Vikan


Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 58

Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 58
MnmimímkiMMii Slæmur félagsskapur og dómgreindarleysi komu mér í kast við lögin Orfagaríkur bfltúr Þegar ég byrjaði í nýjum skóla, 13 ára gamall, komst ég í kynni við tvo stráka, Kidda og Óla, sem voru með mér í bekk. Þeir höfðu verið vinir frá hví heir voru litlir og búið við sömu götu næstum frá fæðingu. Mér bóttu Kiddi og Óli rosalega spennandi strákar bótt ég vissi að beir væru ekki géður félagsskapur. Foreldrar beirra voru drykkfelldir og sinnulausir og létu allt eftir beim. Þeir leyfðu beim að vera niðri í miðbæ á kvöldin og virtust ekki taka eftir bví að strákarnir höfðu alltaf næga peninga á milli handanna. Kiddi og Óli stáiu úr búðum og ég veit um nokkur tilfelli bar sem beir hrifsuðu veski úr höndunum á gömlum kon- um. Það var erfitt að vera nýr í skólanum en bar sem ég var vinur Kidda og Óla var ég látinn í friði og enginn hefði dirfst að leggja mig í einelti en ég hræddist bað eins og allir sem byrja í nýjum skóla. Flestir krakkarnir voru hræddir við Kidda og ðla bví beir voru svo ógnandi í framkomu. Mamma komst fljotlega að bví að beir reyktu hass og voru í inn- brotum og bannaði mér að umgangast bá. Ég bóttist hlýða henni en fór bess í stað stundum heim til beirra eftir skóla eða hékk með beim niðri í bæ. Mér bótti fúlt að geta aldrei verið með beim á kvöldin en ég fór yfirleítt aldrei út eftir kvöidmat bví bá átti ég að læra. Ég umgekkst bá aldrei á sumrin bví ég var alltaf í sveit hjá frændfólki mínu. Ég held að betta hafi bjargað mér frá bví að lenda á glæpabraut með beim bví ég var frekar áhrifagjarn á bessum árum. Bílstjóri fyrir borgun Ég var ekki í miklu sam- bandi við þá eftir að við luk- um grunnskólanum en reykti nokkrum sinnum hass með þeim þegar svo bar undir en mér fannst það „kúl“ á tíma- bili. Ég vissi að þeir voru í inn- brotum og öðrum glæpum og höfðu oft lent í kasti við lög- regluna. Ég tók bílpróf þeg- ar ég var 17 ára og fékk hjálp frá mömmu við að kaupa mér bíl. Ég var í Iðnskólanum og þar sem ég þurfti að læra svo mikið fannst mér ég ekki geta unnið líka. Vasapeningarnir dugðu skammt því mér fannst svo gaman að keyra. Ég var því oft í vandræðum með að útvega mér peninga fyrir bensíni og viðhaldi á bílnum. Amma, sem er ekki með bíl- próf, bað mig stundum að keyra sig í búðir og borgaði mér alltaf fyrir eins og um leigubíl væri að ræða. Mér fannst þetta hið besta mál og þetta hélt mér oft uppi og ég þurfti sjaldan að leggja bfln- um vegna bensínleysis. Eitt kvöldið hringdu Kiddi og Oli í mig og báðu mig um að skutla sér á ákveðinn stað. Ég sagði það sjálfsagt en bætti við að ég væri bensínlítill og þeir þyrftu að borga í bens- íninu. Þeir sögðust borga mér þúsundkall fyrir og ég var sáttur við það. Ég ók heim til þeirra og sá þá bíða á gang- stéttinni fyrir utan heimili Kidda. Óli hélt á stórri íþróttatösku og ég spurði hvort þeir væru að fara í lík- amsrækt þótt mér þætti það ótrúlegt. Þeir hlógu og sögð- ust ekki eyða tímanum í slíka vitleysu. Þegar þeir höfðu sest inn í bílinn opnaði Óli tösk- una og sýndi mér hvað var í henni. Hún innihélt kúbein, hamar og tvær svartar húfur. Ég vissi þá að þeir ætluðu í innbrotsleiðangur en fannst ég ekki geta hætt við þótt þetta kæmi óþægilega við mig. Þetta voru jú vinir mín- ir. Við ókum í eitt af stærri út- hverfum borgarinnar og stað- næmdumst við einn hverfis- skólann þar. Kiddi og Óli báðu mig að bíða á meðan þeir færu og könnuðu aðstæð- ur. Ég beið í hálftíma en mér fannst eins og þetta hefði ver- ið margir klukkutímar. Loks sá ég þá koma hlaupandi með húfurnar ofan í augum og Kiddi burðaðist með mynd- bandstæki í fanginu. Hann skellti því ofan í íþróttatösk- una og bað mig að keyra af stað í einum hvelli. Við ókum sem leið lá að húsi í miðbæn- um þar sem strákarnir komu tækinu í verð. Ég varð dauð- feginn þegar þeir höfðu los- að sig við þýfið og vildi bara komast heim. Ég samþykkti með semingi að fara með þá að skólanum aftur en tók fljótlega eftir því að hvít Toyota elti okkur. Kiddi og Óli báðu mig um að fara krókaleiðir því þá grunaði að þetta væri löggan. Alltaf var bíllinn fyrir aftan okkur. Síð- an sáum við að stór lögreglu- bíll kom á móti okkur með blikkandi blá ljós. Ég stopp- aði strax og þá stukku Kiddi og Óli út úr bílnum og tóku á rás. Tveir lögreglumenn hlupu á eftir þeim og náðu þeim strax. Þótt mér liði illa gat ég ekki annað en hugsað með mér að þeir hefðu betur stundað líkamsrækt til að geta hlaupið af sér lögguna. Við vorum allir handjárnaðir og settir aftur í lögreglubílinn. Bíllinn minn var svo dreginn í burtu í lögregluportið á Hverfisgötu. Við vorum að- skildir þegar við kornum nið- ur á lögreglustöð. Tekin var af mér skýrsla og síðan var mér sagt að ég yrði yfirheyrður betur næsta morgun. Mér fannst þetta allt saman vera mjög óraunverulegt og trúði því ekki að þetta hefði kom- ið fyrir mig. Lokaðurinni Ég var beðinn um að af- henda skóna mína, beltið og GSM-símann og var síðan settur í pínulítinn og óvistlegan fanga- klefa. Ég settist á bedd- ann í klefanum og var alveg miður mín. Ég var líka brjálaður úr reiði út í strákana en einnig út í sjálfan mig fyrir dómgreind- arleysið. Ég óskaði þess að ég hefði þorað að segja þeim að ég vildi ekki keyra þá eftir að ég vissi áform þeirra. Ég lagð- Þegar Ueir höfðu sest inn í bílinn opnaði Úli töskuna og sýndi mér hvað var í henni. Hún innihélt kú- bein, hamar og tvær svartar húfur. 58 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.