Vikan


Vikan - 12.11.1998, Síða 29

Vikan - 12.11.1998, Síða 29
Glæsilegar, innfæddar konur komu og sungu fyrir gestina. Konurnar mega aldrei brosa þegar karlmenn eru nálægt, aðeins þegar þær eru í einrúmi með eiginmönnum sínum. I þjoðgarðinum skoðuðum við þorp inn- fæddra. Húsin eru byggð úr kúaskít og leir. Ótrúlegur fjöldi fólks bjó í þessu húsi, karl- inn, allar konurnar hans og börnin. Pað var verið að elda mat inni í lokuðu húsinu í 40 stiga hita. Þarna eru engin þægindi, svo sem rennandi vatn og rafmagn og frumskógurinn gegnir hlutverki klósettsins ■ m m.■■ - mmm sjö á morgnana og aftur klukkan fjögur þegar mestar líkur eru á því að dýrin séu á veiðum. Hrafnhildur ráðlegg- ur þeim, sem feta í fótspor þeirra ferðalanganna, að taka með sér góð hlífðarföt þar sem mjög kalt sé snemma á morgn- ana og seint á kvöldin og ferð- ast sé um á opnum bílum. Hrafnhildur á ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni á innfæddum. „í hópnum var fólk sem ferðast hefur vítt og breitt um heiminn.Við vorum öll sammála því að við höfum aldrei hitt fyrir eins glaðvært og geðugt fólk og innfædda. Það virðast allir vera ánægðir með lífið og alls staðar mætti okkur glaðvært viðmót. Þarna eru aldrei uppreisnir og borgara- styrjaldir, eins og víða er í Afr- íku. Anægjan og nægjusemin virðast vera þeim eðlislægar." Við fengum að kíkja í myndaalbúmin hjá Hrafnhildi og hér sjáum við myndir úr ævintýraferðinni. Verkamenn i Mombasa. Vinnuaðstaðan er ótrú- leg, þeir sitja á og skera út ótrúlega fal lega. Einu áhöldin, sem þeir hafa, eru vasahnifar. Sólþyrstir íslend- ingar i sólbaði fyrir framan hót- elið í þjóðgarðin- um í Amboseli. Hótelið er byggt úr bambus og fellur á snilldar- legan hátt inn í umhverfið. Farartæki hópsins. Þegar flug- vélin lenti í þjóðgarðinum biðu hópsins jeppar og leiðsögu- menn og síðan var haldið inn í frumskóginn á vit ævintýranna. Smári Rikharðsson, forseti Round Table á Islandi, á bara eina konu Hrafnhildi. En karlmennirnir sem eru með hon- um á myndinni mega eiga margar konur og giftast þeirri fyrstu þegar þeir hafa náð 25 ára aldri. Þeir borga fyrir konuna með búfé og fjölskylda hennar ákveður verðið. I lct ct I>l<‘II.iti«|iii .i lciftinni o(| |)iiiiin .irt 1«‘II.i ilyi ’.ciii ncfn i\l i p iyi < )< | ci cinlivcr. knn.ii hl.ind.i. il . n it il< »| >i i < >< | iix.i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.