Vörður - 27.03.1926, Side 3
V O R Ð U B
3
Magnús G. Guðnason
steinhöggvari.
Grettisgötu 29, Reykjavík.
Heggur legsteina og girðingar við hvers manns
hæfi. Framkvæmir einnig alla aðra steinvinnu
fljótt og vel.
Vörur sendar gegn eftirkröfu hvert sem er á
landinu.
Fyrirspurnum svarað strax. — Sími 1254.
auðugu og vel geymdu bóklegu
íjársjóðir einir, sem því valda,
að sú skoðun er svo algeng er-
lendis, að alt á íslandi sje forn-
sögur — landið sögueyja, þjóð-
in fornsögumenn, einu veruleg-
ar bókmentir: fomsögurnar,
rammíslenskt lundarfar: lund-
arfar fornsögukappa eða vík-
inga.
Á slíka skoðun verður ekki
fallist nema með því að afneita
þjóðrænni framþróun hálfrar
sjöundu aldar. í þessari fram-
þróun hefir ísland meira að
segja á sumum sviðum fjarlægst
aldarhátt sögutímabilsins meira
en önnur lönd hafa gert. Dæmin
eru nóg. Jeg hef ekki rúm fyrir
meira en eilt.
í einni af fornsögunum rakst
jeg um daginn á frásögn um
göfugan höfðingja sem barðist
við mikinn liðsmun, lagðist
móður niður á vígvöllinn, og
Ijet þræla sína tvo leggjast ofan
á sig, en þeir voru stangaðir
spjótum til bana. Eftir það
spratt hann upp og barðist þá
frýjulaust. Hjer er nú ekki vert
að dást um of að trúmensku
þrælanna við húsbónda sinn.
Þegar á alt er litið, er sá dauð-
dagi sæmdarmeiri að leggja
lífiö í'*’söluruar fyrir höfðingja
sinn heldur en að verða háls-
högginn á hlaðinu. Við látum
okkur nægja með að staðhæfa,
að þessi grimmúðlega lýsing
sje ekki nein einstæð mynd af
hinni fornnorrœnu aðstöðu hús-
bændanna við þá sem settir
eru skör Iægra en aðrir á heim-
ilu, í þá daga kallaðir þrælar.
Mig rak við þetta tækifæri
minni til, er jeg dvaldist eitt
sumar með fjölskyldu minni úti
á Sjálandsströnd. Tveir skóla-
bræöur mínir, tveir akademískir
borgarar, voru komnir snöggva
ferð frá Reykjavík til Kaup-
mannahafnar. Þeir gerðu mjer
þá ánægju að líta út til mín
kafla úr degi. I*egar við stóðum
úti fyrir garðdyrum og þeir
bjuggust til að fara, spurðu þeir
bóklegan lærdóm og verklega
reynslu, þá sýnist það liggja í
augum uppi, að einhver skilyrði
þurfi þeir að uppfylla, sem ger-
ast vilja síldarkaupmenn. þetta
hefur ekki þótt nauðsynlegt
hingað til. Jeg held að menn
þurfi ekki að kaupa verslunar-
leyfi til að gerast síldarkaup-
menn. Sú starfsemi virðist öll-
um opin og engar hindranir
lagðar þar á; enda hafa menn
notað sjer frelsið í þessum efn-
um.
Það er víst flestum vitanlegt,
að það eru allskonar menn
bæði erlendir og íslenskir, sem
fengist hafa við síldarverslun
hjer á landi fram á þennan
dag. Menn með háskólaprófi,
sem ólærðir. Þess mun jafnvel
dæmi, að maður með föstum
launum fyrir óákveðið starfi ó-
skyldu sildarútgerð og síldar-
verslun, hefur haft það fyrir
aukastarf að kaupa og selja síld
fyrir upphæðir, sem numið hafa
mörgum tugum þúsunda króna.
Svipað má segja um síldar-
arverkunina. Henni hefur verið
stjórnað af allskonar mönnum;
jafnvel mönnum, sem aldrei
hafa unnið að sildarverkun
sjálfir fyrri en þeir tókust á
hvort þeir mætti kveðja stúlk-
una hjá okkur, sem gengið
hafði um beina við borðið.
Stúlkan kom út. Báðir herrarnir
tóku ofan hattana, og kvöddu
hana jafn vingjarnlega og okkur.
Jeg veit ekki hvað evrópisk sið-
fágun mundi kalla þetta atvik.
Naumast almenna kurteisi, eins
og gert er á íslandi. Jeg kalla
það menning.
Eftir norræna kennarafundinn
í Helsingjaforsi siðast Iiðið sum-
ar ritaði þjóðkunnur danskur
skólakennari um mótið í Poli-
tiken, og spurði í upphafi grein-
ar sinnar, hvað menn i Dan-
mörku vissi eiginlega um ís-
lendinga — hjer væri algeng-
ast að telja þá skapbrátt og
þrætugjarnt fólk, og þar með
búið. Hinum danska lektor
þótti kominn timi til að hrófia
við þessum orðrómi.
Jeg nem hjer litið eitt staðar
við þessa skaplýsing á íslend-
ingum, sem er röng að dómi
hins danska lektors, og geri
það af þvi, að henni er ekki
sjaldan fleygt fram hjer í landi.
Hjer er ekki tfmi til að rekja
orsök þess, að slík imyndun
virðist hafa fest rætur í Dan-
mörku. Hjer er tími til að sýna
að hún er röng.
Þótt við vildum nú í þessu
máli varpa ábyrgð forlíðarinnar
yfir á herðar nútiðarinnar,
stendur þessi lýsing ekki heima:
að íslendingar sjeu alment skap-
bráðir menn. Við byrjum á for-
tíðinni. Er ekki bláköld stilling
fornmanna orðin sem næst að
talshætti? Þeir Ijetu sjer ekki
bregða. Pótt ekki sje hlaupið
að þvi að lýsa lundarfari heillar
þjóðar með einu dæmi, má gera
það hjer. Árið 1000 kom Al-
þingi saraan á Þingvelli til að
ráða með sjer, hverjum trúar-
brögðum landsmenn skyldi
hlita. Baráttan stóð um það,
hvort íslendingar skyldi halda
trú feðra sinna eða taka kristni.
Að lokum sögðust kristnir
menn og heiðnir hvorir úr lög-
hendur umsjón og aðalforstjórn
síldarverkunar á stórum stíl.
Jeg vil nú spyrja: Ef það er
álitið nauðsynlegt og þarflegt,
að faglærðir menn sjeu látnir
hafa umsjón og eftirlit með að-
gerð á skónum okkar, er það
þá ósanngjarnt að fara fram á
það, að þeir sem taka að sjer
framkvæmdastjórn við síldar-
verkun í stórum stíl, verði að
uppfylla einhver ákveðin þekk-
ingarskilyrði í þeim efnum? Að
þessu athuguðu, virðist mjer
sjálfsagt, að Alþingi hlutist til
um það:
1. Að þeir, sem kaupa og
selja síld hjer á landi,
verði að uppfylla einhver
þau þekkingarskilyrði, sem
sett eru þeim mönnum, er
versla með erlendan varn-
ing.
2. Að þeir, sem taka að sjer
sfldarsöltun hjer á landi í
stórum stíl, verði að upp-
fylla einhver þekkingarskil-
yrði á síldarverkun.
Reykjavík 27. febr. 1926.
Jón E. Bergsveinsson.
um annara; og varð þá svo
mikið óhljóð að Lögbergi, að
enginn nam annars mál. Um
tima lá nærri, að allur þing-
heimur mundi berjast. Menn
tóku að undirbúa lögskifting.
Kristnir menn tóku sjer til lög-
sögumanns vitran höfðingja. Sá
gekk til annars höfðingja, Por-
geirs Tjörvasonar, sem var
manna vitrastur að dómi sam-
tiðar sinnar, og bað hann segja
upp lögin — en það var þá
ábyrgðarráð, er hann var heið-
inn. Forgeir lá dag allan og
breiddi feld á höfuð sjer, svo
að enginn maður mælti við
hann. Þessa manns úrskurði
urðu allir fyrirfram ásáttir um
að lúta — og bundu það svar-
dögum. Forgeir beiðir sjer
hljóðs á Lögbergi. Geðsmunir
manna eru á þvi augnabliki
strengdir á þol. Á næsta augna-
bliki á að veita helgustu tilfinn-
ingum annars aðiljans þann
áverka er aldrei verður um
grætt — en hvors þeirra? Hvor-
ir tveggja gera sjer miklar vonir.
Forgeir hefur upp mál sitt: »Ef
sundur skift er lögunum, þá
mun sundur skift friðinum« —
og lýsir því siðan í lög, að
menn skulu allir vera kristnir
á Islandi. Menn ríða heim af
þingi án þess að einum blóð-
dropa hafi verið úthelt.
Þetta hefir verið tilfært sem
dæmi þess, hve islensk þjóð
hafi borið óvenju-mikla virðing
fyrir vitsmunum. Jeg tilfæri
þetta sem dæmi þess, hve is-
lensk þjóð hafi sýnt óvenju-
mikla hæfileika til að stilla
skap sitt.
Ef við snúum okkur nú að
vorum tímum, rekumst við
straks á eitt, sem varpar enn
skærra Ijósi yfir þessa sömu
hæfileika, sem sje þá staðreynd,
að ofbeldisglæpir mega teljast
því nær ókunn fyrirbrigði f ís-
lensku mannfjelagi nú á dögum.
Ef jeg má treysta minni mfnu,
hafa á siðustu 100 árum 2 morð
alls verið framin á íslandi.
Mikið mætti til þess vinna, að
ekki bólaði á bráðari lund eða
ríkari hefndarhug í öðrum
mannfjelögum vorra tíma.
Hjer snertum við nú við ein-
kenni með fslenskri þjóð, sem
mjer finst vera stórkostlega
markvert, ekki einungis um það
er gegnir að meta menning
þessarar þjóðar, heldur líka
þegar horfið er til lausnar á
einu vandamesta viðfangsefni
þjóðfjelaga vorra tíma. Jcg á
hjer við það, að þessi gamla
menningarþjóð, hin eina sem
frá fyrsta uppruna sínum til
vorra daga hefir gætt óslitins
samhengis í framþróun sinni,
virðist hafa kornist að allri
annari niðurstöðu um málefnið:
glæpur og refsing, heldur en
nokkurt annað þjóðfjelag. Ann-
arsstaðar hafa aðeins andlegir
afburðamenn skipað sjer á sama
sjónarmið, hjer er það almenn-
ingur. Og þegar jeg leysi úr
því með einni setningu, í hverju
þetta sjónarmið er fólgið, legg
jeg ef til vill fyrir yður gátu
sem yður finst erfitt að ráða:
Það er ekki til neitt land, þar
sem beitt er jafnvægum refsing-
um; það er ekki til neitt land,
þar sem framdir eru jafn fáir
glæpir.
Skömmu eftir að heimsstyrj-
öldinni lauk tókst einn ritstjóri
að jafnaðarmannablaði í Reykja-
vík ferð á hendur til Rússlands,
og hafði heim með sjer stálp-
aðan rússneskan pilt. Þegar
læknar uppgötvuðu, að piltur-
inn hafði hvimleiðan, næm-
an augnasjúkdóm (trachoma),
kröfðust þeir fyrir sótthættu
sakir, að pilturinn yrði sendur
heim til sín. Ritstjóri tók upp
það ráð, með aðstoð fylgis-
manna sinna, að leggjast^á móti
skipun stjórnarinnar. Þetta at-
hæfi mæltist allstaðar illa fyrir,
af þvf að mönnum þótti með
því stórum misboðið þeim fje-
lagsanda, sem gerir það óþarft
á íslandi að hafa vopnað lið
að baki lögreglunnar, þegar lög-
reglan hafði orðið undir í þess-
um viðskiftum, komu borgarar
bæjarins til liðs við hana. Rit-
stjóri var dæmdur í hæstarjetti
til fangelsisvistar (um 1—2 ár
að mig minnir). En hann af-
plánaði aldrei þessa refsing.
F*egar forsætisráðherra íslands,
og æðsti fulltrúi þess valds,
sem hjer var misboðið, kom til
Danmerkur, stemdi hann stigu
fyrir nýjum róstum úr þessaíi
átt með því að fá hinn dæmda
náðaðan. Jeg híka ekki við að
halda því fram, að þessi athöfn
ráðherra hafi verið í þjóðræn-
um anda.
Ef menn ráða nú af þessu,
að þær þrautir, sem hafa göfg-
að hjarta þjóðarinnar, hafi rænt
hana nokkru af sínum forna
arfi, karlmenskunni, sýna þeir
ekki einungis, ’ að þá skortir
þekking á lyndiseinkun hennar,
heldur einnig, að þá skortir
skynbragð á sögu og sálfræði.
