Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 40
STUTTUR JflKKI
Upplýsingar um hvar Tinnu-garnið fæst í síma 565-4610.
Stærðir: (XS)S(M)L
Stærðir á flíkínni:
Yfirvídd: (88) 92 (96) 100 sm.
Sídd: (43) 46 (48) 50 sm.
FUNNV
Fjöldi af dokkum:
Hvítt FUNNY nr. 1002: (5) 6 (6) 7.
ADDI prjónar frá Tlnnu.
Við mælum með Bambus prjónum.
Prjónar nr. 4 og 4,5 og heklunál nr. 3,5.
Gott að eiga:
Merkihringi, prjónanælur, prjónamál, þvottamerki fyrir
FUNNV.
Fylgihlutir:
1 hnappur.
Prjónfesta á FUNNV
20 lykkjur með sléttu prjóni á prjóna nr. 4,5 = 10 sm.
Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna.
Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna.
Bakstykki: Fitjið upp (80) 84 (88) 92 lykkjur á prjóna
nr. 4 og prjónið 4 prjóna garðaprjón fram og til baka.
Skiptið yfir á prjóna nr. 4,5 og prjónið nú slétt prjón. ATH.
að fyrsta og síðasta lykkjan á prjóninum er alltaf prjón-
uð slétt = kantlykkja. Aukið í 1 lykkju í hvorri hlið innan
við kantlykkjuna með (4) 4 (4) 5 sm millibili, í allt 5 sinn-
um = (90) 94 (98) 102 lykkjur. Þegar stykkið mælist (24)
26 (27) 28 srn er fellt af fyrir ermaopi (5) 6 (6) 6 lykkjur
einu sinni í hvorri hlið. Eftir það er fellt af á öðrum hverj-
um prjón (2,1,1,1) 2,1,1,1 (2,2,1,1) 2,2,1,1 lykkja í hvorri
hlið = (70) 72 (74) 78 lykkjur. Prjónið þar til ermaopið
mælist (17) 18 (19) 20 sm. Fellið af (24) 24 (26) 26 lykkj-
ur á miðju bakstykkinu fyrir hálsmál og prjónið hvora hlið
fyrir sig. Takið auk þess úr 2,1 lykkju sitt hvorum megin
við hálsmálið = (20) 21 (21) 23 lykkjur á hvorri öxl. Prjón-
ið þar til ermaopið mælist (19) 20 (21) 22 sm og fellið þá
af. Ekki teyeja stykkið þegar mælt er.
Framstykkl: Fitjið upp (40) 42 (44) 46 lykkjur á prjóna
nr. 4 og prjónið 4 prjóna garðaprjón. Skiptið yfir á prjóna
nr. 4,5 og prjónið nú slétt prjón innan við 1 slétta kant-
lykkju hvorum megin. Aukið jafnframt í 1 lykkju í annarri
hliðinni með jöfnu bili (sjá bakstykki) = (45) 47 (49) 51
lykkja. Takið úr fyrir ermaopi í þeirri hlið sem aukið var
í, þegar stykkið mælist (24) 26 (27) 28 sm og byrjið um leið
að taka úr fyrir v-hálsmáli 1 lykkju á öðrum hverjum prjón
(7) 7 (8) 8 sinnurn og síðan á 4. hverjum prjón þar til (20)
21 (21) 23 lykkjur eru eftir. Prjónið í sömu lengd og bak-
stykkið og fellið þá af. Prjónið hitt framstykkið á sama
hátt, nema öfugt.
Ermar: ntjið upp (58) 60 (64) 66 lykkjur á prjóna nr. 4
og prjónið 4 prjóna slétt fram og til baka. Skiptið yfir á
prjóna nr. 4,5, prjónið slétt prjón og aukið jafnframt í 1
lykkju í hvorri hlið með u.þ.b. 2 sm millibili (4) 4 (4) 5 sinn-
um = (66) 68 (72) 76 lykkjur. Þegar ermin mælist u.þ.b.
(10) 10 (11) 12 sm eru felldar af 5 lykkjur í öllum stærð-
um, einu sinni í hvorri hlið. Takið síðan úr 3 lykkjur í
upphafi hvers prjóns þar til (14) 16 (14) 18 lykkjur eru
eftir í miðjunni. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt.
Frágangur: Saumið saman axlar- og hliðarsauma.
Saumið saman ermarnar og saumið þær síðan í. Heklið
með tvöföldu garni og heklunál nr. 3,5 1 röð fastapinna
meðfram báðum köntunum og hálsmálinu (byrjið neðst
á hægra framstykki). Hæfilegt er að hekla 6-7 fastapinna
á hverja 5 sm. Styðjið vel við þannig að kanturinn verði
hæfilega stífur án þess að strekkist á honum. Saumið eina
hneppslu efst á hægra framstykki við hálsmálið (sjá mynd)
og eina tölu vinstra megin. Saumið þvottamerki fyrir
Funny inn í flíkina.
40
Vikan