Vörður - 27.03.1926, Qupperneq 4
4
V Ö R Ð U R
Alþingi.
Bankamálin.
Stjórnin flytur frv. um Lands-
banka Islands, sem er að því
leyti í samræmi við frv. tneiri-
hluta bankanefndarinnar, að gert
er ráð fyrir að þjóðbankinn
verði seðlabanlci. Að öðru leyti
er frv. stjórnarinnar í ýmsum
höfuðatriðum ósamhljóða frv.
nefndarinnar og er gerð grein
fyrir því í greinargerðinni:
»Frumvarp þetta er að því
leyti sniðið eftir írv. meiri hluta
milliþinganefndarinnar í banka-
málum, að gert er ráð fyrir að
landsbankanum verði breytt í
seðlabanka. 1 nefndarfrv, er gert
ráð fyrir að sparisjóðsdeild
bankans fái sjerstakt bókhald,
með útlánum og innlánum að-
greindum frá seðladeild bankans.
Rjett hefir þótt að stíga þetta
spor til fulls, og er í þessu frv.
gert ráð fyrir að sparisjóðsdeild-
in fái algerlega sjerstakan-fjár-
hag, eins og t. d. veðdeildin.
Má þá m. a. greina sparisjóðs-
deildina frá bankanum og láta
hana halda áfram sem alveg
sjerstaka peningastofnun undir
annari stjórn þegar bankanum
er vaxinn svo fiskur um hrygg
að hann þarf ekki lengur spari-
fjárins til þess að tryggja sjer
þau tök á peningamarkaðinum,
sem seðlabanka ber að hafa.
Þá befir eigi þótt næg ástæða
til að fallast á uppástungu nefnd-
armeirihlutans um að hverfa frá
innlausn seðla með gullmynt,
sem hjer er í lögum nú og hefir
▼erið fram lil þessa í öllum
myntsamningsríkium Norður-
landa. Sú sala á gullmiltum,
sem meiri hluti nefndarinnar
vill setja í stað guilinnlausnar,
hefir hingað til naumast verið
talin að tryggja guligildi seðl-
anna eins vel og gullinnlausnar-
skyldan.
Ekki hefir verið tekið upp
það atriði úr frv. meiri hl. (5.
gr.) að ríkissjóður ábyrgist jafn-
an sjerhvert það tap, er skerðir
stofnfje bankans. Komi slíkt
fyrir, þykir eðlilegra að lög-
gjafarvaldið hafi þá óbundnar
hendur um það, hvernig ráðið
verði fram úr málinu, Að öðru
Ieyti eru ákvæðin um stofnfje
og varasjóð tekin eftir frum-
varpi meiri hlutans, en þurfa
líklega nánari athugunar«.
Benedikt Sveinsson flytur frv.
sitt um Ríkisbanka _ Islands,
nýjan sjálfstæðan banka er hafi
á hendi seglaútgáfuna.
Stjórnin flytur frv. um heimild
til að veila ýms hlannindi fyrir-
huguðam nýjum banka i Reykja-
vík. Vegna hins mikla vaxtar á
atvinnuvegum landsins þykir
henni nauðsyn á að slík heim-
ildarlög sjeu til, ef hlutafjelag
kynni að viija stofna nýjan
banka.
Öll þessi frv. komu til 1.
umr. nú í vikunni og voru af-
greidd til nefndar eftir allmiklar
umræður.
Eldhúsdagarinn
var á fimtudag. Af stjórnarand-
stæðingum talaði Tryggoi Pór-
hallsson einn og voru ræður
hans venju fremur Ijelegar. Tal-
aði hann um gengismálið auk
þess um ýmislegt smávægilegt.
Gátu árásirnar á stjórnina ekki
daufari verið úr því að hún á
annað borð á andstæðing í
þinginu.
