Vörður


Vörður - 23.01.1926, Síða 1

Vörður - 23.01.1926, Síða 1
Útg'efandi : MiÖstjórn íhaldsfloklisins. BenediRt Sveinsson sýfsSitmaÖiir o*> alþing-isforseti. 1826 30. janiiar — 1936. Miðvikudaginn 20. þ. m. var liundrað ára afmæli Benedikts sýslumanns Sveinssonar, alþing- ismanns og forseta. Voru þá fánar dregnir við hún á helstu húsum bæjarins og forsetar lögðu sveig fyrir hönd alþingis á leiði hins látna skörungs. Benedikt Sveinsson er kunn- astur af hinni löngu og merki- legu starfsemi sinni í sljórnmál- um íslands. Sat hann lengur á alþingi en nokkur annar, síðan þing var endurreist, eða sam- íleytt 39 ár, frá 1861 lil 1899, að báðum þeim árum meðtöld- um. Fyrstu tvö þingin, 1861 og 1863, sat hann sem konung- kjörinn þinginaður, en reyndist þá frjálslyndur um of og var eigi endurkosinn af stjórninni. Varð haun þá þingmaður Ár- nesinga um langt skeið, 1865— 1879, síðan Norðmýlinga á þing- unum 1881 — 85, Eyfirðinga 1886 — 91 og siðast Norður-Þingey- inga 1893—99. Forseti samein- aðs þings var hann árin 1886, 1887, 1893 og 1894, og forseti neðri deildar 1889, 1893 og 1895. Það var sannmæli, sem Arn- Jjótur prestur Ölafsson sagði einhverntíma í »Austra«, að stjórnarskrárbarátla Bendikts Sveinssonar væri beint og sí- vaxandi framhald af stefnu Jóns Sigurðssonar. Benedikt var sam- herji Jóns í hinni eldri stjórn- málabaráttu og ljet það mál mjög til sín taka. Hann gekst fyrir varatillöguin þeim, er sam- þyktar voru við stjórnarskrár- frumvarp alþingis 1873 og fyrir- vara, er þar var settur um það, að væntanleg stjórnarlög skyldi lögð fyrir 4. alþingi eftir að þau væri samþykt. Þetta ljet stjórn- in undir höfuð leggjast og bar þá Benedikt í fyrsta skifti fram frumvarp sitt um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hófhannþar með hina síðari stjórnarbaráttu VOra, sem lauk loks með sam- bandslögunum 1918. Barðist Benedikt fyrir þessu máli af hinu mesla kappi og staðfestu alt til æviloka. Og þótt honum auðnaðist ekki að ná sigri um sína daga, þá hafði hann reist merkið svo örugglega, að mál- staðnum hlaut að verða borgið. Benedikt var mjög víðsýnn stjórnmálamaður og í fleslu á undan sínum tíma. Bera þess vitni mörg þau mál, er hann hóf og barðist fyrir og siðar hafa komist til framkvæmda. Á fyrsta þingi, er hann sat (1861) flutti hann tillögu um síofiuw landssjóðs. Hann barðist langa hríð fyrir slofnun lagaskóla og háskóla og sumarið 1894, er alþingi hafði samþykt lög um háskóla að hans tilstilli, stofn- aði hann Háskólasjóð íslands. Hann ljet fyrstur manna bera fram frumvarp um ullarverk- smiðju í landinu, vildi auka landhelgisvarnir og efla sjávar- útveg að dæmum erlendra þjóða. Hann vildi efla innlenda versl- unarstjett og barðist því fyrir búseiu fastakaupmanna. Hann gekst fyrir því, að reisa gisti- og fundahús á Pingvöllum og vfgði sjálfur »Valhöll« með ræðu 20. ágúst 1898. Hann var og mjög fylgjandi því á síðustu árum sínum, að reist yrði veg- legi sleinliús í Regkjavík fgrir söfn landsins og œðri menla- stofnanir. Bankamálum lands- ins vildi hann koma í betra horf en áður, vegna óbilanda trausts á atvinnuvegum þess, og var einn af hvatamönnum stofn- unar »ný/a bankansa og flutti frumvarp um hann síðasta þing- ið sem hann lifði. Áhugamaður var Benedikt hinn mesti og kappsfullur að hverju, sem hann gekk. Hann var mest- ur mælskumaður alþingis á síð- ari tímum. Er málsnild hans, brennanda ábuga og fjöri mjög við brugðið. Að ásýndum var Reykjavík 23. jan. 1926. 