í kirkju í
dag.“
„Nei, frú Twitchell sagði mér, að hún hefði
farið til London til þess að heimsækja frænku
sína.“
„Ö, jæja.“
Larry fannst allt í einu allt vera svo tómt og
hann vera svo einmana og óhamingjusamur. En
hún mundi þó koma einn góðan veðurdag aftur,
— en hvað þá? Hann dauðlangaði til að tala
duglega yfir hausamótunum á telpunni.
„En ég hef fleiri fréttir að færa.“ hélt hann
áfram og sneri sér að Kitty, sem hafði setzt
á hengirúmið.
„Fáið yður sæti,“ bauð Kitty og benti á teppi,
sem lá á grasinu; Willie og Joy höfðu farið með
það út til þess að liggja á þvi í sólinni.
Larry settist. Hann var alvarlegur á svip. —
„Ég fékk bréf frá lögfræðing í Sidney núna
um daginn. Frændi minn þar varð bráðkvaddur.
Hann fékk víst heilablóðfall. Hann' arfleiddi mig
að öllum eignum sínum. Ég hafði sjaldan séð
hann, en það fékk undarlega á mig að heyra
andlát hans. Ég var nýbúinn að skrifa honum,
og nú fær hann aldrei bréfið frá mér.“
„Ég samhryggist yður innilega," sagði Kitty.
Síðan sagði hún eftir augnabliks þögn: „Mun
þetta breyta nokkru fjárhaginum hjá yður?“
„Það er ég nú hræddur um,“ svaraði hann.
„Hann arfleiddi mig að þrem og hálfri miljón
króna."
„Larry!“
„Mér er nú fremur á móti skapi að taka við
þessu,“ sagði hann biturt. „Því að mér finnst
að ég hafi fengið þetta án þess að eiga það skil-
ið. Ég lét hann halda, að ættingjarnir hér í
Englandi hafi tekið mér opnum örmum, og að
ég iifði hér eins og enskur aðalsmaður, en tæki
þó ekki virkan þátt í samkvæmislífinu, þar sem
mig skorti fé — þetta síðasta skrifaði ég til þess
að reyna að skýra það fyrir honum, hversvegna
það birtast ekki myndir af mér í fréttablöðun-
um, sem sýna myndir af aðlinum á góðgerðasam-
komum og veðreiðum. Og nú, þegar hann hefur
arfleitt mig að öllum eigum sinum, get ég lifað
eins og aðalsmanni sæmir, en þá vil ég það
ekki.“
„En hversvegna? Peningarnir gera mánni alla
vegi færa.“ Augu Kittyar ljómuðu. Hún hallaði
sér fram og klappaði hrifin saman lófunum.
„Nú fyrst þér eruð orðinn auðugur, vill allt
fólkið hér fá yður fyrir vin. Til dæmis Esmé . . .“
Larry roðnaði, og hann sagði kaldranalega:
„Nei, fyrst fólk vill ekki þekkja mig á meðan
ég er fátækur, þá kæri ég mig ekki um að
kynnast því núna, þegar ég er orðinn ríkur. Ég
vil ekki kaupa vináttu þess.“
„Húrra!“ hrópaði Kitty og klappaði hlæjandi
saman lófunum. „Þér voruð allt í einu svo ákveð-
inn og höfðinglegur á svip, að maður gat ekki
efast um, að þér væruð af góðri og gamalli ætt.
En hvaða vitleysu eruð þér annars að halda
fram ? Nú fáið þér tækifæri til þess að lifa lífi
forfeðra yðar. Nágrannarnir munu taka yður
sem sínum jafningja, og það er ekkert um það
að ræða að kaupa vináttuna.“
Larry var ennþá bitur á svipinn, og Kitty
hélt áfram að tala um fyrir honum.
Teikning eftir
Wally Bishop.
Maggi: Náðu í hann, hann hleypur hart!
Gutti: Hann hlýtur að geta orðið methafi!
Gutti: Hann komst!
Maggi: Og i gær skammaði kennarinn hann
fyrir að vera tuttugu mínútur þessa stuttu leið
heiman frá sér til skólans!