Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 12

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 12
eftir Hammond Innes I Monte Cristallo suður í ítölsku Ölpunum stendur skíðaskáli hátt uppi í f jalli. Þar gerizt nýja framhalds- sagan, sem hefst í blaðinu í dag. Þetta er saga um furðulega innrætt fólk, saga um græðgi og ofbeldi í ein- keimilegu umhverfi. Sögu- hetjan er blaðamaður og æf- intýramaður, sem heldur þarna suðureftir til að skrifa ' kvikmyndahandrit — og hann fær sannarlega nóg efni í kvikmyndina sína. t1 ....•. ÍETTA vaf í fyrsta sinn sem ég sá kvikmynd i ina, í hfiil’u lagi. Aður hafði ég séð hluta af henni, sem svo voru klipptir niður svo úr varð sjálf myndin.. Það var einkennilegt að sitja þarna í myrkr- inu í sýningarsalnum og horfa á þessa hrylli- legu sögu á tjaldinu. Auðvitað var myndin dálítið frábrugðin því sem raunverulega hafði gerzt. Við höfðum breytt efninu dálítið og söguþráðurinn vár' ííreýttur. En þarna var það samt í megin- atriðum á tjaldinu. ívfyndin byrjaði á því, að sýndur var skíðakof- ,inn. Myndin var tekin úr togbrautinni. Þannig hafði' ég 'eínnig séð skíðakofann í fyrsta skipti. Þegár togsieðinn nálgaðist kofann, hætti ég al- veg að fylgjast með sögunni. Því að ég vissi hvernig skíðakófinn mundi líta út að innan. Ég vissi hverjir voru þar inni og hvað sagt mundi verða Ég sat þarna í myrkrinu lifði söguna á ný. Nú g'étur verið að einhver segi: Auðvitað veiztu hvað skeður næst vegna þess að þú skrif- aðír kvikmyndahandritið. — Þetta er að vísu satt. En það er tvennt ólíkt að búa til sögu eða skrifa um það, sem hefur raunverulega komið fýrir - undir handleiðslu dáins manns, ef svo mætti' að órði komast. Engles átti hugmyndina — að taka kvikmynd af þessum hryllilegu við- burðum. Það var hann sem kynnti mig fyrir sögupersónunum. Hann hjálpaði mér á margan iiátt' ; rríéð að skrifa kvikmyndahandritið. Hann hafði gefið sögunni nafn — hann hafði vélritað nafnið með fingrunum, sem voru orðnir stífir af kulda. Enda þótt ég hefði skrifað sögima og annar maður hefði haft leikstjóm á hendi fannst mér hann eiga allan heiðurinn skilinn af myndinni. Mér fannst eitthvað óhugnanlegt við að sjá myndina í heild. Það voru ekki leikararnir i hlutverkum sínum sem ég sá, heldur sá ég fyrir mér sjálft fólkið, sem ég hafði þekkt svo vel. Það var eins og að sjá vofur. Svo mörg þeirra voru dáin. Ég hafði líka verið hætt kominn i köldum hlíðum Monte Cristallo. Eg man þetta allt svo greinilega. Það þufti ekki að búa til rándýra kvikmynd til þess að minna mig á það sem kom fyrir. Leyfið hinum látnu að hvila i friði. Það var hryllilegt að sitja þarna í þægilegu sæti og hugsa sér að það væri seldur aðgangseyrir að þessari voðalegu mynd. Þetta er ef til vill einkennilegt upphat' á sögu, sem ekki er einu sinni draugasaga, heldur saga um furðulega innrætt fólk, saga um græðgi og ofbeldi í einkennilegu umhverfi. Eg hef ef til vill byrjað á öfugum enda, en það er vegna þess, að þegar ég sá kvikmyndina, fannst mér ég verða að segja söguna eins og hún var og eins og ég lifði hana. Ég ætla aldrei að sjá kvikmyndina aftur. Myndin er- á sinn hátt prýðileg, en ég þoli ekki að horfa á hana eln'u sinni enn. Ég ætla að segja söguna eins og ég lifði hana. Ég vona að þegar ég hef lokið málí mínu, muni ég geta gleymt öllu því sem kom fyrir. Það var aðeins tilviljun eln að ég lenti í þessu ævintýri. Það var fyrsti desember, drungalegt veður og ég var í drungalegu skapi. Ég var staddur hjá lyfsalanum. Derek Engles stóð við afgreiðsluborðið og var að fá sér eitthvað við timburmönnum. Hann kom auga