Vikan


Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 13

Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 36, 1950 13 Hans og Gréta Frásögn eftir Inga-Britt Allert Teikningar eftir Nils Hansson Um hádegisverðarleytið skipti Gréta brauðinu sinu jafnt á milli sín og Hans, því að hann hafði molað allt sitt niður á veginn, siðan fóru þau að leika sér við íkornana og hérana í mosanum. Smátt og smátt fór svo að dimma, og það þaut í trjánum, og skuggarnir af þeim urðu langir og geigvænlegir. Hans og Gréta sátu eins nærri hvort öðru og þau gátu og reyndu að láta sem þau væru óhrædd. En það er heldur ónotaleg tilfinning að vera einn og yfirgefinn. Loks fór hinn silfurhvíti máni að glotta yfir trjátoppunum og sendi niður ljós sitt, svo að brauðmolarnir sá- ust, og þau gátu farið að fikra sig heim á leið. 1 fyrstunni gekk allt að óskum, en þegar þau höfðu gengið dálitla stund, þá fundu þau allt í einu enga brauðmola lengur. Þau leituðu og leituðu. Hans lagðist á hné og gaumgæfði mosann, en hann gat hvergi fundið nokkra mola. Smá- fuglar skógarins höfðu tint þá alla upp og borðað þá. „Allt í lagi,“ sagði Hans og reyndi að sýnast hugrakkur. „Við höfum svo oft gengið þennan stíg, að við hljótum að rata.“ Börnin gengu og gengu þar til um sólar- upprás, en hvergi sáu þau út úr skóginum. Nú fóru þau aftur að vera svöng og tóku því að borða bláber, sem spruttu víða þar í skóg- inum. Að lokum höfðu þau gengið svo lengi, að það var farið að kvölda aftur. Þá söfnuðu þau saman hrísi í bing, þöktu það með mosa og lögðust þar til svefns. Þau höfðu gengið lengi og voru orðin svo þreytt, að þau gleymdu að vera myrkfælin, en sofnuðu samstundis. Um morguninn vöknuðu þau við, að einhver var á stjái á meðal þeirra. Það var þá Mikki refur, sem var á sinni venjulegu morgungöngu. Hann var hinn kátasti að hitta einhvern til að tala við. „Góðan dag, svefnpurk- ur“, sagði hann glaðlega og veifaði kurteislega rófunni. „Hvert ætlið þið að fara, þegar þið hafið nuggað stírurnar úr augun- um?“ Hans og Gréta sáu, hvað illa leit út fyrir þeim, og refurinn, sem er ágætis náungi, þegar hænsni eru hvergi nálæg, kallaði á björninn Narfa, og spurði hann ráða, og björn- inn lofaði að hjálpa börnunum. 1. mynd: Og það skal ekki verða á hinum síðustu dögum, að fjall það, er hús Drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu lýðirnir streyma. 2. mynd: Og þær munu smíða plóg- járn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þær temja sér hernaö framar. 3. mynd: Hver mun búa undir sínu vintré og undir sínu fíkjutré, og eng- inn hræða þá, því að rnunnur Drott- ins hersveitanna hefur talað það. 4. mynd: Og þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðs- borgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er skal verða drottnari í Israel, og ætterni hans skal vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dög- um. Veiztu þetta Mynd efst til vinstri: Bandariska skipinu „Constitution" var hleypt af stokkunum árið 1797. Það sigldi um höfin í 84 ár. — Mynd neðst til vinstri: Það tekur 18 mínútur að drepa skellinöðru, þegar hún snýr beint í sólu. Mynd efst til hægri: Ævilangt fangelsi í Malaya! Fangarnir eru settir í búr eins og þetta fyrir minnstu afbrot. Þeim var ekki sleppt úr fyrr en þeir dóu. Nú er hætt að nota þessi búr. — Mynd neðst til hægri: Þessi loft- steinn féll gegnum bilskúr og skaddaði bíl, sem þar var.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.