Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 11

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 11
m e p p n i smásaga eftir Ivan Levach HÚN á eftir að ganga af mér dauðum. Hún kjaftar stanzlaust allan daginn. Ég hef varla komizt að í þessi tvö ár, sem við höfum verið gift. Eg hef reynt allt — reynt að þegja, í þeirri von að hún skilji, að ég tek ekkert eftir því, sem hún segir. Ég hef reynt að hóta henni, en árangurslaust. Hún er að gera mig geð- veikan. En það broslegasta af öllu — ef bros- legt skal kalla — er að ég hefði vel getað komið í veg fyrir allt þetta, ef ég hefði verið dálítið ákveðnari þetta örlagaríka kvöld fyrir hálfu þriðja ári. Ég gæti nú lifað góðu lífi. Lífi piparsveinsins. Allt þetta er því að kenna, að ég fór út að dansa með Reg Barker. Ég hef aldrei verið gefinn fyrir að dansa. Tónlistin hefur svæfandi áhrif á mig. Svo að þegar Reg (hann var bezti vinur minn) kom þetta kvöld, var ég ekk- ert æstur í að fara út. Reg er einn af þess- um hundheppnu mönnum, sem allt leikur í lyndi fyrir. „Láttu ekki svona, Bill,“ sagði hann. ,,Bara þetta eina skipti. Við höfum ekk- ert gert annað en að fara í bíó síðastliðið ár. Þetta verður tilbreyting.“ Hann hafði rétt fyrir sér. Ég var orð- inn leiður á því að sjá sífellt sömu hetj- una, í eitthvað tuttugu myndum, þar sem eitthvað tuttugu stjörnur féllu fyrir hon- um. „Jæja þá,“ sagði ég. „Þá förum við út.“ En hefði ég vitað hvað ég var að gera hefði ég aldrei farið. Við komum snemma inn í danssalinn. Ég dansaði dálítið við miðaldra frekknótta konu. I byrjun skemmti ég mér allsæmilega. Þegar dansfélagi minn hafði látið þá skoðun sína í ljós, að það væru nokkuð margir þarna þetta kvöld, og ég hafði sagt eitthvað um hljómsveitina, þögnuð- um við bæði. Þögn — ég kann orðið að meta þögnina eftir þessi tvö ár. Þegar dansinn var á enda gekk ég til Regs, sem stóð afsíðis. „Jæja,“ sagði ég „hvernig finnst þér?“ Honum gafst ekki tími til að svara. Allt í einu virtist trommuleikarinn tryllast og fólkið í kringum okkur gekk berserks- gang. Það þreif í hvert annað og kastaði hverju öðrum um allt dansgólfið. Þetta voru fyrstu kynni mín af rock’n’roll. Maður stóð fyrir framan hljómsveitina og gaulaði eitthvað með. Fólkið virtist algerlega fjarri sér — það var þá, sem við Reg sáum hana! HÚN hringsnerist á gólfinu. Náunginn, sem hún var að dansa við, ef hægt var að kalla það dans, henti henni um gólfið, eins og bolta. Hún var yndislega vel vaxin, fæturnir voru fullkomnir. Hár- ið var allt í óreiðu, en það jók aðeins á fegurð hennar. Reg var bersýnilega alveg frá sér num- inn, þegar hann sá hana. „Bill,“ sagði hann eins og í leiðslu, ,,ég verð að dansa við hana þessa.“ Þetta var hlægilegt. Reg gat naumlega dansað vals, en rock ’n’ roll —- nei. „Það þýðir ekkert fyrir þig,“ sagði ég við hann. „Hún lifir fyrir jitterbug og rock ’n’ roll og hvað það nú heitir allt saman.“ „Gerir ekkert, gerir ekkert,“ svaraði hann með augun eins og límd við stúlk- una, þar sem hún hélt aftur í sæti sitt. „Ég get lært það.“ Hann reyndi seinna um kvöldið, en það var eins og ég hafði sagt. Hún leit einu sinni á hann, hnusaði og hélt áfram að tala við einn vina sinna. Reg missti ekki móðinn. Nei, hann var ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að vinna gripinn. Hann hafði auga með henni allt kvöld- ið. Ég? Ég hélt bara áfram að dansa. Ég vissi að Reg hafði alltaf heppnina með sér, ég hafði enga von. En hann náði ekki í hana þetta kvöldið. Alla leiðina heim, hélt hann áfram að tala um Önnu, en það hét stúlkan. Næsta kvöld var barið óþolinmóðlega á dyrnar hjá mér. Ég opnaði hurðina. Fyr- ir utan stóð Reg, klæddur í nýtízku gæja- föt. „Hver fjárinn," sagði ég. „Hvað á þessi grímubúningur að þýða?“ „Sérðu það ekki?