Grein Árna Pálssonar um Nols-
eyjar-Pál, sem birtist í Skírni
í sumar, hefir verið þýdd á ný-
norsku og birt í Gula-Tidende.
Bjarni Jónsson frá Vogi hefir
legið rúmfastur. síðan laust eftir
þingsetningu, og var fluttur suður
á Vífilstaðahæli um siðustu helgi.
Afli hefir verið mjög tregur
það sem af er vertíð bæði í
Reykjavík og Vestmannaey.um,
en ágætur afli á Austfjörðum.
Guðmundur Finnbogason sækir
um 2 þús.kr. styrk úr ríkissjóði til
þess að starta að riti »um eðlisein-
kenni íslendinga, að fornu og Dýju,
einskonar sálarfræði íslenskrar
þjóðar«. Skýrir hann frá því í
umsókn sinni, að hann hafi
þegar byrjað að gera diög til
ritsins, og geri ráð fyrir að
geta lokið því á nokkrum ár-
um. »Eðli þjóðar virðist mjer
verða fyrst og fremst að ráða
af háttum hennar fyr og síðar«,
segir í umsókninni, »framkomu
hennar jafnt í daglegu lífi sem
á örlagastundum, og af menn-
ingu þeirri, sem hún hefur
skapað. Verður að rannsaka
ýmsar greinir þeirrar menning-
ar, svo sem fjelagsskipun, laga-
setningu og stjórnmálastefnur,
trúarskoðanir og siðafar, tungu,
bókmentir og vísindi, listir, íþrótt-
ir og skemtanir, iðnir og vinnu-
brögð, til þess að finna við-
horf þjóðarinnar í þessum efn-
um, hvert hún hefir stefnt,
hverja leið hún hefir valið,
þeirra er áður voru kunnar,
hverjar nýjar braulir hún hefir
rutt«.
Kaupdeílunni
lokið.
í gærkvöldi kl. 11 náðist loks
samkomulag fyrir milligöngu
sáttasemjara milli Ólajs Thors
og Jóns Baldvinssonar, sem
hvor um sig höfðu fult umboð
til þess að semja fyrir aðilana
í kaupdeilunni, Fjelag ísl. botn-
vörpuskipaeigenda og Alþýðu-
samband íslands, fyrir hönd
verkakvennafjel. Framsókn.
Lok deilunnar urðu þau, að
konur já 80 aura tímakaup,
eins og útgerðarmenn upphaf-
lega buðu.
Útgerðarmenn höfðu boðið
95 aura kaup um tímann þegar
unnið er frá kl. 6—8 að kvöldi,
en fjellust á að borga 1 kr.
Aðalfundur
Búnaðarfj elags íslands
verður haldinn á Egilsstöðum á Völlum, fimtudaginn 17. júní n.
k. Fundurinn verður settur kl. 12. á hádegi.
Verkefni fundarins er:
l. Skýrt frá störfum, fjárhag og verkefni Búnaðarfjelagsins.
2. Haldinn fyrirlestur um búnað AustfirðÍDga.
3. Rædd ýms búnaðarmál. — Peir er óska að bera fram einhver
málefni á fundinum, tilkynni það búnaðarmálastjóra fyrir
fundardag.
4. Kosinn fulltrúi og varafulltrúi á Búnaðarþing, til næstu 4 ára.
Kosningarrjett hafa fjelagar Búnaðarfjelags íslands.
— Allir velkomnir ‘á fundinn. —
Reykjavík, 19. mars 1926.
S. Sigurðsson,
búnaðarmálastjóri.
Munið eftir að hafa ávalt á boðstólum í verslun yðar:
Niðursoðið kindakjöt í 1 kgs dósum
Niðursoðna kæfu í 1 — —
— — Í v* — —
Með því styðjið þjer innlendan iðnað og tryggið yður ánægða
viðskiftavini.
1 hverjum kassa eru 48 dósir.
Sent út um land gegn póstkröfu.
Sláturfj elag- Suðurlands.
