Vikan


Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 38

Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 38
VIKAN I PARIS A TINNA OG 1 FÉLÖGUM Á HEIMILI ÞEIRRA I FRAKKLANDI Þeir eru ófáir Islending- arnir sem hafa haldið á vit ævintýranna ásamt ævintýamanninum Tinna og hundinum Tobba. Tinni i Tíbet, Tinni í Kongó, Tinni i Ameríku og svo mætti lengi telja. Tinni hefur ferð- ast víða. Hann fæddist í Það væri nú ekki amalegt aö hafa þá félaga Sval og Val uppi f hillu hjá sér. Þá mætti jafnvel nota sem bóka- stoö fyrir teiknimynda- sögurnar. Tinni er fyrsta teikni- myndaper- sónan sem Marie Leblon tók aö sér og er enn í aö- alhlutverki í verksmiöj- unni. Þessi stytta er um 40 sm á hæö og kostar hátt f 18.000 krónur. Belgíu um miðja öldina þeg- ar teiknarinn Hérge gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn og skapaði teikni- myndahetjuna Tinna og hundinn Tobba. Ungur lagð- ist Tinni í feröalög og hefur nú farið víða. í dag er Tinni heimilisvinur og fastagestur í ótal löndum víða um heim. í gömlu og virðulegu húsi úti á Normandy í Frakklandi hefur Tinni tekið sér bólfestu í hjörtum húsráðenda. Marie Leblon heitir húsmóðirinn á heimilinu. Hún er rúmlega þrítug og er leirlistamaður að mennt. Marie sá fljótlega eft- ir að hún kom út á vinnu- markaðinn að samkeppnin meðal listamanna í Frakk- landi væri hörð og til þess að lifa af í þessum harða heimi þyrfti hún að skapa eitthvað sem væri sérstakt og öðruvísi. Hún var ekki lengi að átta sig á því að framtíðin lægi í æskuhetj- unni sinni honum Tinna og í mars árið 1983, stuttu eftir aö Hérge lést, tók Tinni í TEXTI OG MYNDIR: S fyrsta sinn á sig mynd á vinnuborðinu hennar. Þessi fyrsta leirstytta af Tinna vakti strax mikla kátlnu meðal ættingja og vina og Marie ákvað að hefja framleiðslu á Tinna í stórum stíl. Þremur árum síðar fékk hún lista- manninnn Eric Delienne í lið með sér og saman komu þau á fót lítilli leirlistaverks- miðju. í dag starfa tuttugu og fimm manns undir stjórn þeirra Marie og Erics við að skapa ótal litla og stóra Tinna og aðrar teiknimynda- persónur. Tinni er enn sem fyrr í aðalhlutverki í verk- smiðjunni en sífellt bætast nýjar persónur í hópinn og vegur þeirra fer sífellt vax- andi. Fyrir mig, sem hafði legið í Tinnabókum og öðrum teiknimyndabókum í æsku, var ævintýri líkast að koma inn í verksmiðjuna þeirra Marie og Erics. Þarna voru hetjurnar mínar úr blaða- mannheiminum, þeir Svalur og Valur I öllum stærðum og gerðum. Það væri nú ekki amalegt hugsaði ég með mér að hafa Val uppi í hillu n allri sinni dýrð og nota hann sem bókastoð við teikni myndasögurnar. Eða leti- legan Viggó á skrifborð- inu til að lífga upp á til- veruna á gráum rigningardögum. Stytt- urnar af Vig- gó voru hreint óborg- anlegar og hin skemmti- IGRUN SIGURÐARDOTTIR fÁTT þær í þrívídd. Franquin '&WrMÍjM-- heimsótti því Marie í sveitina iTa jw Marie Leblon. legu persónueiknenni hans, sem teiknarinnn Franquin hefur lagt svo mikla rækt við að ná fram, skinu úr hverjum andiitsdrætti og stellingu. Franquin er sannkölluð þjóð- arhetja í Frakklandi og án efa einn víðlesnasti rithöf- undur Frakka. Hver kannast ekki við þá Sval og Val, Gorm og Pésa, Viggó og herra Seðlan, Palla og Togga, Stjána og Stínu. Allt er þetta hugarsmíð Franqu- ins og líf hans og yndi. Hon- um hefur þvf án efa brugðið þegar hann frétti að ung stúlka úti á Normandy væri farin að prófa sig áfram með hetj- urnar hans og hygðist og var ekki lengi að sjá að þarna var komin rétta mann- eskjan til að auka veg teikni- myndahetjanna. Franquin hefur látið þau orð falla að Marie hafi ótrúlegan skilning á persónum hans og ein- stakan hæfileika til að koma einkennum hverrar fyrir sig til skila. Best þykir honum henni hafa tekist upp með uppfinningamanninn Viggó viðutan en sá náungi er ein- mitt í miklu uppáhaldi hjá Franquin sjálfum. Víða um Frakkand eru menn að framleiða sögu- persónur Franquins úr leir, papplr og gúmmíi en ég held að það sé óhætt að fullyrða að engum hafði tekist jafn vel upp og þeim Marie og Eric. Stytturnar þeirra eru aðeins til í takmörkuðu uþp- lagi. Þær stærri, sem eru u.þ.b. 20-50 sentimetrar, eru yfirleitt búnar til I 1500 ein- tökum en þær minni í 5000 eintökum. Að sjálfsögðu er svo hægt að sérpanta styttur í öllum stærðum og gerðum og í sérverslunum þeirra Marie og Erics, sem stað- settar eru í nokkrum borgum í Evrópu, m.a. í Stokkhólmi, og í Tókýó og Montreal, má m.a. sjá þá Tinna og Kolbein kaftein I fullri stærð. Ég skoðaði sérverslun þeirra I París sem staðsett er á 69, rue St. Antoine I tólfta hverfi. Þar er að finna gott úrval af Tinna, Skapta og Skafta, Gormi og Pésa, Ástrík og Steinrík og öllum hinum hetjunum. Stytturnar eru af öllum stærðum og gerðum og kosta frá 3000 upp í 18.000 krónur. í versl- uninni má einnig finna boli og brækur með teiknimynda- hetjunum, bindi og töskur, plaköt, diska, bolla, glös, penna, blýanta og svo mætti lengi telja. Má segja að litla versluninn á rue St. Antoine sé heimili teikni- myndhetjanna í stórborg- inni og þvi er margt vitlaus- ara en að leggja leið sína þangað eigi maður leið um Parísarborg. Tinni og Tobbi taka vel á móti öllum. □ 38 VIKAN 9. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.