Vikan


Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 39

Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 39
hans að batna verulega. Hún var skipulögð og góður penni og gagnrýndi mann sinn miskunnar- laust ef henni fannst hann ekki gera sitt besta. Þremur vikum eft- ir brúðkaupið hafði hann lokið við fyrstu spennusögu sína, A Study in Scarlet. Hann vann beinagrind sögunnar fyrst, síðan upphugsaði hann endinn og vann því næst afturábak að byrj uninni. Þessa aðferð notaði hann upp frá því við allar sakamálasögur sín- ar. En það var ekki fyrst og fremst fléttan í sögunni sem heillaði les- endur þessarar fyrstu bókar held- ur voru það spæjarinn skynsami, sem lét ekki yfirborð hlutanna villa sér sýn, og hinn fljótfæri og auðblekkti aðstoðarmaðurhans. Upphaflega hétu þeir Sherrin- ford Hope og Ormond Sacker en fljótlega endurskírði Conan þá Sherlock Holmes og dr. John Watson. Margir bókmennta- frömuðir benda á að Sherlock sé án efa spunninn úr ýmsum eðlis- eiginleikum Conans sjálfs og Dr. Watson að sönnu runninn upp úr öðrum þáttum skapgerðar hans. Samspil þeirra félaga sé svo við- leitni Doyles til að sætta þessar tvær hliðar persónuleika síns og sú sálræna togstreita sem lesend- ur finni fyrir gæði persónurnar meiri dýpt. Hvort það má til sanns vegar færa eða ekki er erfitt að segja. A Study in Scarlet birtist í Beeton’s Christmas Annual árið 1887 en þótt margir vilji meina að sagan hafi enga athygli vakið er það ekki rétt. Gagnrýnendur veittu henni enga athygli en blað- ið seldist upp. Söguleg skáldsaga eftir Conan, Micah Clarke, kom út árið eftir og var sömuleiðis vel tekið, svo vel reyndar að ritstjóri The Strand, sem var eitt vin- sælasta tímarit í London á þeim tíma, er sagður hafa komið hlaupandi inn á skrifstofu sína veifandi blöðum fyrir ofan höfuð sitt. „Hér eru tvær smásögur eft- ir Dr. Conan Doyle,“ æpti hann, „stórkostlegasta smásagnahöf- und síðan Edgar Allan Poe leið.“ um fram af kletti í sögunni The Final Problem. Ritstjórinn grát- bað Doyle um að breyta endin- um en allt kom fyrir ekki, sagan var birt. Almenningur í London tók þá við og 20.000 manns sögðu upp áskrift sinni að tímaritinu. Þúsundum bréfa rigndi inn hjá Doyle-hjónunum og í þeim öll- um kvað við sama tón. „Skepn- an þín,“ var algengt ávarp þess- ara bréfa. Doyle hugsaði lítt eða ekkert um bréfin því skömmu áður hafði kona hans verið greind með berkla. Ástfangínn en bundinn siðferðisboðum sjálís sín Næstu árin helgaði hann sig því að kona hans fengi bestu umönn- un sem völ væri á og smátt og smátt náði hún sér. Sjálfur varð hann verri til heilsunnar, þjáðist æ meira af þunglyndi og svefn- Ieysi. Hann var erfiður í sambúð og skapstyggur. Þá kynntist hann og varð ástfanginn af Jean Leckie sem var tíu árum yngri en hann. Honum þótti óhugsandi að yfir- gefa konu sína og hann elskaði Jean of mikið til að bjóða henni þau kjör að vera ástkona kvænts manns svo samband þeirra byggðist fyrst og fremst á náinni vináttu. Á því tímabili fékkst hann við ýmislegt, gekk í herinn og fór til Afríku, bauð sig fram til þings og náði kosningu, ferð- aðist víða og árið 1902 tókst bandarískum útgefanda að tæla hann til að endurlífga Sherlock Holmes í skáldsögunni Baskerville-hundurinn. Touie dó árið 