á mig og gretti sig. Engles var sídrekkandl, en sjaldan fullur. Vínið hafði blátt áfram betrandi áhrif á hann. Hann varð alltaf að fá sér að drekka, þegar eitthvað amaði að. Hann borðaði aldrei morgun- verð og gekk alltaf með aspirintöflur- á sér við timburmönnum. Ég veit ekki hversvegna hann var einmitt þarna þennan morgun. Þetta eru víst forlög. Fyrir stríðið hafði ég gefið út lítið blað i Wiltshire. En það fór á hausinn og þegar ég kom úr hernum, var ég atvinnulaus. Mig dauðlangaði að sjá aftur Peggy og krakkana, en ég gat ekk- ert annað gert en að minnta kosti eitt ár enn. Þá stakk einn vinur minn upp á því við mig að við gæfum út tímarit í Exeter. Við réðumst í það, en eftir sex mánuði var allt farið út um þúfur. Ég skrifaði öllum sem ég þekkti. Ég hafði alls staðar reynt að fá vinnu en árangurslaust. Ég sendi Peggy og krakkana aftur til Wilt- shire. Ég hafði ekki komið til London í fimm ár. Ég hafði ferðazt um allar heimsálfur. Ég hafði verið lengi á Italíu og i Austurríki. Ég hafði búið á beztu gistihúsum Evrópu. Og þennan morgun stóð ég einn í rigningimni í stórborginni og englnn veitti mér eftirtekt. Ég var æstur og órólegur. Það var einkennilegt að vera kominn aftur í óróa stórborgarinnar. En ég var einnig sorgbitinn, því að hvergi er eins sárt að vera atvinnulaus og i London. En vinna var ekki það eina sem mig vantaði. Þennan morgun vantaði mig einnig tannkrem. Þessvegna labbaði ég mig inn í næstu lyfjabúð. Og þar sá ég Engles. Við höfðum verið saman i hernum. Svo skild- ust leiðir okkar og ég sá hann ekki eftir það. Mér hafði alltaf verið vel við hann. Hann var hörkuduglegur og fullur af fjöri. Nú vai- hann búinn að snúa sér að kvikmyndunum og eftir því sem blöðin sögðu var hann einn bezti leik- stjóri í Englandi. Síðasta mynd hans, ,,Þrír leg- steinar“ hafði slegið öll met i aðsókn. Hann kinnkaði kolli til mín, setti glasið á borð- ið og horfði lengi á mig. „Hvað ertu að gera núna, Neil?“ spurði hann að lokum. Hann talaði mjög hratt. „Ég er nýkominn úr hernum," sagði ég. Ég vildi ekki segja honum að ég væri atvinnulaus, vegna þess að ég vissi hve honum var illa við öll þvílík mistök, eins og hann komst að orði. „Þú ert búinn að vera lengi er það ekki?“ „Jú, ég var í eitt ár í viðbót." „Einmitt það. Ætlaðir að hafa það gott." „Hvað meinarðu," sagði ég. En ég vissi vel hvað hann meinti. Við höfðum haft það gott síöasta árið í hernum. Hann hló kuldalega. „Þú veizt vel hvað ég meina. Allir strákar, sem eitthvað vit var í. fóru úr hernum í fyrra. Þeir sem urðu eftir voru annað hvort aumingjar, ævintýramenn, eða letingjar. Hversvegna varst þú eftir?" „Ætli ég geti ekki kallað mig ævintýramann." Ég var hálffúll. Ég gat ekki gert að því. Ég var gramur. Ég ætlaði ekki að segja honum frá því, hversu illa mér hafði verið við að verða eftir í hei’num, hversu mikið ég hafði saknað Peggyar. Mér leið illa. I gamla daga hefði ég getað sagt Engles til syndanna, en nú gat ég það ekki. Mig langaði til þess að hlaupa út úr búðinni, áður en hann færi að hnýsast meir í einkamál min. „Jæja. Þá ertu loksins kominn," sagði hann. „Ertu ennþá með þetta tímarit þitt i gangi?" „Nei það fór á hausinn," sagði ég. Hann horfði á mig rannsakandi. „Hvað ertu að gera núna?" „Ég byrjaði á útgáfufyrirtæki með vini mínum," svaraði ég. „En þú — ertu alltaf að vinna við kvikmyndir?" En hann vildi vita meira. „Það þarf mikið fé til þess að byrja á útgáfufyrirtæki nú á dögum," sagði hann, og horfði stöðugt á mig. Hann hikaði og brosti til mín. Hann gat vel verið viðkunnan- YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.