Vikan - 06.04.1993, Blaðsíða 12
Kryddleginn lax á grænu salati.
Páskaboró í Grafarvoginum í Reykjavík. Blómaskreytingin er frá Blómabúóinni Dalíu í Faxa-
feni. Hráefnió í matinn er frá Hótel Óóinsvéum. Boróbúnaóur er frá versluninni Hjörtur Niel-
sen hf. f Borgarkringlunni.
PASKAMATUR VIKUNNAR
Apáskum gerir fólk sér gjarnan daga-
mun á ýmsan hátt og þá ekki síst í
mat. Hver frídagurinn rekur annan,
helgur, helgari og helgastur og loks annar í
páskum sem er stökkpallur inn í hversdags-
leikann á ný.
Vikan fékk Kristínu Daníelsdóttur, mat-
reiðslumann á Óðinsvóum, til liðs við sig og
bað hana að leggja til girnilegan páskamat-
seðil sem allir ættu auðvelt með að matreiða
- forrétt, tvo aðalrétti og eftirrétt. Kristín er
listakokkur og orðlögð fyrir kunnáttu sína. Hún
átti einnig heiðurinn af einum matseðlinum
sem birtur var hér í blaðinu fyrir síðustu jól.
Verði ykkur að góðu og gangi ykkur vel við
matseldina.
Allar uppskriftirnar eru miöaðar við fjóra.
FORRÉTTUR:
KRYDDLEGINN LAX
Á GRÆNU SALATi
1 meðalstórt laxflak
Eftir að flakið hefur verið skolað og bein-
hreinsað er því velt upp úr safa úr einni
sítrónu. Að því búnu er flakið þakið með eftir-
farandi blöndu: 3 hlutar sykur, Yh hluti salt.
Loks er flakið látið liggja við stofuhita í um
það bil þrjár klukkustundir.
Næst er nýr graslaukur saxaður niður, um
það bil 1/2 bolli, og 1/2 bolli af basilikum.
Nokkrum piparkornum er bætt út í.
Þessari kryddblöndu er stráð beggja megin
á flakið.
Látið liggja f kæli í sólarhring.
Loks er flakið skorið niður f þunnar sneiðar.
Salat:
Frisesalat, salatblöð, Lollo Rosso-kál.
Eftir að kálið og salatblöðin hafa verið hreins-
uð er allt skorið snyrtilega niður og raðað á
diskinn og laxasneiðarnar lagðar ofan á.
Sósa:
1 dós sýrður rjómi, 1 msk. majones, 1 tsk.
saxaður hvítlaukur, 1 tsk. sykur, 4 msk. sætt,
franskt sinnep, örlítið af salti og pipar.
Diskinn má skreyta enn frekar með gras-
lauk, rauðlauk og jafnvel ferskum kryddjurtum.
AÐALRÉTTUR
LAMBAFILLE I KRYDDSÓSU
Reiknað er með um 200 g fyrir manninn.
Kjötið er brúnað á heitri pönnu, kryddað
með salti og pipar.
Kryddrasp:
V/2 bolli brauðrasp, 2 tsk. tímían, 1 tsk.
oregano, 2 tsk. rosmarin, 1 tsk. estragon.
Kryddinu er blandað saman við raspið. At-
hugið að ef notaðar eru ferskar kryddjurtir,
sem mælt er með, má nota örlítið meira af
hverju.
Blöndunni er því næst stráð yfir kjötið. Hvft-
lauksolíu er hellt yfir rasþið, um það bil 5 msk.
af olíu sem 1-2 krömdum hvítlauksgeirum
hefur verið blandað saman við.
Bakað við 200 gráður í um það bil fimm
mfnútur.
Sósa:
1 lítil gulrót skorin í teninga, svo og 1/4 úr sell-
erfstöng. 5-6 sveppir eru einnig skornir niður
og 1 lítill laukur saxaður. Þetta er þvf næst
steikt í potti (svitað). Að því búnu er settur Yh
bolli af rauðvíni út í og seyðið soðið niður um
stund. Næst er kjötsoði bætt út í eins og þurfa
þykir, soðið um stund og þykkt með þunnri
smjörbollu.
Rétt áður en sósan er borin fram er hrært
saman við hana um það bil 3 msk. af mjúku
smjöri.
12VIKAN 7.TBL.1
UMSJÓN: HJALTi JÓN SVEINSSON / UOSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON