Vörður


Vörður - 23.01.1926, Qupperneq 4

Vörður - 23.01.1926, Qupperneq 4
4 V Ö R Ð C R Björn Kristjánsson Og S. í. S. Eins og flestum mun í fersku minni, ritaði Björn Kristjánsson alþm. fyrir nokkrum árum tvo þæklinga, þar sem hann ijeðist all-harðlega á sam- ábyrgðarflækjuna og sýndi með ó- rækum rökum hver voði stafaði af henni. Postular samábyrgðarinnar reiddust B. Kr. ákaflega fyrir ádeilu hans. Stefndi S. I. S honum fyrir ummæli hans um sig og krafðist V2 miljónar króna í skaðabætur. Það var girnileg fúlga. Málið var dæmt bæði af bæjar- fógetanum 1 Reykjavík og af hæsta- rjetti. Hvorugum dómi þótti ummæli Bj. Kr. um Sambandið og samá- byrgðarflækjuna varða við lög. — Hvorugum dðmi kom til hugar, að dæma hann til þess, að greiða skaða- bætur. Hinsvegar gátu báðir dómar fallist á, að Bj, Kr. hefði kanske verið óþarflega harðorður — óhlífinn við einhverja ónafngreinda forkólfa Sambandsins, eins og oft vill verða 1 löngum ádeilu-ritgerðum. Þótti því eftir atvikum rjett að dæma hann til þess að borga litla sekt í ríkissjóð, og ákvað hæstirjettur að hún skyldi vera ioo kr. Forvígismenn S. I. S. munu hafa unað þessum úrslitum hið versta. Þeir fengu ekki hálfu miljónina. Blað þeirra hafði hamast á B. Kr. fyrir ritlinga hans, þeir áttu að vera ein- tómt níð og svívirðingar — en svo koma dómstólarnir og leyfa sjer að vera á öðru málil Timinn reyndi nú að bera sig vel, hældist um yfir ioo kr. sektinni — en varð það um leið á, af gömlum vana, að óvirða Bj. Kr. Hann gerði sjer það þá til gamans, að stefna blaðinu. Og örlögin hafa nú reynst svo kaldhæðín, að fyrir þennan litla greinarstúf, þar sem Tíminn er að hælast um yfir ioo kr. sekt Bj. Kr. — heflr blaðið nú verið dæmt í ioo kr. sektl Tr, Þ. fjekk sömu sekt íyrir litlu greinina um dóminn — eins og Bj. Kr. fjekk fyrir öll „meiðyrðin", „svívirðingarnar", „ósannindin' (og hvað það nú alt var látið heita á Tíma-máli) í tveim bæklingum! Og hver borgar sektina? Hver borgar tekjuhallann af Timanum? Samband íslenskra samvinnufjelaga. í stað þess að græða */2 milj. kr. á málaferlunum við Bj. Kr., virðist S. I. S. hafa tapað ioo kr. á þeim. Oneitanlega hefði sambandinu veiið best að kingja í upphafi hinum beiska sannleika í ritlingum B. Kr. — og láta dómstólana í friði. Sigurður Jónsson fyrrum ráðherra, aodaðist að Ystafelli 16. þ. m., tæpra 74 ára að aldri. Verður hans nánar minst i næsla blaði. leikkona ljest í Kaupmannahöfn 16. þ. m. eftir uppskurð \ið gallsteina- veiki. Hennar verður nánar minst í næsta blaði. Verkbann. Siðan um nýár hafa staðið yfir samningar milli Eimskipafél. íslands og stjórnar Sjómannafél. um kaup háseta og kyndara á skipum félagsins. Hafa allir aðrir starfsmenn fél. gengið að því að kaup þeirra lækki í samræmi við verðlækk- un lífsnauðsynja hér í bæ, sem namið hefir 12°/o á liðna árinu. En hásetar og kyndarar vilja ekki ganga að meiri lækkun en 6%. Hásetakaup er nú 236 kr. auk þess hafa þeir einhverjar tekjur af yfirvinnu.. Má “því segja að eðlilegt sé að þeir vilji ekki ganga að mikilli kauplækkun, en reyna að njóta góðs af því að dýrtíðin minkar. Hins vegar á E. í. erfitt með að standast samkepnina við út- lendu félögin, sem hafa skip í förum til íslands, og má því illa við að kaupið lækki ekki með auknu verðgildi krónunnar. Kaup danskra háseta og norskra mun allmikið lægra en kaup háseta á skipum E. í., og eykur það með öðru á erfiðleika sam- kepninnar. Ber því enn að sama brunni — orsök kaupdeilanna er hin áeðlilega dýriíð í Reykjavík, og þá fyrst hið blóðuga liúsa- leiguokur, þjójsleigan sem iekin er aj íbúðunum í hinum gömlu og lélegu timburhjöllum Reykja- víkur. í fyrra skipaði stjórnin nefnd til þess að rannsaka orsakir dýrtíðarinnar hér í bænum og gera tillögur um ráð gegn henni. Hvað líður áliti þeirrar nefndar, hr. Gunnar Viðar? Ljótur orðrómur Svo sem kunn- ugt er hefir það færst allmikið í vöxt síðan frankinn lækkaði, að fólk hér í bæ hefir pantað sér vörur beint frá París eftir verðlistum frá stærstu vöruhús- unum þar. Ekki er óeðlilegt að hugsa sér, að verslunarstjelt- in líti þetta óhýru auga, enda þótt henni ætti að vera í lófa lagið að gera hagkvæm viðskifti við Frakkland ekki síður en einstaklinga utan hennar. Nú gengur sá orðrómur um bæiiin og hefir ritstjóri Varðar talað við menn, sem þykjast vita sönnur á honum, að nokkrir ungir verslunarmenn hafi fundið það ráð til þess að stöðva vöru- sendingar hingað frá verslunar- húsunum í París, að senda til þeirra hundruð pantana undir hinum og öðrum tilbúnum nöfn- um með heimilisfangi hjer í bæ. Þegar vörusendingarnar frá París koma hingað á pósthúsið verða þær auðvitað ekki hirtar — þær eru sendar mönnum sem ekki eru til. Og þegar vöruliúsunum í París fara að berast endur- sendir pakkar héðan í hundraða- tali, þá er það von þeirra manna, sem fyrir þessum pöntunum standa, að algerlega taki fyrir afgreiðslu á pöntunum frá ís- landi í stóru verslununum í Paris. Pað þarf auðvitað engum orðum að þvi að eyða, hversu óþokkalegt athæfi hjer er um að ræða, ef satt er. Hjer er ekki horft í það að gera íslendinga tortryggilega í viðskiftum þeirra við erlendar þjóðir og jafnframt reynt að svifla þá hagkvæmri verslun. Pað dettur auðvitað engum manni í hug að verslun- arstjett bæjarins fari alment þannig að ráði sínu, heldur eiga hjer hlut að máli einstakir ósvífnir menn, sem tæplega munu gera sjer fulla grein fyrir hvað þeir eru að gera. Ef þetta er satt, sem er ástæða til að ætla, þá má búast við því að franska konsúlatið láti málið til sín taka. Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti varð sextugur 17. þ. m. Var hann heiðraður með fjölmennu samsæti á þriðjudag og honum þar þakkað langt og ágætt starf sem embæltismaður og þing- maður. Höfuðræðuna flutti Jón Helgason biskup, en auk hans talaði m. a. Jón Magnússon forsætisráðherra. 5000 krónur gaf bæjarfógetinn til Stúdentagarðsins á sextugs- afmæli sínu og 750 kr. gaf hann til Bræðrasjóðs Mentaskólans. England. Simað er frá London að námueigendur haldi því fram, að lífsnauðsyn sje að byrja aft- ur á 8 slunda vinnudeginum í námuiðnaðinum. Verkamenn al- gerlega andstæðir og ver jafn- aðarmannablaðið Daily Ilerald mál námnmanna af miklu kappi. Krefjast þeir þess að námurnar verði þjóðnýltar. Er búist við að erfilt reynist að ráða fram úr málinu svo að báðum aðilj- um þyki viðunandi. ítalia. Mussolini hefir bannað andslæðingum sínum þingsetu nema að þeir hverfi frá villu síns vegar og viðurkenni skil- yrðislaust fascismann. Er þing- ræðið í Ítalíu þar með úr sög- unni fyrir fult og alt. pýskaland. Símað er frá Ber- lín, að Hindenburg hafi falið Lúiher að mynda stjórn á ný. Takist sjórnarmyndun ætla menn, að hún muni styðjast við mið flokkana, stefna hennar í utan- ríkismálum verða svipuð og áður var, en í innanríkismálum frjálslyndari en stefna fráfar- andi stjórnar. Ráðherrar hafa ekki enn verið tilnefndir. Socia- listar taka ekki þált í stjórnar- mynduninni. Nýkomið skeyti hermir að taliö sje að 5% af íbúum Ber- línar sjeu atvinnulausir. Prentsmiðjan Gutenberg. V etrarbi’imt. Sólstiörnur, Æ f iskeið. Stói*sólir og' smíisóllr. 41. Rauðar sólir eru merkilegar tveggja hluta vegna: Annaðhvort eru þær geisistórar eða afarlitlar. Þetta hefir varpað nýju ljósi yfir æfiskeið sólnanna. Annað hefir einnig sannast: Efnis- magn stórsólna og smásólna er svipað mjög. Rauðar stórsólir eru eðlisljettar en rauðar smásólir eðlisþungar. Efnið er viðlika mikið í báðum, en fyllir misjafnlega mikið rúm. Fátt eitt sjest af rauðum sólum. Að eins l°/o stjarnanna ber þann lit. Pó hyggja menn að afarmikið sje til af þeim. Að vísu sjást stóru sólirnar óra- vegu. Aftur á móti gætir eigi litlu sóln- anna. Yfirborð þeirra er lítið og geislar þeirra daufir, þess vegna geta þeir leynst í rúminu, án þess að á þeim beri. Æiiskeiö sólnauun. 