Vikan


Vikan - 06.04.1993, Síða 6

Vikan - 06.04.1993, Síða 6
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON /MYNDIR: ÓÐINN OG SIGURÐUR EGILSSON ÓÐINN OG EY Þ KYNNTUST tælandi Óðinn Valdimarsson er Vestmanna- eyingur sem fluttist þaðan í gosinu. Það var upphaf að mun umfangs- meiri ferðalögum; Þýskaland, Spánn, mestöll Bandaríkin, Jamaíka svo eitthvað sé nefnt og þá Tæland, fyrst 1989. Það er Tæland sem hér verður í brenni- depli. Óðinn hefur verið kvæntur tveimur tælenskum konum og býr nú með seinni konu sinni sem kem- ur frá Surin í Tælandi. Hann kann margar skrítnar og skemmtilegar sögur af siðum og venjum Tælend- inga. En við byrjum í landi tækifær- anna. Hann var að læra flugvirkjun í Bandaríkj- unum eftir verslunarskólapróf árið 1978, þá átján ára gamall. Þá þegar var farið að bera á sterkum tilhneigingum til tilbreytingar eftir því sem áhugavindar blésu. Og Óðinn hætti í flugvirkjuninni þegar ekki voru góðar atvinnuhorfur í Bandaríkjunum og vonlaust að fá vinnu hér heima. Hann kom heim og fór að læra prentiðnina sem hann starfar við núna. Þetta var árið 1979 og þá hafði hann búið í Los Angeles sem hann segir hafa verið mjög skemmtilegt og þar hafi hann kynnst nokkrum aröbum, forríkum. Þeir menn eru víst undarlegri á venjulegan buddumælikvarða en orð fá lýst. Einn var til dæmis reglulega að borga jafngildi 20.000 dollara (110.000 ísl.) símreikning á mánuði en hann stundaði það til dæmis áður en hann fór til Bandarikjanna að láta spila fyrir sig nýjustu tónlistina frá Bretlandi til Arabíu í gegnum síma! Annar fékk pabba sinn í heimsókn og til að karlinn kæmist leiðar sinnar keypti stráksi fokdýran eðalvagn, Lincoln Continental, af- mælisútgáfu, eitt af örfáum eintökum fyrir pabba sinn til að skjökta á meðan hann væri í heimsókn! Flugvirkjanámið var víst bara yfir- skin þessara manna til að geta verið í ótak- mörkuðu frelsi. Einkunnir skiptu engu, bara að það kæmi föstudagur sem fyrst. ÚTÚRREYKTUR VÖRÐUR „Ég er tónleikafíkill og í L.A. sá ég öll goðin; Rolling Stones, Bob Marley og Peter Tosch, svo einhverjir séu nefndir. Ég hef alltaf reynt að stíla inn á Stones-tónleika á ferðalögum og á allt sem þeir hafa gefið út, auk svokallaðra sjóræningjaplatna sem aðrir gefa út með hljómsveitum án leyfis sveitanna eða útgef- enda þeirra," segir Óðinn og talandi um tón- leika þá fór hann að hlusta á Rolling Stones í Kaupmannahöfn eftir skemmtilega dvöl í Fær- eyjum þar sem hann bjó hjá einum ríkasta manni eyjanna, Emil Tomsen bókaútgefanda. „Tomsen er alveg sérdeilis skemmtilegur og góður karl. Hann býr í eftirlíkingu af land- námsbæ á eyju þar sem ekki búa fleiri en hann og einhverjir örfáir aðrir. Bærinn er allur Ey undirbýr máltíð heima í Surin. í Tælandi er orótakió: Matur er mannsins megin, í hávegum haft. byggður úr rekaviði og þar er meðal annars að finna lokrekkjur og eldhlóðir að fornum sið svo eitthvað sé nefnt. Þessi karl var heilmikið að spá í það hvað ég sæi við Stónsarana, skildi ekkert í þv( enda unnandi klassískrar tónlistar sjálfur og við ræddum þetta mikið. Hann átti hins vegar eitt það ótrúlegasta safn af víntegundum sem ég hef séð, til dæmis tuttugu eða þrjátíu tegundir af koníaki sem hann bauð upp á með skerpukjötinu. En karl- inn smakkar það ekki sjálfur nema um jól og áramót." Það eru fleiri en Færeyingar og Danir sem hafa notið samvista við Óðin og fyrrum vinnu- félaga hans, kallaðan Dodda, því þeir fóru saman til Jamaíka í ævintýraleit. Þá hafði lengi blundað í þeim að fara til Tælands en besti tíminn til að fara þangað var október til desember sem var vonlaust með tilliti til vinn- unnar en þeir unnu báðir í prentsmiðjunni Odda. „Þetta var nokkurs konar pílagrímsferð til Jamaíka því við höfðum mjög gaman af reggie-tónlist. Við vorum þar í mjög frábæran, hálfan mánuð á einkaströnd sem fylgdi mjög góðu húsi sem við leigðum. Við þurftum ekki annað en að fara út úr húsinu og þá vorum við komnir á ströndina. Þarna var öryggis- vörður, kallaður Joe, alveg útúrreyktur af maríjúana allan sólarhringinn, vopnaður svakalegri sveðju svo manni stóð alls ekki á sama. Hann var líka þeim eiginleika gæddur að fara yfir eins og hann svifi. Við sátum kannski í rólegheitum og skyndilega stóð karl- inn yfir okkur! Það var ótrúlegt." HEITIR AF SÖGUM Ekki meira um Jamaíka. Óðinn lagði upp í langferð 1988 til Tælands. Þá höfðu íslend- ingar verið að uppgötva þessa austurlensku paradís. „Þeir sem koma þangað verða bara húkkt,“ segir Óðinn og með síðasta orðinu á hann við eins konar ánetjun. Þó átti Óðinn kunningja sem var búinn að fara fjórum sinn- um og átti kunningja sem var búinn að fara sex eða sjö sinnum. „Það er eitthvað við Tæland sem heldur manni föstum og þar fyrir utan er kostnaður við að komast þangað ekk- ert ógurlega mikill, þetta er ekkert dýrara í raun heldur en að fara til Spánar. Flugið kost- ar um 80.000 og gott hótel getur kostað fyrir einn í herbergi 700 krónur (endurt. blm.: sjö hundruð krónur íslenskar!) á dag. Hér heima er til dæmis verið að bjóða Tælandsferðir með gistingu á Royal Cliff, sem er hæsta klassa hótel, á innan við hundrað þúsund fyrir tvær vikur.“ j 6 VIKAN 7.TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.