Vikan


Vikan - 01.02.2000, Blaðsíða 4

Vikan - 01.02.2000, Blaðsíða 4
f“>Étundum setur að manni kvíða 'þegar maður skoðar velferðar- ríkið okkar. i V Það liggur við að maður verði f~___* sorgbitinn. Það, hvernig búið er að börnum og öldruðu fólki á íslandi, ber ekki vott um velferð í neinum skilningi þess orðs. Eins og allir vita er leikskólapláss hvergi nœrri nóg víða í bœjum og sveitarfélögum og launakerfi kenn- ara og leikskóla- kennara er þannig að ekki verður hjá því komist að það bitni á börnunum. Skólarnir eru allt of þétt setnir og sem kennari með reynslu fullyðri ég að það sé nánast ógerningur að kenna svo vel sé með 25-28 börn í bekk eins og víða tíðkast. Það rennur manni til rifja að vita að þeir sem eiga að ala upp komandi kynslóð og ala önn fyrir henni á dagvistunarstofn- unum og í skólum hins opinbera skuli vera á flótta vegna slœms aðbúnaðar. Mér blöskraði um daginn þegar ég átti tal við ungan leikskólakennara sem var um það bil að gefast upp í vinnunni vegna þess að hún þoldi ekki það álag sem Reykjavíkur- borg er búin að leggja á hana. Starfsmenn eru alltoffáir á leikskólanum, foreldrarnir * ildir œfir og launin lág. Hvernig á fólk að þola þetta til lengdar og hvernig er hœgt að œtl- ast til að fólk undir þessu álagi geti sinnt börnunum afeins mikilli natni og þarf? Við œtlumst til að börnin okkarfái góða aðhlynningu og þá verðum við að sjá til þess að þeir sem annast þau séu ekki und- ir stöðugu álagi. Það sama, um aldrac Það liggur við að aldraðir á Islandi séu að verða ölmusumenn eins og var fyrir 2-3 öldum síðan. Uppbygging þjóðfélagsins hefur breyst svo ört að það er ekki hœgt að treysta á að fullorðin börn hinna öldr- uðu geti farið frá störfum sínum til að annast þá. Konur á besta aldri eru ekki lengur inni á heimilum sínum tilbúnar til að þjónusta unga sem aldna eftir þröfum eins og var og, sem beturfer, held ég að enginn œtlist til þess lengur að þœr hœtti störfum til að sinna umönnun frekar en karlarnir. En hvernig stendur á því að ekki er hugs- að fyrir umönnun við börn og aldraða? Afhverju eru svo margir á biðlistum eftir leikskólaplássi og þjónustuíbúðum og hvers vegna er ekki pláss á sjúkrahúsun- umfyrir þá sem þarfnast þess? Getur verið að skortur á skilningi á þess- um þörfum sé vegna þess að hingað til hafa nánast eingöngu konur sinnt að- hlynningu? Erþað afþvíað einhverjum finnst að ekki þurfi ekki að borga fyrir að sinna manneskjunni? Getur verið að það sé vegna þess að ein- hverjum (körlum?) hafi fundist sjálfsagt að umönnun barna og aldraðra sé sinnt frítt af konum? Eða er ástæðan kannski sú að þessir aðilar borga ekki beina skatta og þessvegna sé sjálfsagt að „frysta" þá? Hver sem ástœðan er þá er kominn tími til að hugsa upp á nýtt. Það er kominn tími til að hugsa á mjúkan (kvenlegan) hátt. Mannsekjan er alltaf mikilvœgust aföllu, hvort sem hún er ung eða gömul. Öll vilj- um við að börnum og foreldrum okkar sé vel sinnt og erum tilbúin að borga fyrir það. Það á að meta það til fjár að ala upp börn og kenna þeim. Framtíð okkar allra veltur á því hversu vel tekst til að mennta börnin okkar og verja þau fyrir hœttum heimsins. Það á einnig að meta það til fjár að hjúkra og sinna öldruðum og gera þeitn kleift að halda reisn sinni til dauða- dags. Það á að leggja fé til þess að byggja upp þjónustuíbúðir svo enginn þurfi að vera á stað sem ekki hentar honum í ell- inni. Við þurfum að raða upp á nýtt íforgangs- röð og setja fólk fremst. En hvernig sem staða velferðarþjóðfélags- ins er er öllum hollt að gleyma sér við lest- ur. Þá er gott að grípa til Vikunnar og fletta. í þessari Viku má til dœmis lesa um það hvernig maður getur hœtt að taka rangar ákvarðanir, skoða fallegar hug- myndir í heimilið eða lesa viðtöl við skemmtilegt fólk eða greinar um Jack The Ripper, Maríu Callas og draslfíkla svo eitthvað sé nefnt. Byrjaðu bara að fletta, þú finnur örugg- lega eitthvað sem þú hefur gaman að. Njóttu Vikunnar! Jóhanna Harðardóttir, ritstjóri Hrund Steingerður Margrét V. Ingunn B. Hauksdóttir Steinars- Helgadóttir Sigurjóns- ritstjóri dóttir blaðamaður dóttir blaðamaður auglýsingé Ingunn B. Guðmundur Sigurjóns- Ragnar dóttir Steingrímsson auglýsinga- Grafískur stjóri hönnuður Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson. Sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Anna B. Þorsteinsdóttir og Ingunn B. Sigurjónsdóttir. Vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð ( áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. pr eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.