Vikan


Vikan - 12.11.1998, Page 42

Vikan - 12.11.1998, Page 42
GRÆNT OG VÆN Fríða Björnsdóttir lumum plmntmiii er______________ ekki ætlað að lifa Eríkan, eða stofulyngið, er falleg skreyting jafnvel þótt hún sé orðin að þurrskreytingu. Eríka, eða stofulyng, kemur á markaðinn að haustinu, en þá er einmitt blómgunartími lyngsins. Stofulyngið, sem við þekkjum best úr blómabúðunum, blómstrar bleikum, örsmáum blómum. Til eru afbrigði með gulum blómum og einnig er til eríka sem ber löng, bleik og hvít, rörlaga blóm. Eríkur eru upprunnar í Suður-Afríku og skipta tegundirnar hundruð- um. Aðrar eríkutegundir koma svo frá meginlandi Evrópu. Sjö gráðup hæfilegun hiti Eríkur þurfa að vera á björt- um stað og eigi að reyna að halda í þeim lífi verða þær helst að standa í glugga. Það ætti því að vera hægt að upp- fylla þessar kröfur plantnanna en hins vegar er erfitt að upp- fylla óskir þeirra um rétt hita- stig. Sagt er að hæfilegt hita- stig sé um 7°C en þær þoli allt að 15°C. Á hvaða íslensku heimili getum við búist við slíkum aðstæðum? Hér er hit- inn aldrei undir 20-22°C inn- andyra. Kannski mætti hafa plönturnar í köldum blóma- stofum og reikna með að þær lifi en inni í stofu má segja að það sé borin von. Síðan þarf að gæta þess að plantan þorni aldrei og vökva þarf hana að minnsta kosti tvisvar til þrisvar í viku. Af þessum upp- lýsingum má sjá að kannski er einfaldast að búast við að er- íkunni verði ekki langra líf- daga auðið. í Blómagalleríinu við Haga- mel er okkur sagt að hægt sé að að kaupa sérstakl þurr- Þegar við kaupum okkur pottablóm gerum við það venjulega með því hugar- fari og í þeirri von að blómið eigi eftirað lifa og dafna í okkar umsjá og verða sannkallað stolt heimilisins. En til eru plöntur sem segja má að séu dæmdar til að deyja í okkar umsjá, og það jafn- vel þótt við leggjum okk- ur öll fram við að halda í þeim lífi. Gott dæmi um þetta eru eríka, eða stofulyng, jólastjarna og alparós. í flestum tilfell- um deyja þessar plöntur fljótlega og oftast hrein- lega vegna þess að við hugsum ekki nógu vel um þær þrátt fyrir allt. Það, sem yfirleitt veldur dauða þeirra, er að við vökvum þær ekki rétt og hitastigið inni hjá okkur er ekki það sem plöntun- um fellur best. blómalakk sem er notað til þess að úða þurrskreytingar. Það er því hægt að úða erík- una og gera hana nánast ei- lífa. Lakkið kemur í veg fyrir að blómin detti af plöntunni og liturinn helst líka nokkuð vel. Svolítill gljái kemur á plöntuna eftir að lakkinu hef- ur verið úðað á hana og sama er að segja ef þið úðið lakki yfir þurrskreytingar þær fá ákveðinn gljáa þótt hann sé ekki mikill. 42

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.