Vikan


Vikan - 01.12.1994, Page 74

Vikan - 01.12.1994, Page 74
Oe£ UU > Z > 4 fara á kvennaráðstefnuna í Finnlandi og í samvinnu við finnska vini mína, Riittu og Jorma, ætlaði ég að frum- flytja smáleikþátt, byggðan á endurminningum konu sem er að kveðja líf sitt á eigin út- farardegi. Vonaði ég að mömmu yrði batnað þegar ég kæmi heim og allt yrði eins og það hafði áður verið, en fjórum dögum áður en ég átti að fara í ferðalagið var mamma dáin. í Finnlandi var Jorma, sem er búfræðikennari og málari, búinn að smíða kistu úti í garði og voru nágrannar hans farnir að undrast þessa kistusmíð. Einnig hafði hann þýtt leikþáttinn yfir á finnsku og ætlaði Riitta, konan hans, enskukennari og jafnréttis- kona, að flytja hann. Ég gat ekki hugsað mér að láta vinnu þeirra og alúð í minn garð verða að engu svo að ég ákvað að fara til Finn- lands og koma heim í jarða- förina strax að afiokinni sýn- ingunni. Það er bjart yfir þessum dögum, þrátt fyrir allt. Allar þessar glöðu, íslensku kon- ur, sem ég hitti, voru huggun harmi gegn og ef ég sagði bara „mamma er dáin“ þá var ég komin með kaffi og koníak fyrir framan mig, allir vildu gleðja og hugga. Dagurinn, sem litli leikþátt- urinn „Blíða myrkur" var fluttur, rann upp og við Jorma og Riitta ókum um með kistuna í bílnum og lok- ið fagurlega skreytt hvítum liljum og rauðum rósum. Miklir þurrkar höfðu verið í Finnlandi og ekki dropi fallið úr lofti í einar fimm vikur. Þegar liðið var á daginn gerði úrhellisrigningu með þrumum og eldingum. Allt var vökvað sem vökva mátti og stemmningin varð nánast rafmögnuð. Kistan var sett á Aö sýningu lokinni. Kistan í baksýn. sviðið og ég hugsaði stöðugt til mömmu og hefði viljað vita hvað henni hefði fundist um þetta allt saman, en minnug þess að hún hafði alltaf sagt við mig að ég mætti skrifa hvað sem væri um hana og nota hana eins og ég vildi, þá varð mér rórra. Rauðum rósum var dreift til áhorfenda af ber- fættum Jorma í röndóttum buxum af konu sinni; óg var hvítklædd, með hekluðu húf- una eftir mömmu á höfðinu, en Riitta var svartklædd eins og skuggi minn. Þegar ég var svo rekin ofan í kistuna því nú væri komið að leikrit- inu, ja þá fór ég bara ofan í hana og hugsaði til mömmu. Leikritið var skrifað með Og um kvöldiö gat ég boöiö Riittu og Jorma á veitingahús. Þ O Q oö z Qí o ö3 OO < Þ£ 5 ii egar ég hugsa til Isumarsins sem nú er liðið þá undrast ég yfir því hvað það hefur verið við- burðaríkt og skemmtilegt; um leið var það samt sorg- legasta sumar sem ég hef lifað. Ástæðan fyrir því er sú að mamma mín lést og ekk- ert fær því breytt; litla, fal- lega mamma mín er farin til æðri heima. Ég hafði ætlað mér að Arbohin ARIÐ1993 erkominiít Árbókin ÁRIÐ 1993 er komin út. Merkustu atburöir alþjóöamála raktir í máli og myndum. Sérkaflar um læknisfræöi, tækni, umhverfismál, kvikmyndir, myndlist, tísku og íþróttir. ítarlegur íslandskafli. Ómissandi fróöleiksnáma fyrir alla fjölskylduna. KYNNINGARVERÐ ADEINS 5.995,- EÐA 5.396,-STGR. FRODI BÓKA& BLAÐAÚTGÁFA SÍMI: 81Z300 STÓRVIÐBURÐIR í MYNDUM OG MÁLI ÁRIÐ með íslenzkum SÉRKAFLA 1993 74 VIKAN 11.TBL.1994

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.