Vikan


Vikan - 01.12.1994, Blaðsíða 55

Vikan - 01.12.1994, Blaðsíða 55
JÓLABÚÐINGUR EÐA JÓLAKAKA * þetta skiptið er ekki meiningin að færa ykkur uppskrift í uppskrifta- safniö heldur miklu fremur að gefa ykkur góða hug- mynd að því hvernig hægt er að skreyta, á jólalegan hátt, góða köku sem þið eigið áreiðanlega uppskrift að nú þegar. Þar sem kakan hefur verið bökuð í því, sem kalla mætti búðingsmót, hefur hún hlotið nafnið jólabúðingur í stað þess að heita til dæmis jólakaka. HRÁEFNI Fyrst er bökuð svamp-, ávaxta- eða súkkulaðikaka í til dæmis eins lítra búðings- formi. Auk þess þarf aprí- kósusultu eða -marmelaði, hjúpsúkkulaði og loks marsí- pan sem litað er með matar- lit. Að lokum er flórsykri stráð yfir skreytinguna svo ætla mætti að snjór hafi fallið á kökuna eins og best sést með því að skoða myndina. Erfitt er að segja nákvæm- lega til um hvað þið þurfið mikið af þeim efnum, sem hér hafa verið talin upp. Það fer allt eftir því hversu stór kakan ykkar er. Við efumst þó ekki um að þetta muni ganga vel hjá ykkur. Ef þið eigið ekki búðingsmót með því lagi, sem kakan hefur hér á myndinni, getið þið yfirfært skreytinguna á ósköp venju- lega tveggja hæða tertu eða jafnvel formköku. Kakan þarf hins vegar að vera nokkuð há til þess að „snjóhatturinn“ njóti sín til fullnustu. 1. Byrjað er á þvi að skera mesta toppinn af kök- unni ef hann er óeðlilega hár. Síðan er kökunni hvolft og hún sett á fallegan köku- disk. Diskurinn verður að vera töluvert stærri um sig en kakan svo laufin og berin komist vel fyrir í kringum hana. Smyrjið þessu næst apríkósusultu utan á kök- una. Ef um er að ræða ávaxtaköku getur verið gott að smyrja hana með seig- fljótandi marsípanmassa, sem fæst í verslunum, því hann á betur við ávaxta- bragðið. Allt er þetta þó að sjálfsögðu smekksatriði. 2. Þessu næst er hjúp- súkkulaðið brætt og því hellt yfir kökuna og látið hylja hana til fullnustu. Þeir, sem eru hrifnari af marslpani, geta að sjálfsögðu valið aðra leið. Þeir geta einfaldlega lit- að marsípanið brúnt með matarlit, flatt það út og lagt yfir kökuna. Þá er komið að því að setja snjóhattinn ofan á toppinn. Hann er búinn til úr marsípani sem því miður verður ef til vill ekki alveg nógu hvítt á litinn. Til þess að bæta úr því kemur flór- sykurinn í góðar þarfir en honum er stráð yfir allt í lokin eins og áður var nefnt. 3. Nú er komið að lista- manninum sem býr í okkur öllum. Það þarf að skera út úr marsípani 15 egglaga blöð og skera svo úr hliðum þeirra eins og gert er hér á myndinni til þess að búa til sem raunverulegust blöð jólaviðar eða kristþyrnis, öðru nafni. Kristþyrnir er al- geng sjón í jólaskreytingum víða um heim þótt minna beri á honum hér þar sem plantan vex ekki hér hjá okk- ur. Skerið æðar í blöðin með hnífsoddi og beygið þau of- urlítið saman svo þau verði sem eðlilegust. Nú er aðeins eftir að búa til lítil, rauð krist- þyrnisber. Það gerið þið með því að lita marsípanið rautt og hnoða svo úr því litlar kúl- ur. 4. Komið blöðum fyrir of- an á kökunni og allt í kring- um hana á diskinum og rað- ið berjunum, þremur sam- an, milli hverra tveggja blaða. Stráið flór- sykrinum yfir allt sam- an. Frábært úrval af glæsilegu kökuskrauti tv)XV)S KAUPFÉLAGIÐ MOSFELLSBÆ Opið mán.-fi. ke_. 09:00-18:30, fö. 09:00-19:00 OG LAU. KL. 10:00-19:00. KOKUBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.