Vikan - 06.04.1993, Blaðsíða 62
Hljómsveitin Fleetwod Mac hefur starfaó í aldarfjóróung.
Svona var sveitin skipuö þegar hún geröi frægustu plötu
sína, Rumours: Mick Fleetwood, Steve Nicks, John McVie,
Christine McVie og Lindsey Buckingham.
▲ Duran Duran: Greinilega i
tónlistarlegri tilvistarkreppu.
DURAN DURAN:
DURAN DURAN/THE
WEDDING ALBUM
TÓNLISTARLEG
TILVISTARKREPPA
Einu sinni voru þessir bresku
sykurhúðlingar í miðju popp-
alheimsins og líkaði bara vel.
Þar er gaefan þó fallvölt,
Duran Duran lagðist í dá og
varð að tveimur sveitum,
Power Station og Arcadia. Úr
dáinu vaknaði sveitin 1988 og
sendi þá frá sér plötuna Big.
Nú hafa þeir félagar Simon
Le Bon (söngur), John Taylor
(bassi) og Nick Rhodes
(hljómborð) fengið til liðs við
sig gítarleikarann Warren
Cuccurullo sem meðal annars
hefur spilað með Frank
Zappa. Sumir hafa kallað nýja
diskinn Giftingaralbúmið
vegna myndarinnar á fram-
hliðinni.
Það má lýsa þessum diski
með tveimur orðum: tónlistar-
leg tilvistarkreppa. I raun er
hér grautað saman alls konar
tónlist þannig að ekkert er
hægt að fullyrða um hvernig
hljómsveit Duran Duran er
núna. Það má hins vegar
segja að þeir félagar hafi ver-
ið betri þegar þeir voru á fullu
í hunangssætri popptónlistinni
hér í gamla daga. Eina lagið
sem í rauninni er hlustandi á
er ballaðan Ordinary World,
sem er fín sem slík. Annað er
- ja, leiðinlegt að stærstum
hluta og til dæmis rústa þeir
lagi Lou Reed, Femme
Fatale.
STJÖRNUGJÖF: ★
THE CULT: PURE CULT
FOR ROCKERS, RAVERS,
LOVERS AND SINNERS
RAFMAGNAÐUR ROKKPAKKI
Rokksveitin The Cult hóf feril
sinn árið 1982, hét þá reyndar
Southern Death Cult en
breytti um nafn. Aðalmenn
Cult eru lan Astbury (gítar/á-
sláttur), Billy Duffy (gítar) og
Jamie Stewart (bassi/hljóm-
borð). Gestaspilarar, aðallega
trommarar, hafa einnig gegnt
mikilvægu hlutverki í sveitinni.
Cult er rokksveit sem byggir á
grunni þeim er sveitir/lista-
menn á borð við Led Zeppel-
in/Jimi Hendrix lögðu. Það er
greinilegt, en hverjir verða
ekki fyrir áhrifum frá öðrum nú
til dags? Það hefur í rauninni
allt verið gert, nýsköpun er
orðin erfiðleikum bundin f
heimi dægurtónlistar.
Hér eru tveir diskar á ferð-
inni og ná þeir yfir þetta tíma-
bil, átján laga diskur með
stúdíóupptökum, sem inni-
heldur frábær lög á borð við
She Sells Sanctuary, Love
Removal Machine, Sweet
Soul Sister, Wild Flower, Fire
Woman og ballöðuna góðu
Revolution og svo hljómleika-
diskur, fyrri hluti (hægt er að
panta hinn hlutann, til dæmis f
gegnum síma og það hefur
undirritaður þegar gert, en
hann kostar 6,99 pund). Á
hljómleikadiskinum eru níu
lög, þar á meðal Rain og Nir-
vana, bæði af plötunni Love
sem kom út árið 1985 og náði
miklum vinsældum.
