Vikan


Vikan - 06.04.1993, Side 46

Vikan - 06.04.1993, Side 46
HÓLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR er hvort tveggja fegurðar- drottning og Ijósmyndafyrir- sæta Vesturlands. Hólmfríður er tvítug og 172 sentímetra há. Foreldrar hennar eru Ás- dís Svava Hrólfsdóttir og Ein- ar Guðmundsson. Hún er fædd og uppalin í Bolungar- vík, er með lögheimili á Akra- nesi en býr eins og er í Reykjavík. Hólmfríður starfar nú sem bókhaldari eftir að hafa tekið verslunarpróf frá Verzlunarskóla íslands og stúdentspróf af hagfræði- og náttúrufræðibrautum frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Raunar langar hana líka til að vinna í apóteki og átti umsókn um það liggjandi á slíkum stað þegar Vikan tók hana tali. Hólmfríður hefur tekið þátt f tískusýningum, aðallega á Akranesi en einnig dálítið í Bolungarvík á unglingsárun- um. Hún gæti vel hugsað sér að halda áfram í fyrirsætu- og sýningarstörfum en eins og er þá er hjúkrunarnám við Há- skóla íslands á dagskránni. Barnahjúkrun er þar efst á óskalistanum um þessar mundir en hvað verður er vissulega vandi um að spá. hennar eru Guðbjörg Garð- arsdóttir og Geirmundur Sig- valdason. Sigríður Erna átti heima í Keflavík frá fæðingu til þriggja ára og síðan frá tólf ára og upp úr. í millitíðinni var hún í Texas og Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún starfar nú á skyndibitastaðnum Bogga bar í Keflavík en eygir í náinni framtíð að komast á samning í hárgreiðslu sem hún hyggst leggja stund á. Sigríður Erna telur alls ekki fráleitt að leggja fyrir sig sýn- ingar- og fyrirsætustörf og þá jafnvel erlendis. Ítalía kemur sterklega til greina og eins Frakkland en Sigríður tekur vel í að fara aftur til Texas eða Kaliforníu enda segist hún hafa kunnað vel við sig þar. En sem stendur liggur framtíðin í hári. SIGRIÐUR ERNA GEIRMUNDSDÓTTIR er Ijósmyndafyrirsæta Suður- nesja. Hún er 167 sentímetrar á hæð og nítján ára. Foreldrar

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.