Reykjavík. Sími 249 (2 lfnur).
Aðrar smávægilegar breytingar
frá upphaflegum tiiboðum út-
gerðarmanna voru gerðar, en
orka þykir tvímælis hvorum
aðila þær eru í hag.
Þar eð kaupdeilunni nú er
lokið, hætta verkamenn samúð-
arverkfalli sínu og hafa útgerð-
armenn þá einnig að sjálfsögðu
afturkallað þær ráðstafanir, sem
þeir höfðu gert til andsvara
verkfallinu.
Eyrarvinnumenn eru þá hinir
einu af verkalýðnum hjer, sem
ekki hafa enn gengið að kaup-
lækkun, og má gera ráð fyrir
að samningum við þá haldi ná
áffam.
Mun mörgum manni ljetta
við að heyra að kaupdeilu og
verkfalli sje lokið, því ekki
hefir verið annað sýnt en að
ástandið í bænum færi dag-
versnandi. Daglega hafa verið
ryskingar og áflog, ýmist niður
á hafnarbakka eða á höfuðgöt-
unum — og allskonar skríl-
menska vaðið uppi.
Prentsmiðjan Gutenberg.
T etrarbraut.
Stjörnu ríki.
Stjörnuþokur.
Tvær sýnilegar stjörnuþoknr.
50. Örskamt fyrir neðan Óríonsbelti,
eða Fjósakonur, gefst að líta hvitt,
lítið blikandi ský. Pað er Stjörnuþokan
mikla i Órionsmerki.
■Rjett fyrir norðan miðbaug himins,
í stjörnumerki Andromedu, má einnig
sjá Ijósleita þokuslæðu, allstóra. Pað er
Andromeduþokan, sem er undraheimur
hinn mesti, vegna stærðar og geisimik-
illar fjarlægðar.
Eigi getur talist að fleiri stjörnuþokur
sjáist með berum augum. En finna má
í sjónaukum nútímans undra sæg af
stjörnuþokum.
FlokUar og tala.
51. Stjörnuþokum skifta menn í
flokka sem nefnast: Gasþokur, myrkur-
þokur og Sveipþokur.
Árið 1889 vissum menn um 120000
stjörnuþokur. Nú vita menn um alt að
því eina miljón. Stjörnuþokur uppgötv-
ast si og æ til viðbótar, jafnótt og sjón-
tækin fullkomnast. Vekur það enga at-
hygli, nú orðið.
Stjörnuþokur geyma alskyns leyndar-
dóma, sem torsótt er að skygnast inn í.
Gasþokur.
52. Gasþokur liggja oftast innan Vetr-
arbrautar vorrar. Óríonsþokan er gas-
þoka. Þær hafa allar stærðir. Sumar
myndu að eins fylla rúm sólkerfis vors.
Aðrar liggja að baki mörgum stjörnu-
merkjum. Fylla þær geisi mikið rúm,
jafnvel svo að ljósárum skiftir á alla
vegu. Víðáttumestu þokurnar eru ákaf-
lega gisnar og þunnar, svo að víða
grisjar I gegn.
Gasþokur hafa afar margvíslegt útlit.
Minna sumar á ægileg eldhöf með loga-
tungum í allar áttir. Aðrar líkjast skýja-
slæðum, sundurtættum í ofviðri. Óskapn-
aður er á öllu. Alt ber vitni um ægi-
legt uppnám og umturnan. Mögn ver-
aldar hamast þar í jötunmóð. Sólkerfi
sem þangað berast, ofurseljast eyðing
og dauða.
Gasþokur og „B“sfcjörnnr.
53. Samband er með gasþokum og
»B«stjörnum, en óljóst þó. Báðar virð-
ast halda sig á Iíkum stöðum. f*ær fara
með svipuðum hraða — að oss eða
frá. Einnig er litrof þeirra svipað. Halda
menn þvi, að »B«stjörnur hafist víða
við f gasþokum, fremur eD að gasþokan
sje langt að baki þeim.