Sá maður hefir aldrei lifað,
sem hefir getað haldið áfram
að verja sjónarmið mildinnar
með öðru en því að varðveita
sína föstu lund. Ekki Búddha,
nje Jesús, nje Seneca; nje Tol-
stoj, nje Kropotkin, nje Gandhi.
Hrottaskapurinn er veikieiki. Og
það eru ein af hinum skelfilegu
áhrifum ófriðarins, að sá hinn
mjúki máttur, sem nefndur cr
mildi, nú er rægður úr öllum
áttum. Ekki síst af konura.
Það er sagt á íslandi, að
þegar nýtt nafn ber á góma,
sje spurt um þetta: »Er hann
gáfaður?« í akademiskum fje-
lagsskap getur virðingin fyrir
gáfum stundum snúist upp Í
þjóðernis-gort. Jeg virði skiln-
inginn. En það hlutverk, að
gera mannkynið sælla, ferst
honnm ámáttlega að leysa. Hann
verður að taka sjer mildi hjart-
ans og festu lundarinnar til
aðstoðar.
Guðmundur Kamban.
Meðalannara
orða -.
Tryggvi Pórhallsson og ærn-
leysi Jónasar frá Hrifin.
Á eldhúsdag mintist Tr. P. á
Nýja sátlmála og sagöi m. a. að
»vegna fortíöar Siguröar Póröarson-
ar« yrði »að taka mikið tillit til
þess, sem sá maður segði.«
Petta gerðist tæpri viku eftir að
S. P. hafði í víölesnasta blaði lands-
ins lýst Jónas frá Hriflu. »ærulausan
lygara og rógbera«.
Hvað lengi ætlar J. J. að draga
það, að leggja niður þingmensku?
Yitlans stráknr?
Fyrir skemstu hneykslaðist Jónas
Jónsson frá Hriflu á því, að stjórnin
ljeti »vitlausan strák« stýra blaði
sinu, og átti þar við ritstj. Varðar.
Nærri má geta að mörgum hefur
þótt slik aðdróttun alvarleg og i-
skyggilegt að hið æðsta vald í land-
inu skyldi hvila i höndum manna,
sem leita samvinnu við vitskerta
unglinga.
En nú tókst svo illa til fyrir J. J.
að á laugardaginn var fiutti Tíminn
ummæli um ritstj. Varöar, sem
voru mjög á aðra leið en orð J. J.
Einu af ágætismönnwin þjóðarinaaf,
Haraldur Nielsson prófessor, ritar
þar um bók Ásg. Ásg. »Kver og
kirkja« og vitnar í dóm ristj. Varðar
um kverið, þann er fram kom í
deitunni um guðlastsmáliö i fyrra
vor. Tilvitnuninni lætur próf. H. N.
fylgja þessi ummæli: »Pegar slíkar
aðfinslur fara að koma í viðgeng-
ustu blöðum landsins frá alvarleg-
um og mentuðum mönnum, þá finst
mjer þær næsta íhugunarverðar og
það er ekki unt að skella skolla-
eyrum við þeim«.
Hjer virðist bera allmikið á milli.
J. J. talar um »vitlausan strák«, H.
N. um walvarlegan og mentaðan
mann« sem skylt sje að taka mark á.
Hver hefur rjett fyrir sjer?
Hjer skal ekki reynt að miðla
málum milli þeirra en á hitt skal
bent, að H. N. hefur aldrei verið
lýstur »ærulaus lygari og rógberi«,
hvað þá af rosknum og mikilsvirt-
um heiðursmanni, sem um langt
skeið hefur skipað eitt af æðri em-
bættum ríkisins.
Mannaiát. 12. þ. m. andaðist
í Keflavík Einar Th. Hallgrims-
son, fyrrum konsúll og verslun-
stjóri á Akureyri og Seyðisfirði
og siðar kaupmaður á Vopna-
firði, faðir frú Þorbjargar konu
Olgeirs Friðgeirssonar kaup-
manns í Keflavik, og Hallgrims
ljósmyndara á Akureyri.
6. þ. m. andaðist á heimili
sínu hjer í bænum frú Ing-
veldur S. Thordersen, kona
Helga Thordersen trjesmiða-
meistara, nær sextug að aldri.
11. þ. m. andaðist á sjúkra-
húsinu á Akureyri Einar Sig-
fússon bóndi á Stokkahlöðum
í Eyjafirði.