Vikan


Vikan - 06.04.1993, Blaðsíða 12

Vikan - 06.04.1993, Blaðsíða 12
Kryddleginn lax á grænu salati. Páskaboró í Grafarvoginum í Reykjavík. Blómaskreytingin er frá Blómabúóinni Dalíu í Faxa- feni. Hráefnió í matinn er frá Hótel Óóinsvéum. Boróbúnaóur er frá versluninni Hjörtur Niel- sen hf. f Borgarkringlunni. PASKAMATUR VIKUNNAR Apáskum gerir fólk sér gjarnan daga- mun á ýmsan hátt og þá ekki síst í mat. Hver frídagurinn rekur annan, helgur, helgari og helgastur og loks annar í páskum sem er stökkpallur inn í hversdags- leikann á ný. Vikan fékk Kristínu Daníelsdóttur, mat- reiðslumann á Óðinsvóum, til liðs við sig og bað hana að leggja til girnilegan páskamat- seðil sem allir ættu auðvelt með að matreiða - forrétt, tvo aðalrétti og eftirrétt. Kristín er listakokkur og orðlögð fyrir kunnáttu sína. Hún átti einnig heiðurinn af einum matseðlinum sem birtur var hér í blaðinu fyrir síðustu jól. Verði ykkur að góðu og gangi ykkur vel við matseldina. Allar uppskriftirnar eru miöaðar við fjóra. FORRÉTTUR: KRYDDLEGINN LAX Á GRÆNU SALATi 1 meðalstórt laxflak Eftir að flakið hefur verið skolað og bein- hreinsað er því velt upp úr safa úr einni sítrónu. Að því búnu er flakið þakið með eftir- farandi blöndu: 3 hlutar sykur, Yh hluti salt. Loks er flakið látið liggja við stofuhita í um það bil þrjár klukkustundir. Næst er nýr graslaukur saxaður niður, um það bil 1/2 bolli, og 1/2 bolli af basilikum. Nokkrum piparkornum er bætt út í. Þessari kryddblöndu er stráð beggja megin á flakið. Látið liggja f kæli í sólarhring. Loks er flakið skorið niður f þunnar sneiðar. Salat: Frisesalat, salatblöð, Lollo Rosso-kál. Eftir að kálið og salatblöðin hafa verið hreins- uð er allt skorið snyrtilega niður og raðað á diskinn og laxasneiðarnar lagðar ofan á. Sósa: 1 dós sýrður rjómi, 1 msk. majones, 1 tsk. saxaður hvítlaukur, 1 tsk. sykur, 4 msk. sætt, franskt sinnep, örlítið af salti og pipar. Diskinn má skreyta enn frekar með gras- lauk, rauðlauk og jafnvel ferskum kryddjurtum. AÐALRÉTTUR LAMBAFILLE I KRYDDSÓSU Reiknað er með um 200 g fyrir manninn. Kjötið er brúnað á heitri pönnu, kryddað með salti og pipar. Kryddrasp: V/2 bolli brauðrasp, 2 tsk. tímían, 1 tsk. oregano, 2 tsk. rosmarin, 1 tsk. estragon. Kryddinu er blandað saman við raspið. At- hugið að ef notaðar eru ferskar kryddjurtir, sem mælt er með, má nota örlítið meira af hverju. Blöndunni er því næst stráð yfir kjötið. Hvft- lauksolíu er hellt yfir rasþið, um það bil 5 msk. af olíu sem 1-2 krömdum hvítlauksgeirum hefur verið blandað saman við. Bakað við 200 gráður í um það bil fimm mfnútur. Sósa: 1 lítil gulrót skorin í teninga, svo og 1/4 úr sell- erfstöng. 5-6 sveppir eru einnig skornir niður og 1 lítill laukur saxaður. Þetta er þvf næst steikt í potti (svitað). Að því búnu er settur Yh bolli af rauðvíni út í og seyðið soðið niður um stund. Næst er kjötsoði bætt út í eins og þurfa þykir, soðið um stund og þykkt með þunnri smjörbollu. Rétt áður en sósan er borin fram er hrært saman við hana um það bil 3 msk. af mjúku smjöri. 12VIKAN 7.TBL.1 UMSJÓN: HJALTi JÓN SVEINSSON / UOSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.