Vikan


Vikan - 01.02.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 01.02.2000, Blaðsíða 8
Þið fáið víst að heyra að þið þykið nokkuð líkir í útliti, ekki sattl Stefán Karl: „Ó, jú. Þeir eru margir sem hafa orð á því." Baldur Trausti: „Ég hef orðið fyrir aðkasti í Kringlunni vegna Stefáns. Það komu nokkrir krakkar til mín og sögðu: „Þú ert tannlæknirinn í Litlu Hryll- ingsbúðinni." Ég reyndi að neita því en þá sögðu þau að ég þyrði ekki að viðurkenna það." Stefán Karl: „Og núna rætist draumurinn, þú færð að leika tannlækninn." Til útskýringar þá er Baldur Trausti að taka við hlutverki Stefáns í sýningunni og kemst því í draumahlutverkið. Baldur Trausti: „Ég er ekki að fara að leika tannlækninn. Ég er að fara að leika Stefán Karl. Það er stór munur á þessu tvennu." Löggan sem gerðist leikari Stefán Karl hefur verið við- loðandi leiklistina lengi þótt hann sé nýútskrifaður. En þú, Baldur Trausti, hvað gerðir þú áður en þú varðst leikari? „Ég er ættaður frá fsafirði og var búinn að vera lögreglu- „Viltu gera eins ‘»g ^g ^‘g' þér?" Stefán Karl er ennþá að slípast í leik- stjóra- hlutverk- þjónn fyrir vestan í fjögur ár og kominn með hundleið á því. Konan mín vildi komast suður í nám og eitthvað varð ég að gera. Reyndar sótti hún um í Leiklistarskólanum fyrir mig. Ég komst strax inn og fann fljótlega að þetta átti vel við mig." Sér konan þín ekkert eftir því núna að hafa sótt um fyrir þig þegar þú ert í rúminu með annarri konu á hverju kvöldi? „Þú getur rétt ímyndað þér!" Stefán Karl: „Draumurinn hennar um að eiga frægan mann breyttist í martröð" Hvernig var svo að fara í gegnum Leiklistarskólann? Baldur Trausti: „Skólinn er mjög skemmtilegur. Um leið og maður er kominn inn, þá rignir upp í nefið á manni. Að vera í átta manna hópnum er algjört „ego-kikk". Maður fór á allar leiksýningar og rakkaði þær niður eins og einhver sérfræð- ingur. Ég hélt að ég myndi sigra heiminn á fyrsta degi. Mér fannst skólaárin mjög skemmti- legur tími. Alvaran tók hins vegar við að útskrift lokinni. Þá er þessi átta manna hópur sem er búinn að vera samstíga í gegnum árin, allt í einu orðinn að innbyrðis samkeppnis- aðilum." Stefán Karl: „Námið felst að miklu leyti í því að vinna í sjálf- um sér. Mað- ur þarf að gjörþekkja sjálfan sig sem leikara. Eftir þá vinnu lyftist egoið upp, sem það þarf auðvit- að að gera í þessari vinnu. Það má hins vegar ekki verða of mikið þannig að maður verði hrokafullur. Ég hef haft brennandi áhuga á leiklist síðan ég var pínulítill og er því óskaplega þakklátur fyrir að fá að starfa sem leikari. Þetta eru algjör forréttindi. Hugsið ykkur að geta lifað af því sem manni finnst skemmti- legast og er helsta áhugamálið. Ég geri mér líka grein fyrir því að veröldin er hverful og allt getur horfið einn daginn. Þótt ég sé með fastan samning við Þjóðleikhúsið þá veit ég að það er ekki ævilöng trygging fyrir verkefnum." Lofræður og jólaplata Ég cetla að biðja þig Baldur Trausti að segja mér álit þitt á Stefáni Karli sem leikara og draga ekkert undan! Baldur þegir óvenjulengi og vill greinilega ekki þurfa að segja neitt um Stefán Karl. „Ég held að ég geti alveg sagt að hann sé einn efnilegasti leik- arinn sem við eigum í dag. Ég sagði að minnsta kosti strax já, þegar hann hringdi og bað mig að leika hjá sér í Leikjum. Hann er auðvitað leikstjórinn en hann sagði nú reyndar við mig þegar hann hringdi að við myndum gera þetta saman!" Nú er komið að þér Stefán Karl. Hvað finnst þér um leik- arann Baldur Trausta? „Ég sá Baldur fyrst þegar hann var á þriðja ári í skólanum og ég á því fyrsta. Hann var að leika í Börnum sólarinnar og ég var að stjórna ljósunum. Ég „spottaði" hann strax og sá hann fyrir mér sem einn okkar fremsta leikara. Hann er mjög sérstakur. Þegar hann gengur inn á svið, þá horfa allir á Bald- ur. Hann er rosa flottur á sviði og hefur góða útgeislun. Þeir félagar eigafleira sam- eiginlegt en að vera leikarar og líkir í útliti. Báðir syngja þeir mjög vel og því var ekki úr vegi að spyrja þá nánar út í plötuút- gáfu. Stefán Karl: „Ég söng síðast inn á plötuna Jabba daba dú sem kom út fyrir jólin." Baldur Trausti: „Ég söng á Grease plötunni en við Stefán ætlum að gefa saman út jóla- plötu, er það ekki?" Stefán Karl: Jú, það ætlum við að gera. Svona jólaplötu með gömlu, góðu, jólalögunum. Baldur Trausti: „Okkur datt þetta í hug í nóvember en vor- um eiginlega aðeins of seinir fyrir þessi jól. Við verðum að láta verða af þessu fyrir næstu jól." Félagarnir takast í hendur til að innsigla samkomulagið um jólaplötuna.' Þeir eru farnir að ókyrrast enda stíft æfinga- og sýningar- kvöld framundan og þeir stökkva út í náttmyrkrið um leið og færi gefst. Stefán Karl: „Ég er óskaplega pakklátur fyrir að fá að starfa sem leikari. Ég hef haft brennandi áhuga á leiklist síðan ég var pínulítíll. Þetta eru algjör forréttíndi. Hugsið ykkur að geta lifað af hví sem manni finnst skemmtilegast og er eitt helsta áhugamálið. Ég geri mér líka grein fyrir hví að veröldin er hverful og allt getur horfið einn daginn. Þótt ég sé með fastan samníng við Þjóð- leikhúsið há veit ég að hað er ekki ævilöng trygging fyrir verkefnum." 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.