4 blað. hann merkilega líkur Disraeli lávarði, svo að Englendingar, er hingað komu, tóku beint til þess. Þótt Benedikt sje kunnastur af þingstörfum sinum, var liann þó og hinn mesti athafnamaður utan þings. Hann lagði mikla stund á búskap, hýsti stórmann- lega ábýlisjarðir sinar og bætti þær stórkostlega, bæði Elliða- vatn og einkum Hjeðinshöfða, sem ekki var meira en meðal- kot, er hann kom þangað, en var prýðilegt höfuðból, er hann skildi við. Benedikt var eldheitur ætt- jarðarvinur og sannnefndur þjóð- skörungur og forvigismaður ís- lands um langt skeið. Börn Benedikts eru þrjú á lifi: frú Ragnheiður, kona Júlí- usar haukastjóra á Akureyri, Einar skáld og frú Kristín. Ólafur Haukur, yngstur barna Benedikts, Ijest á besta skeiði sumarið 1900. Benedikt andaðist 2. ágúst- mánaðar 1899. P. Ræða flutt á fuIlYeldisdaginn, Ungmennafjelagið Egill rauði hjelt samkomu 1. des. síðast- liðinn að Skorrastað í Norð- firði, S.-Múlasýslu. Sóttu hana um 150 mauns, voru þar ræður ílutlar og skemtu menn sjer frain á bjartan dag. Porsieinn Víglundarson í Nesi flutti langt erindi um sjálfstæðisbaráttuna og talaði rækilega um Jón Sigurðsson. Jón Bjarnason bóndi á Skorra- stað flutti ræðu þá er hjer fer á eftir, þar sem hann mintist sjerstaklega Jóns Magnússonar forsætisráðherra og gat þess, að samkoman færi fram á æsku- stöðvum lians. »Háttvirta samkoma! Pað mun varla þurfa að geta pess í hvaða tilefni pessi samkoma er haldin. Öll islenska þjóðin veit að 1. desember er nú orðinn minn- ingardagur þess, að ísland varð fullvalda ríki samkvæmt sambands- lögunum frá 1918. Má því telja að vjer höldum i dag sjöunda afmæli íslenska ríkisins. Öllum sem nú lifa og komnir voru til vits og ára 1914, mun reka minni til áranna frá þeim tíma fram að 1918, áranna meðan heims- styrjöldin mikla slóð ylir. Menn þráðu friðiun og urðu honum fegnir þegar stríðinu lauk Pað má heita raerkilegt að ísland skyldi verða gert að sjálfstæðu riki á sama tima er sumar stórþjóðanna stóðu lamaðar og flakandi í sárum, eflir þann voðalegasta hildarleik, sem mcnn hafa sögur af. Pað dettur engum manni í liug að þakka styr- jöldinni þær rjettarbætur sem oss íslendingum hlotnuðust með sam- bandslögunum, en það gæti hugsasl að styrjöldin hefði ýtl undir að það mál varð viðstöðulaust leitl til lykta strax i striðsiokin. Ilinir vitr- ustu og bestu menn beggja þjóð- anna voru valdir til að gera út um málið og þeir munu liafa verið fúsir á að ganga inn á braut sam- úðar og bræðralags, enda tókst þeim svo snildarlega með samninga milli beggja landanna, að báðir málsparlar mega vel við una. Pað er ekki ósennilegt að þessum mönn- um liafi verið hugleikið að láta stríðsþjóðirnar sjá hvað þessar tvær smáþjóðir gerðu sín á milli og hver vilji þeirra var meö að tryggja sjer samúð og bræðralag, en hafna stríði og sundrung, enda ólíklegt aö þær liafl lokað augum fyrir því. í sambandi við þetta mál, á vel við að minnast þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar, sem hóf sjálfstæðis- baráttuna. Sá sem talaði á undan mjer, hefir rakið æfiferil hans, og jeg veit að endurminning hans vakuar í liugum allra, sem hjer eru saman komnir og sjá mynd hans hjer á veggnum lyrir framan sig. Jeg finn ástæðu til að minnast lijer í kvöld annars manns í sam- bandi við sjálfstæðismálið og sam- bandssamningana, nefnilega forsæt- isráðherra Jóns Magnússonar. Hann er ekki einn þeirra manna, er mikl- ast í anda og fyllist drambi við að komast til liárra valda, heldur minnist jeg hans sem manns, sem er ljúfur og laus við stærilæti, fús á að leiðbeina lítilmagnanum, sem vill landi sínu og þjóð