Vikan


Vikan - 06.04.1993, Page 23

Vikan - 06.04.1993, Page 23
lýsingar til að geta borið fram þá tillögu að Bandaríkin yrðu ákærð fyrir kynþáttahatur. Sá málflutningur á því miður rétt á sér enn þann dag í dag.“ - Hvers vegna ákvaöst þú aö gera mynd um Malcolm X en ekki dr. Martin Luther King. „Skoðanir mínar og Mal- colms X fara betur saman. Ég las ævisögu hans í gagn- fræðaskóla og hún er ein af áhrifamestu bókum sem ég hef nokkru sinni lesið. Ég vil ekki gera lítið úr framlagi dr. King en hann hefur þegar hlot- ið sinn sess í sögunni. Það er frídagur tileinkaður minningu hans og myndir af honum eru birtar á dagatölum frá McDon- alds. Það var gerð alveg hræðileg sjónvarpsþáttaröð um hann fyrir nokkrum árum og ég var ákveðinn í því að ef ég gerði mynd um Malcolm X yrði hann ekki settur upp sem veiklyndur kjáni í henni eins og dr. King var meðhöndlaður f sjónvarpsþáttunum.“ MUHAMEÐ OG MALCOLM X - Þaö er ekki alveg á hreinu í myndinni hvort Malcolm X hafi veriö myrtur af múhameöstrú- armönnum eöa hvort fleiri voru viö máliö riönir. Hvort tel- ur þú að um röö tilviljana hafi veriö aö ræöa eöa aö banda- rísk stjórnvöld hafi staöiö aö baki tilræðinu? „Að mínu mati voru margir sem vildu Malcolm X feigan. Erindrekar CIA og FBI fylgd- ust með honum og stóðu að minnsta kosti aðgerðalausir hjá þegar hann var drepinn, ef þeir tengdust málinu ekki með beinum hætti. Þaö kom í Ijós við réttarhöldin yfir Svörtu hlé- börðunum nokkrum árum eftir morðið að lífvörður, sem reyndi að lífga hann við eftir tilræðið, var á mála hjá FBI. Þeir fimm aðilar sem skutu hann voru allir meðlimir í þjóð- kirkju múhameðstrúarmanna. Aðeins einn þeirra náöist en hinir fjórir sluppu án nokkurs fangelsisdóms. Tveir aðrir menn voru sakfelldir þó sak- lausir væru og eyddu tuttugu árum í fangelsi. Moröið er að- eins brot úr myndinni og henni er ekki einvörðungu ætlað að varpa hulunni af þeim aðilum sem stóðu þar að baki eins og myndinni um JFK.“ - Hvaö finnst þér um allan söluvarninginn sem merktur er „X“ og er svo áberandi núna. Hjálpar hann til viö aö minna á hugmyndafræði Malcolms eöa þynnist hún út fyrir vikiö? vn \ yfeHm vA."' jS5| w \ \*W J „Þetta er Ameríka og mörg af fyrirtækjunum, sem eru með þessar vörur á boðstól- um, eru í eigu blökkumanna. Ég veit að Malcolm var hlynntur sjálfstæði í atvinnu- rekstri svartra en mér finnst misjafnt hversu smekklega er staöið að framleiðslunni og hvernig „X“-táknið er notað. Mér finnst fatnaðurinn í góðu lagi en kartöfluflögurnar og andremmuúðinn lítilsvirða minningu Malcolms. Það er undir ekkju Malcolms komið að ákveða hvaða vörur leyft er að kenna við eiginmann hennar og hverjar ekki." - Átt þú von á aö myndin veröi túlkuö sem áróöur fyrir því aö eina leiöin til frelsis fyrir svarta kynstofninn sé aö ger- ast múhameðstrúar eins og Malcolm X? „Nei, hugmyndin með myndinni var ekki að koma því á framfæri, miklu frekar að menntun sé leiðin til lausnar úr ánauð. Ef síðan myndin virkar sem innblástur fyrir ein- hvern til að gerast mú- hameðstrúar hef ég ekkert við það aö athuga.“ - Þú hefur sagt aö sterk tengsl séu á milli Malcolms X og Neisons Mandela. Getur þú skýrt þaö aðeins frekar? „Þeir eru náttúrlega báðir miklir leiðtogar sem börðust fyrir sjálfstæði kúgaðra skjól- stæðinga sinna. í einni af síð- ustu ræðum sínum talaöi Malcolm um að fólk af afrísku bergi brotið, sama hvar í heimi væri, ætti að standa saman og nýta sér reynslu allra í barátt- unni viö kúgarana. Flann sagði að fólk þyrfti að átta sig á að ef óréttlæti væri beitt í Soweto hefði það bein áhrif á það sem gerðist í Flarlem og South Central í Los Angeles. Þess vegna klippum við frá mynd- skeiði í skólastofu í Flarlem yfir til Soweto og látum krakkana á báðum stöðum segja „Ég er Malcolm X“.“ - Ef rétt er eftir þér hermt óskaöir þú eftir aö blaöa- menn, sem tækju viðtöl viö þig, væru af afrísku bergi brotnir því þeir skildu betur boöskap og innihald myndar- innar. Ertu þá líka þeirrar skoöunar aö eingöngu hvítir eigi að fjalla um „hvít“ mál og konur um „kvennamál"? „Þú ættir að vita betur en svo að trúa öllu sem þú lest á prenti. Það sem ég sagði var að ég óskaöi frekar að blaða- mennirnir væru svartir en það útilokaöi ekki hvíta. Ég er aö gera nákvæmlega það sama og annað fólk í minni aðstöðu gerir. Þegar Madonna, Jack Nicholson eða Tom Cruise veita viðtöl ákveða þau hver fær að taka viðtölin. Þú getur kallað mig kynþáttahatara ef þú vilt en það er mér mikils virði að gefa fólki af mínum kynþætti atvinnutækifæri. Þess vegna urðu allir frétta- menn að hafa samband í gegnum tvo svarta blaðamenn sem voru þeir einu sem höfðu ótakmarkaðan aðgang þegar verið var að taka myndina og gátu talað við mig og Densel Washington eins og þeir vildu." - Hvernig heldur þú aö myndin komi út viö ósk- arsverðlaunaveitinguna ? „Þú getur bókað að Densel Washington fær tilnefningu fyr- ir hlutverk sitt sem Malcolm X en ég mundi ekki leggja skyrt- una mína að veði fyrir neitt annað því þá færi ég örugg- lega ber að ofan heim á leið.“ - Hvaö er næst á dag- skránni hjá þér? „Örugglega ekki önnur mynd af þessari stærð. Mig langar að standa að baki og framleiða myndir eftir unga, svarta kvikmyndagerðarmenn og núna erum við að klára mynd eftir stúlku sem er að útskrifast héðan í vor.“ □ Fjölskyld- an úr myndinni Malcolm X. 7. TBL. 1993 VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.