“ útskýrði hann. „Ef ég kem svona klæddur, heldur hún að ég sé svakalegur rokkari. Ég verð að kynn- ast henni.“ Þetta þýddi að við yrðum að fara aft- ur út að dansa þetta kvöld. Ég hugsaði mér að gaman væri að fylgjast með því, hvernig Reg færi að því að vinna stúlk- una. Það voru ekki eins margir í danssaln- um eins og kvöldið áður, og okkur heppn- aðist að ná sæti við barinn. Þegar við vorum seztir, byrjaði Reg strax að snúa sér í allar átti. „Hvar er hún?“ hvíslaði hann ákafur, „heldurðu að hún komi í kvöld ?“ „Ætli það ekki,“ svaraði ég,“ hún virð- ist lifa á rock ’n’ roll.“ Reg leit rannsakandi í kringum sig. Skyndilega stirðnaði hann upp. „Þarna er hún,“ hvæsti hann. „Alein.“ Tíu mínútum síðar, þegar hljómsveitin lagði í fyrsta rokklagið, sá ég Reg þjóta í áttina til stúlkunnar. Reg fylgdi stúlkunni sigri hrósandi út á dansgólfið. En svo varð þessu lokið jafn skyndilega og það hafði byrjað. Stúlkan byrjaði að hrista sig alla og hoppa um gólfið, en Reg stóð bara og horfði á eins og illa gerður hlutur. Hann hafði bersýni- lega ekkert vit á rock ’n’ roll, og stúlkan komst fljótt að því. Hún hætti skyndilega að hrista sig, leit grimmilega á hann, og gekk í burtu og skildi Reg einan eftir úti á miðju gólfinu. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum. Þegar hann kom til mín sagði ég við hann: „Ég mundi hætta að eltast við hana.“ „Aldrei,“ hrópaði hann. „Aldrei. Mér datt í hug að þú mundir hjálpa mér að komast að því hvar hún býr.“ „Nei, ég held nú ekki,“ sagði ég. „Ef þú ert svo áfjáður í að ná í stúlkuna get- ur þú gert það án minnar aðstoðar.“ Og hann elti hana heim til hennar. En hún sá hann á leiðinni, og sagði lögreglu- þjóni, að maður væri að elta sig. Ég var Náunginn henti henni uni gólfið eins og boUa. þrjár klukkustundir að ná Reg út af lög- reglustöðinni. En hann var ekki á því að geíast upp. „Við reynum aftur á morgun," sagði hama vonglaður. NÚ fannst mér nóg komið. „Á morgan skal ég sjá um allt,“ sagði ég virðti- lega. „Til þess að þú komizt ekki í klanö- ur skal ég dansa við hana og kynna hana síðan fyrir þér seinna.“ Þannig skeði það. Næsta kvöld gekk ég að draumadísinni hans Regs og bauó henni upp. Hún stökk á fætur. „Ég heí verið að bíða eftir því að þér byðuð mér upp.,“ sagði hún og rödd hennar va.r eins og bjölluhljómur. „Vinur yðar fer í taug- arnar á mér. Ég vildi að allir menn væni eins og þér.“ Ég kokgleypti. Ég ýar í sæluvínm. Þrem vikum seinna giftumst við, og síó- an hef ég aldrei komizt að. Bjölluhljómur- inn er orðinn að ógurlegum drunum. Reg? Hann var auðvitað mjög gramrr í byrjun. En þegar hann hafði heimsótt okkur nokkrum sinnum, fóru að renna á hann tvær grímur. Honum leizt bersýrn- lega ekkert á málæðið í Ann. Síðast þegar ég frétti af honum, var hann hættur að reyna við rock ’n’ mll. Hann vill ekki eiga neitt á hættu. Já, hann er heppinn hann Reg. / MYRKRINU Sviðið: Lestarklefi í Rúmeníu á strSðsánw- um. Persónur: Þýzkur liðsfoi'ingi, rúmenskuv liðs- foringi, gömul kona og snotur ung stúlka. Lestin ekur inn í jai'ðgöng. Farþegarnir heyra fyrst hávært kosshljóð og síðan smell af löflr- ungi. Lestin ekur aftur út i dagsbirtuna. Alíir steinþegja, en þýzki liðsforinginn ei- kominn rn‘ & glóðarauga. Gamla konan hugsar: „En hvað þetta er sið- söm stúlka. Hún hefur sannarlega skapfestu tif að bera.“ Stúlkan hugsar: „Hvað þetta er skrýtið! J.ð hugsa sér að liðsforinginn skyldi heldur reyha að kyssa gömlu konuna en mig!“ Þjóðverjinn hugsar: „Þessi Rúmeni er svei mér sniðugur náungi — hann stelur kossi og <'g fæ lcðrung fyrir.“ Rúmeninn hugsar: „Þetta var snjallt hjá mér. Ég kyssi á handarbakið á sjálfum mér, gef þýzk- umi liðsforingja á hann og kemst upp með það." VIKAN ■11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.