Vikan


Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 32

Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 32
< o > ÞÚ GÆTIR LÍKA UNNIÐ SVONA PHIUPS-TÆKI! Ílok september var dregið úr innsendum svörum lesenda Vikunnar í lauf- léttri könnun sem gerð var til að kanna vinsældir einstakra sjónvarpsþátta. Upp kom nafn Eddu Kristjánsdóttur, Blikabraut 13 í Keflavík. Edda veitir PHILIPS-tækinu vifitöku úr hendi Óskars Jónssonar, afgreiðslu- manns í Heimilistækjum í Sætúni. Verðlaunin sem komu í hlut Eddu voru 14 tommu sjónvarpstæki frá PHILIPS og er þetta öðru sinni sem Vikan gefur slíkt tæki í verð- launasamkeppni á þessu ári. Og enn eigum við eftir að koma út einu tæki. Það gæti komið í þinn hlut, lesandi góður, ef þú tekur þátt í jóla- verðlaunasamkeppni Vik- unnar, sem fram fer í tveim næstu tölublöðum, en auk sjónvarpstækisins er keppt um meira en tvöhundruð vinninga sem eru samtals mörghundruð þúsunda króna virði. PHILIPS sjónvarpstækið fæst í Heimilistækjum og kostar 37.790 krónur. Það er með fjarstýringu, scart-tengi og tengingu fyrir heyrnartól. Tækið varð fyrir valinu sem verðlaun þar sem það hefur hlotið mikið lof fyrir skarpa mynd. □ FELULEIKUR VIKUNNAR: Iér á síðunni birtist sama teikningin í tveim útgáfum. Sex atriði hafa breyst á milli mynda. Þegar þú hefur fundið FINNDU 6 VILLUR ora: þessar breytingar og slegið hring utan um þessi sex atriði á neðri myndinni klippir þú myndina út eða skrifar á blað hverjar breytingarnar eru. Úr- lausnarseðilinn verður þú að póstleggja eigi síðar en 20. október til Vikunnar Seljavegi 2,101 Reykjavík. i s ■ j <r> CD s ! £ j © ~[2 & TJ I I | r^-A 1 UNG OG UPPRENNANDI FRH. AF BLS. 29 Þegar síðast var dregið úr réttum lausnum krossgát- unnar komu upp fimm eftir- talin nöfn. Og sem fyrr eru verðlaunin fjórar bækur frá Fróða að eigin vali: Erla Ingvarsdóttir, Hafnar- götu 71, 230 Keflavík. Brynja Hlíðar, Trönuhjalla 5, 200 Kópavogi. Páll Gunnarsson, Blönduhlíð 31, 105 Reykja- vík. Gunnhildur Loftsdóttir, Ránargötu 42,101 Reykjavík og Jóna Margrét Júlíusdóttir, Hásteinsvegi 56 a, 900 Vest- mannaeyjum. Þeir sem hafa ráðið kross- gátu þessa tölublaðs geta póstsent lausnarorðið til Vik- unnar og er utanáskriftin: Vikan/Fróði, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Dregið verður úr réttum lausnum og fimm heppnir les- endur fá nýja herrailminn frá Givenchy. Tvíburabróður In- sensé Orginal. Ilmurinn er ferskur, tær, fullur af lífi og einstaklega hrífandi. Insensé Ultramarine fæst í eftirfarandi útfærslum; rakspíri í 50 og 100 millilítra glösum, Eau de toilet spray, einnig í 50 og 100 millilítrum, raka- krem til notkunar eftir rakstur, í 75 millilítrum, svitalyktareyðir í 75 millilítra stifti og loks sápa, sturtu- og baðhlaup í 200 millilítrum. Fyrir réttar lausnir í síðasta tölublaði fengu fimm eftirtaldir lesendur nýjasta ilminn frá Claude Montana, Suggestion: Erla Bjarnadóttir, Mörkinni 8, 108 Reykjavík, Heiðrún Hansdóttir, Trönuhjalla 5, 200 Kópavogi, Ásta Guðrún Guðbjartsdóttir, Laugarás- vegi 32, 104 Reykjavík og Vigdís Þorsteinsdóttir Lækj- argötu 530, Hvammstanga. Næstu fimmtán árin naut hann leiðsagnar kennara við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og Tónlistarskólann í Reykjavík. Eftir einleikara- próf árið 1988 hélt hann til Englands og hóf nám við Royal Northern College of Music í Manchester sem er einn af leiðandi tónlistarhá- skólum ( Evrópu. Þar var hann í eitt ár en honum fannst borgin heldur leiðin- leg þótt skólinn væri góður. Ári síðar lauk hann prófi frá skólanum og hélt þá til heimsborgarinnar London þar sem mikið er að gerast bæði í leiklist og tónlist. „í sjálfu sér er það nám að fara á tónleika og hlýða á góða listamenn," segir Ármann. í heimsborginni var hann ( þrjú ár og sótti einnig tíma í París. Fyrir þremur árum kom hann heirn." „Þessa dagana standa yfir upptökur á kammertónlist Mozarts í flutningi Camer- arctica en það er hópur sem samanstendur af okkur Hall- fríði og strengjakvartett. Við höfum unnið saman í þrjú ár, haldið fjölda kammertónleika og fyrir hver jól höldum við Mozart tónleika við kerta- ljós.“ Ármann kennir í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar auk þess að spila í óperunni og leikhúsum og af og til spilar hann með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. „Spilamennsk- unni fylgja oft mikil átök og þess vegna er nauðsynlegt að taka sér frí af og til. Mikil orka fer í tónlistariðkunina og oft er gengið langt á vara- birgðirnar. Hins vegar er mjög gefandi að spila fyrir fólk og það eina sem gildir er að koma tónlistinni sem best til skila.“ Á tónleikunum með Sin- fónfuhljómsveit íslands mun Ármann spila konsert eftir bandaríska tónskáldið Aaron Copland sem saminn var ár- ið 1948 fyrir meistarann sjálf- an, Benny Goodman. „Cop- land nýtir tónsvið og blæ- brigði klarínettunnar mjög vel. Ég hlakka til að spila konsertinn eftir að hafa und- anfarið fengist mikið við Mozart sem er mjög agaður. Konsertinn er auk þess ágæt andstæða píanókonserts Mozarts sem fluttur verður á tónleikunum." □ 32 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.