Vikan - 06.04.1993, Side 58
Ein af fjölmörgum auglýsingamyndum af Cindy fyrir Revlon. Cindy er sögó
ágjörn í vióskiptum og rakar saman milljónum dollara á fyrirsætustörf-
unum. En hún nýtir vinsældir sínar jafnframt í annarra þágu. Myndin á
hægri síöunni er t.d. af dagatali sem hún gefur út til styrktar alnæmis-
rannsóknum.
í tilefni af sextíu ðra afmœli Revlon snyrtivara fékk Revlon til liös viö sig, auk Cindy,
Claudiu Schiffer hina þýskœttuöu, sem frœg varð í Guess? auglýsingum Marclano-
brœöra. Þœr Claudia og Cindy munu koma fram í auglýsingum Revlon meö slagorð-
Inu: „Ógleymanlegustu konur veraldar..."
Claudia var uppgötvuð ó diskóteki en hún er 180 sentímetrar á hœö, Ijóshœrð meö blá
augu. Henni hefur verið líkt viö Brigifte Bardot og víst er aö andlitssvipurinn er sláandi
Ifkur. Claudia, sem býr í Mónakó, er nú orðuð viö erföaprinsinn Albert af Mónakó án
þess þó aö trúlofun þeirra hafi verið tilkynnt opinberlega.
Cindy og eiginmaóurinn, kvikmyndaleikarinn Richard Gere,
heilsa upp á tískukónginn Karl Lagerfeld í París.
Cindy gengur hjá í kjól frá
Versace og með túperað hár
og aðdáendur og fjölmiðlar
tryllast. f þessum hópi, sem á
að heita aðalsfólk rokksins, er
Cindy eina raunverulega
drottningin. Innan dyra hittir
hún Magic Johnson, hún
kynnir sig, þau tala saman,
kyssast, rauðu AIDS-borðarn-
ir snertast. Cindy dreymdi að
Magic verði sá fyrsti í heimin-
um til að sigrast á alnæmi og
segir honum frá draumnum.
Þegar skærustu stjörnur
rokkheimsins flykkjast að
til að votta Freddie heitn-
um Mercury virðingu sína
á Wembleyleikvanginum
eru Cindyáhrifin augljós.
Kynnirinn Cindy, í hlé-
barðabuxum og leður-
jakka, skyggir algerlega
á fólk á borð við Liz
Taylor, George Mich-
ael, Axl Rose og David
Bowie. ítalskur Ijós-
myndari segir: „Það er
ekki nema ein stjarna
hér í kvöld og hún á
ekki einu sinni að
syngja."
Foxsjónvarpsstöð-
in hefur beðið Cindy
að vinna viðtalsþátt
og sjálf telur hún
Fox einu stöðina sem höfðar
til fólks á hennar aldri. Hún
samþykkir aðeins að sitja fyrir
á forsíðum helstu tískublað-
anna „vegna þess að Revlon
vill hafa það þannig. Svo
langar mig ekki að starfa sem
fyrirsæta lengur. Það er ekk-
ert sérlega áhugavert starf'.
„Finnst ykkur ég lík Barböru
Walters?" spyr hún og stillir
sér upp. Nei, reyndar ekki.
Hún er lík Cindy Crawford og
lítur út fyrir að kunna því
ágætlega. Cindy ætlar sér
ekki út í leiklist eins og flestar
metnaðargjarnar fyrirsætur.
Þess í stað ætlar hún að
skapa sér nýjan starfsvett-
vang þar sem hún getur leikið
sjálfa sig. „Cindy er miklu
spenntari fyrir hlutverki Cindy
Crawford en nokkru sem
handritshöfundur gæti samið
fyrir hana," segir fyrrverandi
umboðsmaður hennar.
Andlit Ameríku vill koma
sínum skoðunum á framfæri
og ef að líkum lætur fær hún
ósk sína uppfyllta.
í nýlegu blaðavið-
Fyrsta 1WJ
forsíöumynd Cindyar á
Vogue kom fyrir almenn-
ingssjónir í ágúst 1986.
tali var Cindy spurð hvort kon-
ur væru alltaf meðvitaðar um
það sem þær væru að sýna.
Hún svaraði því þá til að fyrir-
sætur lærðu snemma að
hvenær sem væri gæti ein-
hver verið að smella af á
myndavél. Því væri mikilvægt
að þær gerðu alltaf allt þannig
að það myndaðist vel. Hún
sagðist til dæmis reyna að
58 VIKAN 7.TBL. 1993