42. Telja má nú sannað að sólirnar breyti litum og stærð jafnótt og aldirn- ar færast yfir þær. Alger kyrstaða þekk- isl ekki í heiminum. Alt er breytingum háð, frá hinu smæsta til hins stærsta. Það sem að framan er sagt leiðir því að svofeldri niðurstöðu: Sólirnar eru í œsku sinni rauðar að lit og eigi allheilar, en óhemju stórar. Síðan lýsast þœr, jara hitnandi og ganga saman á allavegu. Þœr verða gular, þá hvitar og loks bláhvitar og er þá mestur hiti þeirra og einnig Ijós. Síðan gengur litaröðin öjuga leið. Þœr verða ajtur hvítar, þá gular og loks rauðar, og eru þá orðnar eðlis- þungar, en litlar hjá því sem áður var. Rauð stórsól er þvi æskusól. Rauð smásól er aftur ellisól. Hafi sól minni hita en 3000 stig á yfirborði, þá er hún eigi sýnileg, frá jörðu vorri. Geisla þess kyns sólna verður eigi vart á fjarlægum sólkerfum. Þær eru næstum dimmir hnettir. Kenninf; lOdíiiiigioiiH. 43. Eddington er enskur stjörnufræð- ingur. Hann starfar við einn af helstu stjörnuturnum Bretlands, og hefir aukið miklu við þekkingu manna á eðli sóln- anna. Röksemdir fyrir kenningum hans er að finna í þungum reikningum, en ályktanir hans falla saman við fjölda staðreynda, sem kunnar voru, þó eigi væru orsakir ljósar. Veigamestu ályktanir Eddingtons eru þessar: 1. Hiti1 stjþrnu er kominn undir efn- ismagni hennar. Pví meira efnis- magn sem stjarna hefir, því heitari getur hún orðið. Heitust er hún þegar eðlisþyngd hennar er á milli O.i og 0.5. 2. Stjarna, sem hefir minna efnismagn, en því sem nemur xh hluta af efn- ismagni vorrar sólar, verður aldrei yfir 3000 stiga heit. 3. »B«stjörnur, sem hafa um 15000 stiga hita, hafa að minsta kosti 2V2 sinnum meira efnismagn en sól vor. En um stærð og sólnauua. 44. Nú skal vikið að því helsta, sem af þessu leiðir: 1. Sól vor hefir aldrei náð að skína hvítu ljósi, því hana skortir stærð til þess. Svo er og um fjölda stjarna. Aldrei hefir hún orðið yfir 9000 stig. Nú er hún um 6000 stig. 1) Hiti, sem nefndur er í þessari grein, er ávalt miðaður við yfirborð, Eddington áætlar hita i miðdepli »B«stjörnu — með 2‘/i sinnum efnismagni sólar — vera 4.700.000 stig. Sennilega er nálægt hádegi æíi hennar. Missi hún enn 3000 stig, þá er hún orðin dimmrauð og frost og dauði sest að völdum í sólkerfi voru. 2. Hafi stjarna svo lflið efnismagn, að eigi nemi xji hluta af efnismagni sólar vorrar, þá kemst hún aldrei í sólna tölu. Hún verður að eins rauð á lit og Iýsir skamt. 3. Sömuleiðis er efnismagn sólnanna, upp á við, takmörkum háð: Saman fer mikið efnismagn og hátt hitastig, Loksins rekur þá að þvi, að geislaspyrnan yfirvinnur þyngdina.1 Ystu lögin verða við- skila svo að jafnvægi* náist millum þyngdar og hita. 1) Sjá 25.-26, grein. 2) Pessi takmörk eru eigi bundin við al- veg ákveöið efnismagn. Slaðhættir ráða nokkru. Nái efnismagn 10SH grömmum þá nernur geislaspyrnan burt ’/io hluta af þyngd- inni. — Sólin er að þyngd tæplegn 2 • 10*s eða með fullum stöfum 2 grömm margföld- uð með 10 og 33 núllum aftan við. Nái eínismagn' 10S6 grömmum þá missast */s hlut- ar þyngdarinnar. Nái efnismagn 2'10!li grömmum þá er geislaspyrnan um það bil að yíirvinna. Nú er: 103&: (2. 10““) 10'15 S3 : 2 = 102 : 2 = 50, en 2 • 10"6: (2. 10“3) .= 108C 30 = 10“ = 100. Stjarna sem hefir 50 sinnum meira efnis- magn en sól vor, er því komin í mjög óstöðugt jafnvægi, svo að möndulsnúningur einn getur liæglega sundrað henni. En hafi stjarna 100 sinnum meira efnisraagn en sól vor, þá afstýra sundrunarmögn heimsins því með öllu, að meira efni setjist að á ein- um stað. Á. M.

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.