Vikan


Vikan - 01.02.2000, Blaðsíða 25

Vikan - 01.02.2000, Blaðsíða 25
væri kvæntur konu á borð við Annie hefði það leitt til hruns konungsríkisins og kippt fót- unum undan öllum þeim sem nutu góðs af pólitíska og fé- lagslega kerfi landsins, þar með töldum frímúrurum. Viktoría drottning komst að leynimakkinu og skipaði for- sætisráðherranum, markgreif- anum af Salisbury, að leysa „vandamálið". Salisbury, dyggur frímúrari, lét setja Annie á geðveikrahæli þar sem hún dó 32 árum síðar. Dóttir hennar og Eddy varð seinna hjákona Walter Sickert og eignaðist son með honum. Dóttirin dó árið 1950, Sickert dó árið 1942 og Eddy dó árið 1892. Sagan spyrst út Barnfóstran Mary Kelly fór fljótlega að drekka úr hófi fram og byrjaði auk þess að stunda vændi. Par kom að hún sagði þremur vinkonum sínum alla söguna af Eddy og Annie og fljótlega fóru þær að hafa í hótunum við hann og sögðust myndu ljóstra upp leyndar- málinu. Salisbury forsætisráð- herra ákvað að hótanirnar yrði að stöðva. Hann hafði því samband við félaga sinn úr frí- múrarareglunni, Sir William Gull, lækni drottningarinnar. Fyrir utan að vera læknir, vel innundir í stjórnmálaheimin- um og mjög háttsettur frímúr- ari var Gull í miklu andlegu ójafnvægi. William Gull ákvað að myrða vændiskonurnar, sem stóðu að hótununum, og fremja morðin í samræmi við ákveðna siði frímúrararegl- unnar. Þegar forsætisráðherr- ann og aðrir frímúrarar komust að því hvað Gull hugðist gera ákváðu þeir að hylma yfir með honum, þar sem frímúrarar eru þekktir fyrir að standa saman í gegn- um súrt og sætt. Þeir voru þó ekki samþykkir aðferðum hans. William Gull fékk Walt- er Sickert til að hjálpa sér með því að benda á vændiskonurn- ar fjórar og aðstoða sig við morðin. Þeir tældu konurnar upp í vagn til sín þar sem Gull misþyrmdi þeim og drap þær Eddy, hcrtogi af Ciarencc var sonur Edwards VII Brctakon- ungs, scm var afi Georgs VI ioðnr Eli/ahct- ar drottningar. Talið cr að lcyniskjöl liggi ) fyrir scm gictu rf/ upplýst hvcr » Kolihi kviðrista var. Suniir tcl ja jafnvcl að Eddy sc sá scki því liann var örf- licntur. síðan. Að lokum losuðu þeir sig við líkin á völdum stöðum í borginni. Fimm en ekki fjórar En af hverju myrti William Gull þá fimm vændiskonur ef aðeins fjórar höfðu staðið í hótunum við Eddy? Ástæðan fyrir því er talin sú að þegar William Gull myrti fjórðu konuna hélt hann sig vera að myrða Mary Kelly. Hann var í raun að myrða Catherine Eddowes, sem kom þessu máli ekkert við. Þegar Gull og bandamaður hans uppgötvuðu mistök sín fóru þeir heim til Mary Kelly og myrtu hana þar. Hún var nær óþekkjanleg þegar lögreglumenn fundu hana og hafði henni verið mis- þyrmt á mun hrottalegri hátt en hinum fórnarlömbunum. William Gull var sagður hafa dáið árið 1892 en í raun var hann færður á geðveikra- hæli undir nafninu Thomas Mason og dó þar nokkrum árum síðar. Hvernig getum við vitað að þessi kenning um Jack the Ripper sé réttari en aðrar? Það er kannski erfitt þar sem svo margar kenningar hafa verið settar fram og í raun er þetta sakamál orðið algjör grautur. Samt sem áður sagð- ist Joseph Sickert (sonur Walter Sickert og dóttur þeirra Eddy og Annie) að fað- ir hans hefði sagt sér frá morðunum. Joseph sagði Stephen Knight söguna og hann fann sönnunargögn sem studdu frásögnina. Stephen Knight hefur auk þess skrifað tvær bækur um þessa kenn- ingu og heita þær: Jack the Ripper: The Final Solution og The Brotherhood: The Secret World of the Freemasons. Þessi kenning er mjög spennandi og það sem er einnig athyglisvert er að fólk sem aðhyllist kenninguna seg- ir að þegar Elizabeth drottn- ingarmóðir deyi, komi margt í Ijós sem áður hefur verið haldið leyndu. Afi Elizabetar drottningar og Eddy, sá sem vandræin urðu út af, voru nefnilega bræður. Þar sem Elizabeth drottningarmóðir er orðin háöldruð er talið að hún tæki óskaplega nærri sér ef farið væri að ræða opinberlega það sem fram hefur komið í sambandi við Jack the Ripper málið og morðin á vændiskon- unum fimm sem áttu sér stað í East End í London seinni- hluta ársins 1888. Austur- London áriö 1888. Dagsctningar og staðir þar scm fórnaliimh Kohha kviðristu I'undust. i) 31. ágúst - Mary Ann Nichols. 2) S.scpt- cmhcr - Annic Chapman. 3) 30. scptcmhcr - Eli/ahcth Stridc. 4) 30.scptemhcr - Catherine Eddowcs. 5) 9. nóvcmhcr - Mary Kclly.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.