Vikan


Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 30

Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 30
Samantekt: Guðríður H a r a I d s d ó 11 i r Opnaðu heimili þitt og vinnustað fyrir gæfunni Raðaðu hlutunum rétt! Uppröðun húsgagna og skrautmuna getur skipt miklu máli samkvæmt Feng Shui Ekkí nota kertaljós á vest- ur- eða norðvestursvæð- um og alls ekki staðsetia blóm á suðvestur- eða norðaustursvæðunum. Rafmagnstæki eru algjör bannvara í austur- og suðausturhornum, sem eru fjölskyldu- og heilsu- svæði (austur) og auð- legðarsvæðið (suðaust- ur). Hvaða hluti er best að staðsetja á austur- og suðaustursvæðinuP Uppröðun húsgagna og skrautmuna getur skipt sköpumbegará aðfá gott flæði ínn á heimili sitt eða uínnustað. Litir skipta eínnig afar miklu málí og má tíl dæmis alls ekki nota rauðan lit í eld- húsi og brúnn litur er afar óheillavænlegur í svefn- herbergjum. Mörgum finnast petta fremur flók- in fræði en pessi greín mun vonandi opna augu einhverra fyrír leyndar- dómum Feng Shui. Vinsældir Feng shui Feng Shui hefur undanfar- in ár verið að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum. Bækur um þessa fornu kínversku speki seljast grimmt og einnig eru gefin úl tímarit um Feng Shui. Eitt mest selda tímarit- ið heitir Feng Shui For Modern Living og það fæst í bókaverslunum hér á landi. Það er nokkuð dýrt en er inni- haldsríkt og vel þess virði að fjárfesta í því. Enn hafa ekki komið út bækur á íslensku um þessi spennandi fræði og eina leiðin til að lesa sér til um Feng Shui á íslensku hefur verið í gegnum tímarit á borð við Vikuna. Vikan hefur ann- að slagið verið með greinar um Feng Shui. Internetið er fullt af upplýsingum um Feng Shui og hægt að sitja í marga klukkutíma við tölvuna til að viða að sér fróðleik. Já, og það minnir á að einna best er að staðsetja tölvuna sína við norðvesturvegg á heimili sínu eða á vinnustað. Notkun lita á vissum svæð- um, t.d. notkun steina og kristalla, ljósa og kertaljósa í suðvesturhorninu, sem er táknrænt fyrir ást og róman- tík, á að geta örvað þann hluta tilverunnar. Margir hafa fullyrt að þegar þeir hafi far- ið eftir þessum fræðum í einu og öllu hafi líf þeirra breyst til hins betra. Peningaflæðið jókst og hjónabandið batnaði. Ekki er þó talið gott að virkja mörg svæði í einu, frekar að taka eitt fyrir í einu í róleg- heitum. Áttakortið, eða Lo Shu lykillinn, sýnir hvaða hlutir eru æskilegir á hverju svæði og hverjir eiga alls ekki að vera þar. Ekki hafa sjón- varpið þitt, tölvuna, hljóm- flutningsgræjurnar, eða ann- að úr málmi við austurvegg á heimili þínu því samkvæmt fræðunum getur það haft skaðleg áhrif bæði á fjöl- skyldulíf þitt og heilsuna. Litir og Feng Shui Þar sem minnst er á svæði í sambandi við eiginleika lita eru áttirnar sem við eiga látn- ar fylgja með innan sviga. Til dæmis: S= suður og NV= norðvestur. Rauður Frumefni: Eldur Átt: Suður Eiginleikar: Rauður er styrkj- andi og orkugefandi litur. Hann er tengdur ástríðu, hlýju og velgengni en einnig reiði og skömm. Rauður er sterkur, ráðandi litur og þess vegna er betra að nota hann sem litskreytingu en sem grunnlit. Svæði rauða litarins eru frægð (S), hjónaband (SV) og þekking (NA). Rauður litur passar engan veginn í borðstofur, barna- herbergi, eldhús eða vinnu- stofur. Gulur Jörð Norðaustur og suðvestur Gulur er tengd- ur við vitneskju og gáfur. Hann er ögrandi og eykur einnig kraft og skýrleika. Guli liturinn er tákn bjartsýni, rök- hyggju og ákveðni en einnig táknar hann slægð og ýkjur. Gulan lit er best að nota í samskiptasvæðinu (NV) en er einnig góður í þekkingar- svæði (NA) og barnasvæði (V). Grænn Frumefní: Viður Átt: Austur og suðaustur Eiginleikar: Grænn táknar vöxt, sköpun og jafnvægi. Hann er litur hvíldar og end- urnæringar. Hann er samof- inn frelsi, jafnvægi hugans og bjartsýni en einnig öfund og svikum. Grænn litur hentar vel auðlegðarsvæði lífs þíns (SA), því hann táknar vöxt. Hann er einnig góður í frægð- arsvæðinu (S). Græna litinn má nota til að skreyta baðher- bergi og garðskála en ekki í fjölskyldu-, leik- eða vinnu- herbergjum. Blár Frumefni: Vatn Átt: Norður Eiginieikar: Blár litur er tal- inn bæði róandi og græðandi. Hann er tengdur andlegum málum, hugleiðingum og leyndardómum, einnig þolin- mæði. Neikvæðir hlutar hans eru tortryggni og þunglyndi. Blár litur er heppilegur til að nota í framasvæðinu (N) og fjölskyldu- og heilsusvæði (A) og auðlegðarsvæði (SA). Notið bláan lit til að skreyta svefnherbergi og baðher- bergi. Fjólublár Frumefni: Eldur Átt: Suður Eiginleikar: Fjólublár hefur alltaf verið tengdur virðingu og andlegum málum. Skikkj- ur þjóðhöfðingja eru oft í þessum lit. Jákvæðu tenging- arnar eru ástríða, spenna og hvatning, neikvæðu hliðarnar eru að syrgja og beita valdi. Fjólublár er góður litur í frægðarsvæði (S), þekkingar- (NA) og sambandasvæði (N). 30 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.