Vikan


Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 33

Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 33
NAUTNOGN Daníel Ágúst og Emilíana í hlutverkum sínum. Frh. af bls. 30 áttu óútgefin lög í pokahorn- inu og ákváðu að gefa þau út á geisladisk. Þau fengu T- World til liðs við sig og stofn- uðu listafélagið Gus Gus. Upptökur á geisladisknum fóru fram í Sýrlandi þar sem Daníel og T- World önnuðust upptökustjórn. Þeir Sigurður og Stefán Árni skrifuðu handritið að myndinni, leikstýrðu henni og klipptu. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem þeir gera en þeir vöktu fyrst á sér athygli fyrir frumleg tónlistarmynd- bönd. „í upphafi stofnuðum við fyrirtækið til að gera kvik- myndir og átti myndbanda- og auglýsingagerð að fjár- magna þær. Það gekk hins vegar ekki eftir. Því höfum við nú fengið til okkar þriðja „kjól- inn“, Baldur Stefánsson, til að afla fjármuna og ætlum nú að snúa okkur að kvikmynd- unum. Nautn er gerð án allra opinberra styrkja en ýmis fyr- irtæki hafa styrkt framleiðslu hennar. Landsbankinn var þar rausnalegastur." Sigurður og Stefán eru báðir aðdáendur leikstjórans Woody Allen en segja þó ekki hægt að finna mikil áhrif frá honum í Nautn. „Þeir hafa sinn eigin stíl og hann á eftir að koma á óvart,“ segir Emilíana sposk. „Við erum þó að fjalla um samskipti kynjanna sem All- en eru heldur ekki svo ótöm,“ segir Stefán. Nautn verður sýnd í Sam- bíóunum á undan banda- rísku myndinni Mad Love þar sem Drew Barrymore fer með aðalhlutverkið. Kjól & Anderson urðu að senda framleiðendum Mad Love, Touchstone Pictures, upp- lýsingar um Nautn ásamt eintaki af henni áður en þeir fengu leyfi til þess að sýna hana á undan Mad Love. Slík leyfi eru aðeins veitt í undantekningatilvikum og virðist stórfyrirtækinu ekki hafa litist illa á myndina. Sigurður og Stefán hafa þegar hafist handa við að skrifa handrit að næstu kvik- mynd og á hún að vera í fullri lengd. Emiliana hefur líka nóg fyrir stafni. Auk þess sem hún stundar nám í Söngskóla Reykjavíkur hefur hún hafið upptökur á fyrsta sólódisknum sem hún gefur út sjálf ásamt Jóni Ólafssyni tónlistarmanni. Hún vill enn ekki tala mikið um diskinn. Hún samþykkir þó að segja hvert nafn hans verður. „Hann á að heita Cruisien De’ Lahh en það er krúsin- dúlla lesið á frönsku," segir hún og hlær. Hún hefur fengið eðaltón- listarmenn til samstarfs við sig en meðal þeirra eru til dæmis þeir Guðmundur Pét- ursson og Jón Ólafsson. „Á disknum verða blúslög og þekkt kvikmyndalög eins og til dæmis úr James Bond- mynd og Beyond the Valley of the Dolls. Ég hef enn ekki tekið ákvörðun um það hvort þar verði líka frumsamin lög,“ segir hún dularfull á svip. □ imim Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe Vera þegar þú getur fengið tvöfalt meira magn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á aðeins 1000kr.7 Hvers vegna að bera á sig 2% af þráavarnarefnum þegar þú getur fengið 99,7% hreint Aloe Vera frá Banana Boat? Biddu um Banana Boat ef þú vilt 99,7% hreint Aloe Vera gel á 40-60% lægra verði. Það er alltaf ferskt (framleitt eftir pöntun), án spírulínu, án kemískra lyktar- efna eða annarra ertandi of- næmisvalda og fæst í 6 mismun- andi túpu-, brúsa- og flöskustærðum. Þú finnur engan mun á því að bera ferska, 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat og hlaup úr Aloe Vera blaði beint á sár, bólgur eða útbrot. Prófaðu líka Banana Boat E-gelið á sölustöðum Banana Boat (fæst einnig í 3 stærðum hjá Samtökum psori- asis- og exemsjúklinga), hrukkuhindrandi og húðmýkjandi Banana Boat A-gel, baugaeyðandi og húðstyrkjandi Banana Boat kollagen gel, hraðgræðandi Banana Boat varasalvann með sólarvörn #21, græðandi, mýkjandi og rakagefandi Banana Boat Body Lotion með Aloe Vera, lanolíni, A-, B-, D- og E-vítamíni, húðnærandi og öldrunarhindrandi Banana Boat djúpsólbrúnkugel fyrir Ijósaböð, Banana Boat sólmarg- faldarann sem milljónfaldar sólar- Ijósið í skýjaveðri, Banana Boat sól- varnarkremið með hæsta sólvarnar- stuðulinn á markaðnum, #50, næringar- kremin Banana Boat Brún-Án-Sólar í 3 gerðum, Naturica BK Sólbrún-lnnan-Frá, Naturica hrukkubanann, alnáttúrlega svita- lyktareyðinn, kristalsteininn sem þú strýkur eftir blautum handarkrika þar sem kvikna engar lyktarbekteríur. Biddu um Banana Boat i apótekum, á sólbaösstofum, í snyrtivöruverslunum, öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur og í Heilsuvali, Barónsstíg 20,7? 562 6275 KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.