Vikan


Vikan - 01.12.1994, Síða 57

Vikan - 01.12.1994, Síða 57
SÚKKULAÐIJÓLAKRANS Ekki eru allir hrifnir af marsípani en finnst hins vegar súkkulaði vera toppurinn á tilverunni. Fyrir þá hefur verið fundin upp þessi kökuskreyting sem hér birtist í máli og myndum. Einu vandkvæðin á því að útfæra hugmyndina til fullnustu er að notuð séu blöð jólaviðar eða kristþyrnis sem hjúpuð eru súkkulaði. Þau eigum við ekki en þess f stað má notað blöð af til dæmis rósum. Þau ætti að vera auðvelt að fá á þessum árstíma þótt ekki fáum við blöð af trjánum úti í garði. Ef í harðbakkann slær er ekki um annað að ræða en búa til blöð úr marsípani og hjúpa þau svo með súkkulaði. Þá sláum við tvær flugur í einu höggi. Marsípanfólkið fær marsípan og súkkulaðifólkið súkkulaði. Það, sem til þarf, er súkku- laðikaka sem bökuð hefur verið í venjulegu hringlaga formkökumóti. Auk þess þarf hjúpsúkkulaði og hvítt Blandari: íekur 1,25 I. Oruggur og þægilegur í notkun. Hrærivél: 3,5 I. skál sem snýst. Getur unnið meS allt a8 3 kg. af deigi í senn. Matvinnsluvél: Fullkomin matvinnsluvél meS öryggishandfangi á rifjárnum. Miög auövelt er aS skipta um alla fylgihluti. súkkulaði. Og einnig verður að búa til hefðbundið smjör- krem til þess að smyrja utan á kökuna. 1. Byrjað er á því að bræða hvíta og dökka súkkulaðiö. Rósablöðin, sem við höfum ákveðið að nota hér, eru skoluð og þurrkuð áður en súkkulaðið er borið varlega neðan á þau. Setjið blöðin inn í (sskáp og iátið súkkulaðið storkna vel - tvær klukkustundir í ísskápn- um ættu að nægja en vel má gera þetta að kvöldi og hefj- ast svo handa á ný næsta morgun eða kvöld. 2. Takið blöðin úr skápn- um og flettið þeim varlega af súkkulaðihúðinni. Auðvelt er að greina æðar rósa- eða trjáblaðanna á súkkulaði- blöðunum. Geymið súkku- laðiblöðin á köldum stað þar til þið setjið þau á kökuna. 3. Nú er komið að því að skreyta kökuna. Byrjið á því að smyrja á hana súkkulaði- litu smjörkremi sem búið er til eftir ykkar eigin smjör- kremsuppskrift. Það þarf að búa til nóg af smjörkremi svo hægt sé að sprauta á hana óreglulegum kremsnúrum sem eiga að minna á kvisti. Að því búnu er súkkulaði- blöðunum raðað utan á kvistina eða greinarnar. Þið verðið því að hafa í huga, þegar verið er að sprauta kreminu yfir kökuna, hvar þið viljið hafa blöðin og hvernig skreytingin verður sem eðlilegust. Þegar blöðin eru komin á kökuna og hún fullskreytt er rétt að geyma hana í ísskápnum þangað til hún er borin fram svo blöðin bráðni ekki í hitanum inni hjá ykkur. Eins og getið var um f upphafi má allt eins skreyta kökuna með marsípanblöð- um. Þau eru þá búin til með því að skera fyrst út egglaga blað, gera brúnirnar svolítið ójafnar og beygja svo blaðið til svo það líkist sem mest raunverulegu blaði. Marsí- panblöðin má lita með brún- um matarlit en sum má hafa ELDHÚSHJÁLPIN ólituð og verða þau þá eins og blöðin úr hvíta súkku- laðinu hér á myndinni. Einn- ig er greinilegt á myndinni að blandað hefur verið saman dökku og Ijósu súkkulaði til að fá Ijósbrún blöð, eða þá að notað hefur verið Ijóst og dökkt súkkulaði auk þess hvíta. Allt er hægt! FRÁ PHILIPS SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO Umboösmenn um land allt Heimilistæki hf Eldhússtörfin verða leikur einn meö nýju PHILIPS Combi 3000 HR 7805. í þessari stórkostlegu vél færðu allt í senn, hrærivél, óvaxta og grænmetispressu, matvinnsluvél og blandara. Auk þess fylgja vélinni ótal fylgihlutir. Allt til þess aö auóvelda þér eldhússtörfin. KOKUBLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.