Vonlaust er að sjá nokkra gasþoku
gangast fyrir, sökum mikillar fjarlægðar
og óljósra takmarka. Aftur má yfirleitt
reikna út fjarlægðir »B«stjarna. Hafa
menn því áætlað fjarlægðir ýmsra þoku-
rfkja, af sambandi þeirra við »B«-
stjörnur.
Öll eru þau fjarlæg mjög. Óríonsþok-
an er 600 ljósár frá oss. Þó eru gas-
þokur nálægar, móts við sveipþokur,
enda er vafasamt hvort þær fúta vorum
alheimi.
Víðáttumiklar þokur, sem likjast
daufri Ijósri móðu, eru að Ifkindum
afarþunnar og kaldar. Vafasamt er.að
þær sjeu nema örfá stig yfir fullkominn
kulda, sem telst 273 stig. En í nánd
við leifar hnatta, sem bruna í gegnum
þær, eða þar sem eínin hniklast saman,
litur út fyrir óaflátanleg iðuköst og ofsa-
hita, þó eDgi sjáist breyting á neinu
sökum þess hve geisi langt út í rúminu
þær hafast við.
Gnsþokur — jarðþokur.
54. Vissa tegund af gasþokum nefna
menn jarðþokur. Þær eru kringlóttar
eða aflangar, eftir því hvernig þær snúa
við. Allar virðast Iitlar ogdaufar. Liggja
þær hjer og hvar í rúminu, einkum þó
í útjöðrum Vetrarbrautar eða í nánd
við hana, enda eru þær álitnar henni
háðar, þó að fjarlægar sjeu.
Útlit og mælingar leiða í ljós að efn-
ismekkir þessir snúast utan um ein-
hvern miðkjarna eða miðsól. Má því,
ætla að sólkerfi sjeu þessháttar jarð-
þokur á einu stigi æfi sinnar.
Myrkurþokur.
56. Hjer og hvar um Vetrarbrautina
sveima þokur nokkrar er myrkurþokur
nefnast.
Ekki lýsa þær af eigin ramleik, held-
ur af endurkasti ljóss, nálægra stjarna.
Lítið vita mennn um eðli þessara
myrkravera.
Útjaðrar mikilla þokuríkja eru víða
stjörnulausir og myrkir. Einnig halda
sumir, að um rúmið sveimi stórir,
dimmir þokubólstrar, eða myrkraríki,
sem eigi verður vart við nema hnettir
berist þangað inn sem lýsa upp nálæg
svæöi.
Allvíða eru svartir flákar á stjörnu-
hvelfmgu himingeimsins. Er þar afar-
fátt um stjörnur. Hyggja menn að þetta
stafi einkum af því að myrkurþokur
skyggi á stjörnur sem hafast við utar í
rúminu.
Loks eru víða millum stjarnanna
langir, svaatir, ranghalar eða gangar.
Er þar þá tíðast bjart gasþykni í örðr-
um enda ranghalans, en að baki liggur
nálega stjörnulaust rúm.
Álíta menn að þokubáknið hafi þá á
leiðum sínum í rúminu, gleypt í sig
heimskerfi þau, sem á vegi þess urðu,
en skilið eftir auðn að baki sjer. Þess-
kyns þokur eru einskonar »Dauðans
englár« sem tortíma heilum veröldum
á vegferðum sínum i himingeimnum.
Framhlið þeirra er Iogabjört. Par er ei-
líf orusta millum lffs og dauða. Lýkur
þar öllu á einn og sama veg. Þokan
sigur áfram og bálið tendrast sí og æ
af nýjum og nýjum sólkerfum, er sog-
ast inn í hvirfinguna, en slóö þokunn-
ar verður mikil og geigvænleg auðn.
Asgeir Magnússon.
I
j