Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 13

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 13
legur. En hann gat líka verið grimmur. En þrátt fyrir timburmennina var hann hinn bliðlegasti þennan morgun. „Þú ættir að fá þér eitthvað að drekka," sagði hann. „Eg ætla að minnsta kosti að fá mér eitt- hvað að drekka eftir þetta sull frá lyfsalanum.“ Hann tók í handlegg mér og við gengum út úr lyfjabúðinni. Þegar við vorum að fara yfir göt- una, sagði hann: „Hefurðu fengizt nokkuð við að skrifa, Neil? Þú varst ekki sem verstur ef ég man rétt.“ „Ég skrifaði leikrit, meðan ég var í Austur- ríki,“ sagði ég. „En nú horfir enginn á neitt nema söngleiki og revýur. Þar fyrir er ekki víst að leikritið hafi verið svo mikils virði.“ „Það er ósköp að heyra í þér,“ sagði hann. „Njóttu lífsins. Þú mátt ekki taka það of alvar- lega. Það rætist alltaf úr vandræðum manns. Á ég að útvega þér vinnu?" Ég staðnæmdist. Eg hefði getað slegið hann. Hann vissi að ég var atvinnulaus, og hann ætl- aði að njóta þess hve mér leið illa. Hann var samvizkulaus. Hann naut þess að koma öðrum í vandræði. „Það getur verið að það sé gaman að lifa," sagði ég, „en það er ekki svona óstjórn- lega fyndið." „Komdu upp á gangstéttina," sagði hann. „Það er vissara. Heldurðu að ég sé að gera að gamni mínu?“ „Þú hagar þér kjánalega," sagði ég við hann gramur. Hann gat leikið sér að mér eins og leik- fangi, og hann notfærði sér aðstöðu sína. Hann tók i handlegginn á mér og leiddi mig inn á næstu krá. Hann pantaði whisky... „Skál," sagði hann og leit glettinn á rnig. Hann hló. Þú heldur að mér sé ekki alvara," sagði hann. „En mér er alvara. Viltu vinnuna eða ekki?" Ég skellti í mig whiskyinu og pantaði annað glas. ,,Ég vil ekki vera upp á þina miskunnsemi kominn." Ég var sárgramur. „Guð minn góður. Ósköp máttu við litlu," sagði hann. „En hef ég nokkurn tíma verið miskunnsamur ? Mig minnir að þú hafir einhvern tíma sagt við mig að ég væri mesti fantur og fúlmenni — og það oftar en einu sinni. En það er einkennilegt, að ég er sárfeginn að ég rakst á þig. En það er nú svona. Ef mann vantar mann I vinnu, kemur næstum alltaf sá rétti. Það eru ekki margir, sem gætu innt þetta verk af hendi. Og þú ert sá útvaldi." Ég fór að hafa áhuga á málinu. Hann brosti til mín. „Þú veizt, að mér er full alvara, Neil. Ef þig vantar vinnu ertu velkominn til mín.“ „Hverskonar vinna er það?“ spurði ég. „Þrír mánuðir í Cortina í Dolomite-ölpunum, við að skrifa kvikmyndahandrit fyrir kvikmjmda- félagið mitt," svaraði hann. „Hundrað pund á mánuði og þar að auki allur aukakostnaður." Ég greip andann á lofti. Ég hafði haft heppn- ina með mér. En hversvegna varð ég fyrir val- inu? „Heldurðu að ég geti skrifað kvikmynda- handrit, sem þið verðið ánægðir með?" spurði ég. „Þú þarft ekki beinlínis að skrifa neitt hand- rit. Ég er búinn að fá handritið nú þegar." „Hvað á ég þá að gera?" Hann skildi vonbrigði min og klappaði á öxl- ina á mér. „Það er ekki sem verst að dveljast í þrjá mánuði í svona góðum skíðalöndum, finnst þér það?“ „Það er satt,“ svaraði ég. „En ég varð fyrir vonbrigðum. Þú býður mér vinnu við að semja handrit, en svo segistu eiga handrit fyrir. Þú veizt að mig hefur alltaf langað til að verða rithöfundur." „Ég ætlaði ekki að valda þér vonbrigðum," sagði hann. „En það er bezt að ég sé hreinskilinn við þig. Ég held ekki að þú getir skrifað það sem við viljum helzt. En ef þú skrifar gott kvik- myndahandrit skal ég lofa þér, að ég skal lesa það yfir og reyna að nota það. Finnst þér það ekki sanngjarnt?" „Jú, jú,“ sagði ég. „En hvað í ósköpunum á ég þá að gera?" ^ „Þú talar ítölsku, er það ekki?" „Ég get bjargað mér,“ svaraði ég. „Fínt," sagði hann brosandi. „Þar sem þú