Vikan


Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 14

Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 36, 1950 Hann hefur ekki vit á konum Framhald af bls. 4- skyldi leggja lag sitt við þvílíkar kvens- ur, og halda ekki vinskapnum við Betty. Næsta sunnudag kom Michael með ljóshærða ungfrú. Hún minnti á angóra- kanínu. Hún ræddi um stjörnumál og var mikið máluð. Þar næst kom Michael með skraf- hreyfna jómfrú. Hún talaði um móður sína án afláts, og lýsti því, hve karlmenn hefðu verið hrifnir af henni. Hibbons spurði hvort hún ætti ekki föð- ur. „Ég hef átt þrjá pabba,“ svaraði stúlk- an. „En nú erum við mamma einar.“ Svo kom Michael aftur með Prudence. Hún gerði sig heimakomna, og kyssti t. d. á skalla Hibbons. Frúnni þótti nóg um frekju ungu stúlkunnar. Þegar Prudence var farin, sagði frúin gremjulega við son sinn: „Nú er nóg komið. Ég heyrði að þú bauðst þessari drós að koma næsta sunnu- dag. En ætlir þú að halda saman við þessa stúlku, þá skulið þið ekki fá að vera á mínu heimili. Michael! Ég vildi að þú bæð- ir Betty að koma aftur.“ „Betty?“ spurði Michael forviða. „Betty? Hver þeirra heitir Betty? Jú. Það var sú, sem ekki vildi trúlofast mér. Ég hef frétt að hún sé búin að fá sér ann- an vin. Hann sækir hana í skrifstofuna á hverju kvöldi.“ Frú Hibbons mælti: „Þú sagðist elska Betty.“ „Jæja. Sagði ég það? Við urðum sam- mála mn, að ég þekkti ekki hina sönnu ást. Nú er ég að kynna mér ástina. Pru- dence hefur opnað augu mín.“ „Ég hef sagt þér að ég vil ekki sjá þá stúlku.“ Frú Hibbons stappaði í gólfið. ,,Ef þú býður Betty ekki hingað, þá geri ég það. Við erum vinir.“ Frú Hibbons tók hjartanlega á móti Betty og sagði: „Það er gaman að sjá yður aftur, kæra Betty. Þér eruð yndisleg. Er það ekki sannmæli Michael?11 Hann mælti: „Velkomin Betty. Mig minnir að þér þyki ristað brauð gott. Ég ætla að rista nokkrar sneiðar.“ „Betty hjálpar mér með teið,“ sagði frú Hibbons, og fór með hana fram í eld- hús og lokaði dyrunum. Frúin mælti :„Mér þykir vænt um að þér komuð. Ég harma fyrri ummæli mín. Mig langar til þess að vita hvort það er of seint að-----“ Betty horfði á frú Hibbons, og sagði: ,,Ég veit það ekki, frú Hibbons." Frúin sagði: „Ég á enga heitari ósk en þá að þið Michael giftist sem fyrst.“ „Þér hafið skipt rnn skoðun.“ „Já. Og ég hef komizt að raun um að ég skil ekki konur og hef ekki heldur skilið Michael." 541. KROSSGATA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. Titill. — 4. voðinni. — otað. — 13. gleðskap- ur. — 15. ófyrirleitna. — 16. hey. — 17. morgun. — 19. kona. — 20. braut. -— 21. ferhyrninga. — 23. bardaga. — 25. stað- ur við R.vik. — 29. frumefni. -—- 31. samhl. — 32. fara. — 33. út- tekið.- — 34. samhl. — 35. tré. — 37. úrslit. • — 39. flíkur. — 41. mann. — 42. skipi. — 43. litur. -— 44. óþverri. — 45. skordýr. — 47. kona. — 48. goð. — 49. ending. — 50. samtenging. — 51. staf. —• 53. samhl. — 55. frumefni. ■—- 56. ílát. — 60. eyddist. — 61. vendir. — 63. sjór. — 64. ræ. — 66. ómur. — 68. skyggja. — 69. hnjóta. •— 71. tóku. — 72. skinn. -— 73. verkfærið. — 74. fæði. Lóörétt skýring: 1. Forsetn. — 2. sjaldgæft. — 3. skemmd. — 5. samtenging. — 6. á litinn. — 7. fylgirit. — 8. hershöfðingi. — 9. frumefni. — 10. viðburður. — 11. geng. — 12. viðarangi. — 14. hagræðir. — 16. hirsla. — 18. ruglinginn. — 20. afseltan. — 22. ófriður. — 23. endi. — 