Vikan


Vikan - 03.06.1993, Blaðsíða 35

Vikan - 03.06.1993, Blaðsíða 35
•• TOFFARINN BOGOMIL FONT OG TROMMARINN Það eru líklega fáir tón- listarmenn sem eiga eins breiðan aðdá- endahóp og Sigtryggur Bald- ursson, fyrrum Þeysari, Kukl- ari og Sykurmoli sem nú bregður sér í gervi Bogomil Font og syngur sig inn í hug og hjörtu áheyrenda. Konur um sextugt bregða undir sig betri fætinum og slást í hóp með fólki allt niður í tvítugt til að hlusta á Bogomil syngja gamla slagara frá fimmta áratugnum. Fyrrum pönkarar, sem dáðu Kuklar- ann Sigtrygg, fylgjast með úr fjarska og þeir sem lofuðu hann fyrir sérstæðan trommu- leik með Sykurmolunum furða sig á fjölhæfni hans. Bak við töffarann Bogomil, sem er að gefa út sína fyrstu plötu um þessar mundir, leynist blíður barnakarl sem segist vera allt önnur persóna en Bogomil Font. „Bogomil er fyrir mér eins og persóna i leikriti. Flann er harður töffari og alltaf drellifínn, annað en ég sem þarf að setja upp sérstakt gervi til að vera töffari og fer sjaldan í spariföt nema á gamlárskvöld þegar við Una dóttir mín klæðumst Skota- pilsum." Hljómsveitin Bogomil Font og milljónamæringarnir var stofnuð í byrjun júní á síðasta ári og hefur síðan stöðugt ver- ið að bæta við sig verkefnum og spilar núna þrisvar til fjór- um sinnum í viku. Bogomil er orðinn alltof stór hluti af lífi Sigtryggs, að hans sögn, enda þarf hann að skipta sér af öllu er viðkemur hljómsveit- inni. Það er því engin tilviljun að hann fer með mig á aug- lýsingastofu þá sem er að vinna plötuumslagið fyrir Bogomil daginn sem viðtalið er tekið. Þangað förum við eftir að hafa hrökklast út af Hótel Borg sem var hertekin af yfir tvö hundruð eldri borg- urum Reykjavíkur. Sigtryggur hannaði sjálfur plötuumslagið fyrir Bogomil og ætlar greinilega að sjá til þess að hugmyndum hans verði framfylgt. Það á vel við hann að skipa fyrir og hann segist láta illa að stjórn. Hann ítrekar einnig að raddböndin í honum séu orðin bólgin af of- reynslu, hann megi sam- kvæmt læknisráði ekki tala meira en nauðsyn krefur og ekki veita nein viðtöl. Þar sem ég hef eftir ábyggilegum heimildum að Sigtryggi þyki voða gaman að tala hef ég ekki áhyggjur af að hann neiti að svara spurningum mínum og viðtalið getur loks hafist fyrir alvöru. Hver er Bogomil Font? Bogomil er eiginlega sam- suða úr Jean Paul Belmondo Frank Sinatra og Mikka mús og hann syngur svona „sexy- lög“, djass og mambó og leggur mikið upp úr útlitinu. Hann varar sig samt á því að taka sjálfan sig of alvarlega og það verða áheyrendur líka að gera. Það fylgir honum á- kveðinn húmor sem má aldrei hverfa. Það var dálítið erfitt að koma þessum húmor til skila á plötunni þar sem hann er hluti af sviðsframkomunni. Platan er tekin upp á tveimur böllum í Hlégarði. Ég leyfði mér smávegis prakkaraskap og kom fyrir hljóðnemum úti í sal, lók upp það sem fólk var að segja. Þetta blandast svo inn í lögin og eins blöndum við ýmsum dýrahljóðum sam- an við fagnaðarlæti áhorfenda á milli laga. Þannig kemst húmorinn, sem fylgir Bogomil, Framh. á bls 37 Eg kom fyrir hljóð- nemum úti í sal og tók upp þaö sem fólk var aö segja. Þaö var svo notaó á plötunni. ll.TBL 1993 VIKAN 35 TEXTIOG UÓSM.: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.