Vikan


Vikan - 06.04.1993, Side 38

Vikan - 06.04.1993, Side 38
íhugum aflið græðgi ögn betur kemur í Ijós að hún er mögn- uð rót furðulegustu og jafn- framt einhverra ömurlegustu samskipta manna í millum. ANDLEGUR ÓÞRIFNADUR Sumir vilja öllu stjórna og allt eiga og svífast einskis til að þær þrár fái líf. Sú staðreynd er ömurleg í mannlegum sam- skiptum. Ef við erum raunsæ má trúlega segja sem svo að flest megi rækta upp í sam- skiptum, í aöalatriðum náttúr- lega gott og slæmt I ólíkum til- vikum og af öðruvísi tilefnum þó. Það er til dæmis sýnilega hægt að rækta upp óþrifnað þann sem tengist hvers kyns ofbeldi og annarri afskræm- ingu með hörmulegum afleið- ingum. Ef þetta er staðreynd má ekkert síöur gefa sér að það góða í mannssálinni megi svo sannarlega rækta upp og hlúa stórum meira og betur að því en gert hefur verið í seinni tíð, því miður. SIGUR HINS LÍDANDI KÆRLEIKA Allur yfirgangur og ófyrirleitni í samskiptum er fyrir neðan all- ar hellur og við sem plöguö erum af þannig atferli ættum umsvifalaust að endurmeta biblíukunnáttu okkar og lesa Nýja testamentið okkar alvar- lega og af meiri kostgæfni en áður. Á páskum var Kristur krossfestur af neikvæðum, illa þroskuðum og gráðugum mönnum sem svifust einskis i samskiptum. Um sömu hátíð reis hann líka upp frá dauöum og þar með sannaði hann að sigur hins líðandi kærleika í samskiptum er endanlega al- ger. Neikvæði það sem í gegnum aldirnar hefur fengið ótæpilegt líf í veröldinni hefur aldrei náð fótfestu nema í mun styttri tíma en höfundar þess óskuðu. Það góða hefur reynst happadrýgra þótt hæg- gengara sé í framkvæmd og láti minna yfir sér. SKUGGALEG SAMSKIPTI Máttur þess góða er alger á endanum en tekur tíma að gera sig og krefst fórna af hendi þess sem honum beitir fyrir sig. Þessu trúöi Kristur og breytti samkvæmt því og ég trúi þessu líka. Dæmin, sem sanna gildi þessa sjónarmiðs, eru alltof mörg í aldanna rás til að nokkur sérstök ástæða sé til aö trúa því ekki. Kær- leikurinn er öllu öðru afli full- komnari og sterkari þegar honum er beitt af óeigingirni, viti og elsku. Unga fólkið okk- ar ætti ekkert siður en við sem fullorðnari erum að í- grunda vel mögulegar afleið- ingar þess að gefa sig á vald því skuggalega í samskiptum, velja fremur birtu þess góða og göfuga og láta fylgifiska og upphafsmenn alls þess sem Ijótt er og afskræmt sigla sinn mengaða sjó. NÝIR ÞEKKINGARSTRAUMAR Hvað sem öllum nýjum þekk- ingarstraumum líður og auknu valdi mannsandans yfir efninu er nokkuð Ijóst að ennþá hef- ur ekkert þaö birst okkur mönnunum sem er fullkomn- ara en sá boðskapur sem kemur fram í kenningum Krists, þrátt fyrir að við af skammsýni kunnum að halda annað. Frelsarinn átti til elsku og hógværð sem engu var lík. Hann umvafði mennina af trausti og lífsþroska þess sem skilur og umber, jafnvel fall- valtleik þess breyska og brot- lega. Hann vissi og trúði því að í hverju og einu okkar byggi neisti Guðs og möguleg dýrð hans í mannlegu eðli, bara ef við bærum gæfu til að meðtaka hans vilja. Orð Krists eru því í fullu gildi enn þann dag í dag og munu verða það enn og áfram, hvað sem öll- um bábiljum og öðrum and- legum hégóma líður. GILDI TRÚAR Á GÓÐLEIKANN Siðfræði sú sem Kristur kenndi okkur er það veganesti sem við ættum að nýta okkur í lífi okkar og tilveru og flytja hiklaust áfram til barna okkar og þeirra afkomenda. Ef trú Krists á það góða í mannssál- inni heföi ekki verið eins full- komin og hún í raun var hefð- um við mennirnir aldrei eign- ast þá sérstöku sigurhátíð kærleikans sem páskarnir vissulega eru og boðskapinn sem á bak við hana liggur. Páskarnir eru fyrst og fremst