álít- ur þig ævintýramann, hlýtur þetta að verða mjög skemmtilegt fyrir þig. En þetta getur allt mis- heppnast. Ef svo fer, verður þú að gera þér að góðu þriggja mánaða sumarfrí í ölpunum. Mig grunar nefnilega dálítið. En ég má ekki vera að því að fara'sjálfur. En mig vantar einmitt mann, sem ég get treyst. Mann sem getur látið mig vita um allt sem gerist þarna. Þú ert einmitt maðurinn." „Ég þakka," sagði ég. Ég var farinn að hafa mikinn áhuga á málinu. Og ákafi Engles smit- aði mig. Hann hló. „Ég er ekki að reyna að skjalla þig. Það vill bara svo til að þú ert þessum eigin- leikum búinn. Og þú ert vel pennafær og það slær smiðshöggið. Jæja — viltu taka þetta að þér ?“ „En hvað á ég að gera?" „1 guðanna bænum, Neil,“ hrópaði hann. „Viltu taka þetta að þér eða ekki?“ „Auðvitað vil ég það,“ svaraði ég. „Ég er at- vinnulaus. En auðvitað vil ég fá að vita, hvað ég á að gera." „Þú ættir að þekkja mig,“ sagði hann rólega. „Ég mundi ekki vera að bjóða þér þetta, ef ég vissi ekki hvað ég væri að leggja út í. Ætlarðu að taka þetta að þér eða ekki?“ 1 sumar var gerð nákvæm eftirmynd af Mayflower, fyrsta skipinu, sem flutti píla- gríma til Nýja Englands fyrir 337 árum. Þetta skip, sem hlaut nafnið Mayflower II, var svo líka látið sigla yfir Atlants- hafið, frá Plymouth í Englandi til Ply- mouth í Bandaríkjunum og tók það 54 daga. Það var mikið um dýrðir þegar skipið tók land og er myndin tekin við það tækifæri. Á hafnarbakkanum safnaðist saman mikill mannfjöldi, til að fagna skipinu, og kringum það sigldu fagurlega skreytt- ir bátar. Á Plymouth-Rock, staðnum þar sem fyrsta landnemaskipið tók land árið 1620, stendur nú súlubyggingin, sem sést á myndinni. Árið 1620 sigldi gamla Mayflower 5500 km. leið yfir hafið á 66 dögum með 102 „Mig langar til þess,“ svaraði ég. „Gott.“ Hann pantaði meira whisky. „Jæja,“ sagði hann. „Ég er að missa af lestinni. Hefúrðu verið í Cortina?" (Ég hristi höfuðið. Auðvitað hafði ég verið ‘ þar. Við höfðum haft þar aðsetur í stríðinú. „Gerir ekkert," sagði hann. „Ég ætla að táká kvikmynd þar. Það er ekki nógu mikill hráði í . myndum nú á dögum. Kvikmyndaframleiðend- urnir virðast halda að fólkið komi í kvikmynda- húsin til þess að hlusta. En það er rangt. Það fer til þess að hoz-fa á hlutina. Skiðamynd mundi verða mjög vinsæl. Það eru allir vitlausir í alls konar íþróttir eftir stríðið. En fyrst ætla ég að senda þangað apamann. Joe Wesson að nafni, en hann er fyrirtaks myndatökumaður. Hann á' að taka þar nokkrar myndir, til þess að sann- færa félag mitt um að það sé þess virði að taka mynd þarna. Þú verður sendur til þess að semja kvikmyndahandritið. Það er bara til þess að ég hafi einhverja ástæðu til þess að senda þig þangað. Mér er fjandans sama hvort þú skrifar handritið eða ekki, en þú skalt reyna. Joe Wesson býst við því að þú skrifir eitthvað. Sem sagt þú ferð þangað í orði kveðnu til þess að skrifa kvikmyndahandrit. Ég skal sjá um allt." farþega og 20 manna áhöfn. í sumar hrakti Mayflower II. lengra suður eftir, svo leið- in varð 3500 km. lengri og tók ferðin 54 daga. Nýja skipið er eins nákvæm eftirmynd af því gamla og hægt var að gera það, eftir að skipaverkfræðingar og sagnfræð- ingar voru búnir að bera saman ráð sín. Skipsmenn voru 33. En á Mayflower II. voru nokkur nýtízku tæki, sem landnem- amir þekktu ekki, svo sem ioftskéyta- tæki, radar, rafmagn og niðursoðinn mat- ur. Eftir skamma viðdvöl í Plymouth, sigldi skipið til New York, þar sem það var haft til sýnis í allt sumar fyrir ferðamenn. í haust heldur bað svo aftur til Plymouth, sem gjöf frá Englendingum til bandarísku þjóðarinnar. FramhalcL í nœsta blaði. Mayflower II. siglir til Ameríku VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.