24. lýti. — 26. hýði. — 27. á flík. — 28. illa að sér. — 30. gróður. — 34. skrokkhluti. — 36. fæði. — 38. hryllir. — 40. stafina. — 41. fornafn. — 46. yfirburðir. — 47. óhljóð. •— 50. fuglana. — 52. mannsn. — 54. farin. — 56. þyngdareiningar. — 57. ending. —- 58. samhl. — 57. kynslóðum. — 60. mannvirkja. ■— 62. risa. •— 63. eins. — 64. sölustaður. — 65. fisk. — 67. konu. — 69. sk.st. — 70. ending. Lausn á 540. krossgáta Vikunnar. Lárétt: 1. Ólin. — 5. skó. — 7. auki. — 11. urin. — 13. orða. — 15. tak. — 17. lævirki. — 20. fum. — 22. luku. — 23. sefar. — 24. ilms. — 25. aga. — 26. áti. •—- 27. sit. — 29. ala. — 30. raul. — 31. knár. — 34. karma. — 35. aum- an. — 38. stæk. — 39. undi. — 40. narta, — 44. sjatn. — 48. nýru. — 49. kalt. — 51. nár. — 53. kam. — 54. oft. — 55. fok. — 57. æran. — 58. skurn. — 60. bögu. — 61. sag. — 62. ósalt- an. — 64. raf. — 65. riáði. — 67. núll. — 69. siðs. — 70. gul. — 71. plat. Lóðrétt: 2. Lukka. — 3. Ir. — 4. Níl. —■ 6. klif. — 7. ari. — 8. uð. — 9. kafla. — 10. atla. — 12. næstum. '— 14. ýmsa. — 16. auga. — 18. veila. — 19. raska. — 21. umli. — 26. áar. — 28. tám. — 30. rakan. — 32. rautt. — 33. ýsa. — 34. kæn. -— 36. nnn. 37. þil. — 41. rýk. — 42. trassi. — 43. aumka. -—■ 44. skort. — 45. jafnan. — 46. alt. — 47. sára. — 50. toga. — 51. nösk. — 52. ragni. — 55. förla. — 56. kufl. — 59. ultu. — 62. óðs. — 63. núp. — 66. áð. — 68. 11. Betty kinkaði kolli. Hún mælti: „Mun- ið þér að ég sagði að þér yrðuð að taka næsta skrefið?" „Ég — ég skil ekki hvað þér eigið við.“ „Michael skildi það,“ sagði Betty vin- gjarnlega. Hann skilur konur ágætlega.“ Frú Hibbons mælti: „Michael sagði að þér væruð ástfangin í ungum manni, er sækti yður á hverju kvöldi. Er það satt?“ „Auðvitað. Ég elska Michael. Við höf- um verið saman dag hvern, að undanskild- um sunnudögum.“ „En hvað er að segja um allar þessar stúlkur?“ spurði frúin. Betty sagði: „Skiljið þér það ekki? Michael var að villa yður sýn.“ Frú Hibbons vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta. Henni varð ljóst að Michael hafði leikið á hana. Hún sagði: „Hann valdi ekki kvenfólk af betri end- anum.“ Betty mælti: „Þér þekkið ekki nútíma ungar stúlkur. Michael áleit heppilegast að f á yður til þess að trúa því að þær væru yfirleitt eins og þær, sem hann kom með heim. Okkur leiddist að bíða eftir að gift- ast.“ Frú Hibbons hló og grét. Svo þurrkaði Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Lím, plastik-efni, málning og sprengiefni er meðal annars framleitt úr sojabaunum. 2. Oka og Kama. 3. Augu skordýranna eru óhreyfanleg, samsett af ótal smáaugum, sem eru öll fest við eina sjóntaug; sum skordýr hafa auk þess einföld augu á enninu. 4. 1790. 5. 237,000 km’. (1947). 6. Hann er fæddur 1881 og er ungverskur. 7. Um 150 þús. og þar býr meira en tíundi hluti þjóðarinnar. 8. Nei. Hann byggir hreiður sitt niður við jörð, falin í grasi á milli blóma. 9. Cytisin, það er mjög líkt nicotini. 10. Granada á Spáni. hún augun, tók um háls Bettyar, kyssti hana og mælti: Flýttu þér, vina mín. Pabbi og Michael bíða eftir teinu. Og þið Michael hafið beð- ið óþarflega lengi með það að opinbera trúlofun ykkar. Ég er hæstánægð með tengdadótturina. ‘ ‘ Michael og Betty urðu mjög hamingju- söm í hjónabandinu. Hibbons-hjónin sáu ekki sólina fyrir tengdadótturinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.