áminning um krossfestingu frelsarans og svo upprisu hans frá dauða. Jafnframt er hátíðin ein af mörgum undir- strikunum á fagnaöarerindi hans og þeim guðlega siðferð- isboðskap sem hann trúði á. Ég óska öllum lesendum kær- leiksríkrar hátíðar og vonast til aö við verðum öll samtaka í því að gera þessa páska að þeim hátíðisdögum í lífi okkar sem hvetja okkur til frekari dáða í þágu kærleikans. Meö vinsemd, Jóna Rúna INNSÆISNEISTAR OSJALFSTÆÐI Oftar en ekki finnum við fyrir ósjálfstæði þegar til dæmis kemur að ákvarðanatökum. Við getum verið að veita fyrir okkur í hringiðu alls kyns efasemda hvort við eigum að taka þessa ákvörðun fremur en einhverja aðra. Það er býsna algengt að þau okkar sem hefur verið hugsað of mikiö fyrir í upp- vextinum séum heldur betur talhlýðin, eigum jafnvel í megnustu erfiðleikum með að finna okkur örugg þegar veltur Ábyrgðarlaus einstaklingur skiptir til dæmis oft um skóla og starf og á mjög erfitt með að festa rætur. Til er svo reikult fólk að einfaldasta val vegna framtíðarinnar getur vafist fyrir því - nema náttúr- lega að einhver annar taki af skariö og hreinlega velji fyrir viðkomandi í öllum aðalatrið- um. Til er í dæminu að ósjálf- stæðir einstaklingar ofmeti annað fólki og þyki sem öðr- um en þeim sé betur gefið aö velja og hafna fyrir þá. Auðvit- ■ Til er svo reikult fólk aö ein- faldasta val vegna framtíðarinnar getur vafist fyrir því. ■ Þaö þarf aö þjálfa upp í mörg- um það sem kalla má tiltrú á eig- ið frumkvæði og innri sem ytri styrk í sem flestum samskiptum. á að taka afstöðu til einföld- ustu atburðarásar eða atvika sem varða þó heill okkar og hamingju þegar dýpra er skoðað. Foreldrar, sem stjórna börnum sínum ótæpilega og vilja sinn vilja altækan í öllum ákvörðunum sem viðkoma velferð barnanna, eru að skapa skilyröi fyrir þeim vanda sem ósjálfsæði alltaf er. Talhlýðnir einstaklingar, sem hlaupa eftir annarra manna geðþótta í flestu, eiga mjög erfitt með að fóta sig í tilverunni og finna mátt sinn og megin í einföldustu at- buröarás hins venjulega lífs. Reikul manngerð, sem hegðar sér eftir atvikum og aðallega í samræmi við ann- arra sjónarmið, á ekki upp á pallborðið hjá þeim sem eru sjálfstæðir og stefnufastir. Þaö er einfaldlega vegna þess að viðkomandi er ekki heill og öruggur í samskiptum. Honum stjórna aðrir og kannski ófullkomnir I ofaná- lag. Persóna sem er óþarf- lega háð því hvað öðrum finnst um manngildi hennar til dæmis getur ekki boriö sömu ábyrgð og sá sem þykir tölu- vert til síns máls og manngild- is koma. að liggur í augum uppi að skortur á sjálfstæði skapar þeim sem þannig er mikinn vanda. Börn og unglingar, sem finna sig vanmáttug og eru talhlýðin, leiðast oftar en ekki út í óviturlegan félagsskap vegna skorts á sjálfstæði og heppilegu sjálfsmati. Ef börn eru vanin á þaö frá byrjun að taka sem oftast ákvarðanir í hverju máli á sinn máta má segja að líkur þeirra í framtíð- inni á mögulegu sjálfstæði séu mun meiri en þeirra ung- menna sem stjórnaö hefur verið of mikið. Það þarf að þjálfa upp í mörgum það sem kalla má tiltrú á eigið frum- kvæði og innri sem ytri styrk I sem flestum samskiptum. Við erum vitsmunaverur og höfum öll fengið frjálsan vilja I vöggugjöf. Þess vegna á að verða sjálfsagt í mótun barna og ungmenna að hvetja þau frá upphafi til að nýta sér eigin hugmyndir á frumkvæðan og skapandi máta. Eflum því sjálfstæöa hugsun og fram- kvæmd eins og auðið er en höfnum hvers kyns tilraunum annarra til að hefla ósmekk- lega af okkur viljann og þá um leið hæfnina til sjálfstæðis og hana nú. □ 38VIKAN 7. TBL. 1993 JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.