Pure Cult er svakalega
þéttur, rafmagnaður rokkpakki
með einni kraftmestu rokk-
sveit Bretlands um langt ára-
bil. Svona eiga safnplötur að
vera, mikið af góðri músík fyrir
tiltölulega lítið verð!
STJÖRNUGJÖF: ★★★★
FLEETWOOD MAC:
THE CHAIN
FYRIRMYNDARPOPP
Hér er um að ræða eina af
þeim sveitum sem alltaf tekst
að dusta af sér rykið, hvað
sem á bjátar. Þetta er sveitin
sem fyrsti rokkforseti Banda-
ríkjanna, Bill Clinton, notfærði
sér svo um munaði í kosninga-
baráttu sinni, lagið Don’t Stop
hljómaði oft á þvf tímabili.
The Chain er tveggja diska
útgáfa af „25 Years”, fjögurra
diska safni sem spannar feril
Fleetwood Mac í aldarfjórð-
ung, VÁ! Á fyrri diskinum er
meðal annars að finna lögin
Sara, Hold Me, Gypsy og Go
Your Own Way, allt þekkt
popplög. Þá eru á fyrri diskin-
um fjögur ný lög. Seinni disk-
urinn hefst á forsetaslagaran-
um en hér er hins vegar blús-
inn frægi Albatross frá þeim
tíma er furðufuglinn Peter
Green var með sveitinni.
Einnig finnast hér lögin Tusk,
Black Magic Woman og svo
hljómleikaupptaka á lagi sem
heitir Not That Funny en þar
fara Lindsay Buckingham og
Mick Fleetwood trommari á
kostum.
Fleetwood Mac er fyrst og
fremst þekkt fyrir popplaga-
smíðar sem til fyrirmyndar telj-
ast en þess má geta að platan
Rumours, sem er besta plata
þeirra félaga að flestra mati,
telst klassík í poppinu enda
hefur hún selst í yfir tuttugu
milljónum eintaka.
Ekki er líklegt að The Chain
geri sömu rósir en nokkur lag-
anna á þessum tveimur disk-
um eru einmitt af Rumours.
Keðjan er pínulítið sundur-
laus, hlekkirnir missterkir og
svona dálítið sinn úr hverri
áttinni en engu að sfður ágæt-
is samkrull.
STJÖRNUGJÖF: ★★★
▲ Sýruleg
listskreyt-
ing á
þriöja
diski
kanadísku
sueitarinn-
ar Trag-
ically Hip.
TRAGICALLY HIP:
FULLY COMPLETE
KANADÍSKIR
ROKKARAR
Kanada stendur í skugganum
af Bandaríkjunum í rokkinu en
þar er engu að síður kröftug
rokkmenning. Hljómsveitin
Tragically Hip kemur frá
Ontario og er Fully Complete
þriðja verk hennar í fullri
lengd. Sveitin spilar rokk,
frekar gamaldags í stíl en
strax er það hljóðblöndunin
sem vekur athygli mína, „hi-
hattur” trommarans virðist
vera í aðalhlutverki og það er
málmkenndur tónn yfir diskn-
um, nokkuð sem margir
kvarta yfir í sambandi við
geisladiska.
Tragically Hip er pínulítið á
skjön við meginstrauma rokks
um þessar mundir, virkar
íhaldssöm. Hún spilar popp-
aða rokktónlist sem nær ein-
hvern veginn ekki miklum tök-
um á manni. Þetta er svo sem
ágætis tónlist en er fljót að
gleymast, skilur lítið eftir. Með
betri lögum eru þó Well Go
Too, Fully Complete og The
Wherewithal sem er ágætis
keyrslulag.
STJÖRNUGJÖF: ★★
▲ The
Cult; Billy
Duffy og
lan Ast-
bury.
Kraftmikil
rokkpakki.
NÝJAR HUÓMPLÖTUR * NÝJAR HLJÓMPLÖTUR
f NÝJAR HUÓMPLÖTUR
62 VIKAN 7.TBL. 1993