Vikan


Vikan - 01.12.1994, Blaðsíða 24

Vikan - 01.12.1994, Blaðsíða 24
TEXTI OG UÓSMYNDIR: ÞORSTEINN ERLINGSSON Q - SEM BESTA LEIKKONAN í AÐALHLUTVERKI Iréne Jakob er í meöal- lagi há, fíngerð og aölaö- andi kona. Hún var meö stutt, svart hár, fklædd svartri dragt þann bjarta dag sem blaðamaður Vikunnar kom aö máli viö hana. Hún hafði nýlokiö viö að snæða hádegisverð með ýmsu fyrir- fólki í glæsilegum húsakynn- um eins af stóru koníaks- framleiðendunum í Cognac- héraðinu. Við vorum stödd á tólftu spennumyndahátíðinni í smá- bænum Cognac, sem segja má að sé einn frægasti smá- bær heims, en þar er hin þekkta vara framleidd sem ber þetta sama heiti. Iréne var hin hressasta og brugðum við okkur út í garð- inn fyrir utan og yfir í aðra álmu hússins til að eiga þar stutt spjali, en ekki var yfir- leitt mikill tími til viðtala við það fræga fólk, sem sækir þessa kvikmyndahátíð, þar sem hún er bæði stutt og mikið er um að vera meðan á henni stendur. Um þessar mundir er verið að sýna í Háskólabíói eina mynd af þríeyki sama leik- stjóra og leikstýrði „Tvöföldu lífi Veróníku“, Krzyzstofs Kieslowski, en þær bera heitin Blár, Hvítur og Rauður. Það er hinn stórkostlegi tón- smiður Zbigniew Preisner sem semur tónlistina í þess- um myndum eins og hann gerði svo frábærlega í „Tvö- földu lífi Veróníku". Iréne Jacob leikur eitt að- alhlutverkið í Rauðum eða „Rouge“ eins og hún heitir á frummálinu og því lá beinast við að spyrja hana hvers vegna hún hefði fengið þetta hlutverk í þeirri mynd. „Kieslowski þekkti mig að sjálfsögðu frá því ég lék í „Tvöföldu lífi Veróniku“ og hann taldi hlutverkið í Rauð- um passa best fyrir mig af kvenhlutverkunum í þessum myndum." segir Iréne. „Kies- lowski hefur alltaf sagt að val leikaranna sé það sem skipti höfuðmáli fyrir kvikmyndir og ég er honum hjartanlega sammála." Um hvað fjallar myndin? „Hún fjallar í stuttu máli um ástarsamband manns á sextugsaldri og ungrar konu og þegar ég las handritið varð ég strax heilluð af því á hvern hátt þessi fullorðni maður snertir hana svo djúpt tilfinningalega." Er eitthvað sameiginlegt með þessari stúlku og þeirri sem þú lékst í „Tvöföldu lífi Veróníku'1? „Því er ekki auðvelt að svara. Stúlkan í Rauðum upp- lifir allt aðra hluti en sú í Ver- óníku þannig að það er ekki svo gott að bera þær saman.“ FÉKK GULLPÁLMANN Í CANNES Hvernig bar fundum ykkar Kieslowskis fyrst saman? „Þegar hann var að finna stúlku í hlutverk Veróníku var hann að leita að franskri leikkonu. Ég þekkti yfirmann ráðningadeildarinnar, sem sá um verkið, og einn starfs- manna hennar hafði séð mig leika í myndinni „Goodby Children of Grenad11. Það leiddi til þess að Kieslowski bað mig að koma í prufutök- ur, sem ég og gerði, og eftir það valdi hann mig endan- lega f hlutverkið. Þar með fékk ég þetta mikla tækifæri til að gera stóra hluti sem svo leiddu til þess að ég fékk Gullpálmann f Cannes fyrir tveimur árum.“ Heldurðu að þú fáir nokk- urn tímann annað eins tæki- færi og aðalhlutverkið í Ver- óníku? „Ég get ekki svarað því á annan hátt en að ég vona það innilega. Það er sannar- lega þannig að sum hlutverk eru eins og himnasending fyrir mann og það var svo í þessu tilfelli. Mín skoðun er samt sú að gæði hlutverks felist í mörgum þáttum eins og til dæmis góðum leik- stjóra, góðum samleikurum og svo framvegis.11 Þegar maður vinnur með góðum leikstjóra getur hann að sjálfsögðu haft mikil áhrif á mann til frambúðar. Sann- leikurinn er einnig sá að það sem vegur mann mest upp er það að myndinni sé vel leikstýrt og að hún komi vel út í heild. Ef samsetning og handrit ganga ekki upp skiptir engu máli hversu vel maður hefur leikið.11 LÉK í RÚSSNESKRI KVIKMYND Hvaða mynd, sem þú hef- ur leikið í, hefur haft mest áhrif á þig sem listamann? „Allar myndir, sem maður tekur þátt í að vinna, hafa áhrif á manna á einn eða annan hátt. Mér finnst nokk- uð erfitt að svara þessari spurningu núna. Ég verð þó að viðurkenna að það að leika í „Tvöföldu lífi Verón- íku“ tók mikið á mig. Ég lærði mikið, þar sem ég var undir svo góðri leikstjórp sem raun bar vitni, og það var mér ómetanleg reynsla. Ég lék einnig í rússneskri kvikmynd sem hafði mikil áhrif á mig og þá sérstak- lega vegna aðstæðnanna á tökustað og þeirrar gjörólíku menningar sem ég á að venjast. pinnig var það ómetanleg reynsla að kynn- ast framandi fólki og landi.“ Liggur leiklistin vel fyrir þér? Þorsteinn Erlingsson blaöamaöur Vikunnar situr hér aö spjalli viö leikkonuna Iréne Jakob, en fundum þeirra bar saman fyrir fáeinum vikum í smábænum Cognac í Frakk- landi. íslenskir kvikmyndahúsagestir minnast leikkonunnar úr kvikmyndinni „Tvöfalt líf Veróníku11. 24 VIKAN 11. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.