alt það besta, og má ekki vamm sitt vita. Pessa kosti verð jeg að telja að forsætis- ráðherra Jón Magnússon liafi lil að bera. Hann nýtur sín ekki best í liring- iðu pólitískra rifdeilda, hann á heima þar sem liann getur óliindr- aður notið sins eigin innrætis og mannúðar. Ilann má lxeita vitur maður og háttprúður í framkomu, enda er hann sá maður, sem átti drýgstan þátt í hinum farsælu lykt- um sambandsmálsins. Jeg finn cklci hvað síst sjerstaka ástæðu til að minnast hans hjer í kvöld þar sem svo vill til, að vjer liöfum safnast lijer saman á æsku- stöðvum þessa manns, á bænum þar sem hann.ólst upp frá því hann var níu ára gamall og fram að tvitugsaldri, á bænum, þar sem hann ljek sjer sem barn, án þess að hafa minstu hugmynd um þá lífsstöðu, sem beið lians og það gagn sem hann átti eftir að vinna landi og þjóð, sem löggjafi og sem sljórnandi. Hann hefir við ýms tækifæri Iátið velvild sina til æskustöðvanna i ljós með því að senda gömlum Norðfirðingum kveðju sina. Pað er oss þvi ljúft og skylt að heiðra minningu hans í dag. Lengi lifi forsuetisráðherra Jón Magnússon!« Guðmundur Finnbogason flutti á sunnudagiuu var ágætlega til- lögugóðan og snjallan fyrirlestur um »Dómsdag 1930« — um gildi það, sem afinælishátíð Al- þingis gæli haft fyrir þjóðiíf vort, um nauðsyn þess að fyrir öllu yrði vel hugsað í tæka tíð og loks um ýmislegt það, er liann vildi gera láta. Mun er- indið bráðlega birtast á prenti. — Nefnd sú, er gera á tillögur um hálíðahöldin 1930, hefir nú skilað stjórninni álili sínu, og verða þær væntanlega bráðlega birtar. Anastasia prinsessa, 17. júlí 1918 frömdu rússneskir byltingamenn hið hryllilega morð á Nikulási keisara, konu hans og börn- um, 1 bænum Jekaterinenburg. Nú kemur sú fregn að ein af dætrum keisarans, Anastasia, sem menn hugðu að myrt hefði verið, sje enn á lífi og búi í Berlín. Það fylgir með sögunni að henni hafi bjargað pólskur aðals- maður, von Tschaikooisky. Átti hann að fiytja burt ltk hinna myrtu, en tók þá eftir þvf að líf leyndist með einni prinsessunni. Það var Anastasía. Honum tókst að koma henni undan, án þess þess yrði vart, hjúkraði henni síðan og stundaði hana uns hún hafði náð fullum kröftum að nýju. Þau flúðu svo, giftust og eign- uðust eitt barn. Seinna skutu bolsi- vikarnir Tschaikowsky og Anastasfa komst úr landi. Nú henr hún árum saman lifað í Berlfn og kallað sig frú Tschaikowsky. Það er sagt að amma hennar Maria ekkjudrotning, dóttir Kristjáns IX, sem búsett er 1 Kaupmannahöfn, hafi um langt skeið vitað af henni og styrkt hana fyrir milligöngu Zahlc's kammerherra, sendiherra Dana í Berlín, Myndin, sem fylgir þessum línum, er tekin f Jekaterinburg fáum dögum fyrir morðin. Frá Akureyri er símað 21. þ. m.: Pingmálafundur var hald- inn hjer í gærkvöldi. Á dagskrá voru átta mál. Þingmaðurinn hjelt hálfs annars tíma inn- gangsræðu urn landsmál yfir- leitt. Urðu miklar umræður á eftir og urðu að eins 3 mál afgreidd, fjárhagsmál, gengismól og seðlaútgáfan. Framhalds- fundur í kvöld. Tillaga í fjár- hagsmálinu var svo hljóðandi: Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að fjárhag ríkisins má nú telja komið í gott horf og skorar jafnframt á þing og stjórn, að gæta framvegis eins og und- aníarið fylstu varúðar í fjármála- stjórn ríkisins. Hins vegai lítur fundurinn svo á, að áhæltulaust sje, að ljetta nú þegar álögum af þjóðinni að einhverju leyti og telur þá rjett að b}rrja á því að afnema gengisviðaukann og að lækka útflutningsgjald á sild.

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.