1903 og Jean og Conan giftust árið 1907. Hjóna- bandið varð honum innblástur og árið 1912 gaf hann út vísinda- skáldsöguna The Lost World sem margir telja hans bestu bók. Á svipuðum tíma lýsti hann opin- berlega yfir því að hann væri spíritisti. Hann hafði tekið þátt í rannsóknum á yfirnáttúrulegum fyrirbærum en verið tortrygginn. Þegar sonur hans, Kingsley, dó af völdum Iungnabólgu í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, eftir að hafa tekist að lifa af skotgrafirn- ar í Frakklandi varð hugur Doy- les opnari. Harry Houdini var á hátindi frægðar sinnar um þess- ar mundir og hann sannfærði Doyle endanlega um tilvist hins yfirnáttúrulega með ótrúlegum brögðum sínum. Houdini varð einnig þekktur fyrir að koma upp um svikamiðla og nokkrum árum seinna bauð Conan Doyle hon- um að sitja miðilsfund á heimili sínu. Kona hans, Jean, var miðill- inn og hún sagðist hafa náð sam- bandi við móður Houdinis. Gamla konan vildi byrja á að blessa son sinn með því að signa hann en þá fékk Houdini nóg og gekk út. Móðir hans hafði verið gyðingur og talaði ekki ensku. Conan Doyle hélt þó áfram að tala máli spíritismans og var lengi í forsvari fyrir alþjóðahreyfingu þeirra. Síðari ár sín virtist hann hafa sæst við sköpunarverk sitt Sherlock Holmes því hann gaf út margar fleiri bækur um spæjar- ann snjalla og aðstoðarmann hans og sú saga að hann hafi ekki mátt heyra á hann minnst er goð- sögn. Rétt áður en hann dó hlaut hann riddaranafnbót fyrir ritstörf en hinn 7. júlí árið 1930 dó Sir Arthur Conan Doyle. Ævistarf hans samanstendur af 20 leikrit- um, 3 ljóðasöfnum, 22 skáldsög- um og 56 Sherlock Holmes smá- sögum auk 50 annarra ritverka. Héldu að Holmes væri raunverulegur Gífurlegar vinsældir Sherlock Holmes sagnanna urðu til þess að sala The Strand jókst enn. Til að myndskreyta sögurnar notaði Sidney Paget, listamaðurinn sem ráðinn var í það starf, bróður sinn sem fyrirmynd. Kvöld nokkurt var vesalings maðurinn, Walter Paget, á leið heim til sín þegar hópur fólks flykktist að honum vegna þess að kona nokkur hafði komið auga á hann og æpt: „Sjá- iði, þarna fer Sherlock Holmes." Fljótlega tóku einnig að streyma bréf til Doyles þar sem fólk bað um aðstoð meistaraspæjarans og margir áttu ákaflega erfitt með að trúa að Sherlock Holmes og dr. Watson væru ekki til. Margir trúðu því statt og stöðugt að Con- an Doyle væri aðeins ritstjóri þeirra félaga. Conan átti erfitt með að sætta sig við þetta og þótti það ergilegt að fólk gæti ekki gert greinarmun á skáldskap og raunveruleika. Um þessar mundir höfðu Doyle-hjónunum fæðst tvö börn, dóttirin Mary Louise og sonurinn Kingsley. Conan var að skrifa leikrit og aðra sögulega skáld- sögu en ritstjóri The Strand heimtaði eina Holmes-sögu í viku. Sakamálasöguskrifin voru því orðin mikil byrði á rithöfund- inum unga. Hann reyndi fyrst að losa sig út úr þeim með þvf að heimta 1000 pund fyrir næstu tólf sögur. Honum til mikillar undr- unar var launakrafan samþykkt. Hann varð því að standa við sinn hluta samningsins og skrifa tólf sögur. Hann var öskureiður yfir því að hafa komið sjálfum sér í þessar ógöngur. Hann reyndi þess vegna að drepa hugarfóstur sitt, Sherlock Holmes, með því að henda hon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.