Vikan


Vikan - 03.06.1993, Side 49

Vikan - 03.06.1993, Side 49
- Það er merkilegt með þenn- an spíritisma. í gærkvöldi tal- aði ég við látna systur mína. - Það var sko merkilegt. - Já, en það merkilegasta var nú að ég hef aldrei átt neina systur. Við látum fyrstu verðlaun vera átta daga ferð til Parísar og önn- ur verðlaun einnig - en með eig- inkonu. - Svo þér viljið giftast dóttur minni, ungi maður. Gerið þér yður Ijóst aö hún er vön að fá allt sem hún bendir á? - Já, og í þetta sinn bendir hún á mig. Siggi litli heyrði köttinn mala og sagöi við mömmu sína: - Mér þætti gaman að vita hvar sviss- inn er á kettinum svo maður geti drepið á honum. - Heyrðu, Pétur litli, ef þú get- ur útvegaö mér lokk úr hári systur þinnar skal ég gefa þér tíkall. - Ég slæ til, svaraði sá stutti. - Og fyrir annan tíkall skal ég ná í tennurnar hennar, ég veit hvar hún geymir þær á nóttunni! Það var erlendis, þar sem strangur agi ríkir í skólum. Tveir drengir höfðu gerst óhlýönir og fengu skipun um aö skrífa nafnið sitt fimm hundruð sinnum fyrir næsta dag. - Þetta er afar óréttlátt, herra kennari, mótmælti annar drengj- anna. - Jæja, svaraði kennarinn byrstur. - Já, hann heitir bara Per Lind en ég heiti Torvald Frederik Christian Schaffalitzky de Muckadell. - Hann hefur móðgað mig stórlega, sagði bóndinn fyrir rétti þar sem hann kærði ná- granna sinn fyrir meiðyrði. - Hann sagöi aö ég hefði nauða- , Ijótan sauðarhaus. - Þaö hefur hann sagt í fljótræði, sagði dómarinn. - Nei, ekki held ég það. Hann horfði lengi á mig áöur en hann sagði það. FINNDU 6 VILLUR Finniö sex villur eöa fleiri á milli mynda Qjjjoij J9 sojq 9 ‘bj6u9| je Q;p|eíds g ‘jeuunuo>| |Ojs ? ujæq jb iQndQnjoq p ‘ijj jnQjæj QU9A jnjoq möods x ‘nuuAjs b Bjjœq jo jBuuoq puoq z ‘Jnönjo jo JBuunuo>| jnnBH ' l STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Þar eð þú ert í einu af eld- merkjunum hefur þú tilhneigingu til þess að láta ímyndunarafliö ráða of miklu í lífi þínu. Reyndu að hafa stjórn á þessu og vera þér meðvit- andi um muninn á draumi og veru- leika. Sýndu aðhaldssemi í fjármál- um og gættu þín á freistingum. Það fer ekki alltaf saman að langa og geta. NAUTIÐ 21. apríl -21. maí Þú munt á næstunni hljóta boð sem þú þiggur með þökkum. Gott er að vera stoltur af góðum verkum sínum. Þótt þú eigir þakkir skildar skaltu gæta hógværðar og æðruleysis gagnvart öðrum. Vinir þínir og vandamenn munu skilja andstöðu þína við ákveðnar breyt- ingar í umhverfi þínu. TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júní Þú virðist eiga býsna ann- ríkt um þessar mundir og hefur ekki haft tóm til að sinna kunningja- hópnum sem skyldi. Gefðu þér tíma til þess að halda góðu sam- bandi viö þá svo þeim finnist þú ekki vanrækja þá. Gáðu að því hvort ekki megi sleppa einhverju eöa hagræða hlutunum betur svo meiri tækifæri gefist til frístunda og vinakynna. KRABBINN 22. júni - 23. júli Reyndu að gera hreint fyrir þínum dyrum svo að ekki verði hætta á aö einhver saki þig um óheiðarleika og brögð í tafli. Þér gengur vel í einkalífinu og margir virðast sækjast eftir félagsskap þín- um. Ekki gefa meira af þér en þú hefur að bjóða. UÓNIÐ 24. júlí - 23. ágúst Þú hefur tilhneigingu til að bregðast illa við vinsamlegri gagn- rýni og athugasemdum þeirra sem vilja þér vel. Er það vegna þess að þú ert að fela eitthvað eða vegna hræðslu við það að sýnast ekki full- kominn í því sem þú tekur þér fyrir hendur? Þér líður best innan um fólk sem þér finnst þú þekkja hæfi- lega mikið. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Eitt af einkennum (Dinum er að vilja stundum vera alein og út af fyrir þig. Ýmislegt bendir til þess að á næstunni sértu opnari en vant er fyrir félagsskap sem á eftir að veita þér mikið. Hrós frá einhverjum sem þú metur mikils mun veita þér mikla uppörvun. VOGIN 24. september - 23. okt. Meö kímnigáfu þinni muntu láta sem vind um eyru þjóta ummæli þeirra sem segja að sókn sé besta vörnin. Að öllu jöfnu kem- uröu til dyranna eins og þú er klædd. Þrátt fyrir það er stundum eins og þú þurfir að leyna einhverju þegar ástin er annars vegar. SPORDDREKINN 24. október - 22. nóv. Á næstunni munt þú láta hverjum degi nægja sína þjáningu og taka hlutina mátulega alvarlega. Þess vegna nýturðu ýmissa við- buröa með meiri krafti en þú hefur áður viljað láta eftir þér. Þetta verð- ur einnig til þess að þú kynnist nýju og spennandi fólki. BOGMAÐURINN 23. nóvember - 22. des. Einhver verður til þess að benda þér á einkenni í fari þínu sem þú hefur ekki gefið gaum fram að þessu. Þú lætur heldur ekki hjá líöa að hjálpa þeim hinum sama að líta í eigin barm. Þú verður á næst- unni opnari fyrir nýjungum en áður, ekki síst á listasviðinu. STEINGEITIN 23. desember - 20. jan. Þú ert þessa dagana í hugarástandi sem gerir þér kleift að tileinka þér sitthvað sem þú hefur ekki áður viljað taka á dagskrá. Samband þitt við trúnaðarvin eða vinkonu á eftir að hjálpa þér að hefja spennandi en flókið, róman- tískt samband viö einhvern sem þú hélst að væri víðs fjarri. VATNSBERINN 21. janúar - 19. febrúar Loksins þegar þér finnst þú geta tekið þér frí og slakað á kemstu að því að þú átt ýmislegt eftir ógert. Drífðu í því, gleymdu ekki smáhlutunum og láttu engan bilbug á þér finna. Góöur árangur á einhverju sviði verður til þess að þú uppskerö langþráðan ávinning og kærkomið frí. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Þú keppir að settu marki og nærð því með þeim árangri að þér opnast nýjar og betri leiðir. Þú ert ómeövitaö undir áhrifum frá at- burðum úr fortíðinni. Þú skalt gera hana upp við þig í eitt skipti fyrir öll svo þú getir notfært þér þá mögu- leika sem þér eiga eftir að bjóðast. ll.TBL. 1993 VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.